Færsluflokkur: Lífstíll

Nei hæ!!

Ætlaði rétt að kíkja inn og segja hæ! Er massíft þreyttur eftir ansi margar armbeygjur, upphífingar og fl í BC í morgun. Finn hvernig sperrurnar hlaðast upp, sem er gott. Eins óþægilegt og harðsperrur eru þá er tilfinningin samt góð, þá veit maður allaveganna að e-ð er að gerast. Nú eru tæpar 2 vikur eftir af átakinu og ég held bara að mér gangi vel. Er búinn að passa mataræðið og æfa vel. Stóra yfirlýsingin með áfengið er orðin að engu.. já engu. Sopinn er bara svo góður!! Hvað þá með allan jólabjórinn... og allt Blush. Æji ég veit.. þetta er engin sjálfsagi.

Menn að lofa allskonar geðveiki síðustu 2 vikurnar í æfingum en allt er gott í hófi og hvíldin er líka mikilvæg. Nei þetta er ekki leti í mér.. Þetta er bara staðreynd.

Í vinnunni er maður farinn að finna fyrir "ástandinu", lítið að gera og ekki oft sem maður getur mætt í gallabuxum og skyrtu og verið eins og hinir! Ekki í göngubuxum og flíspeysu. Vonandi að þetta batni sem allra fyrst. Finnst fátt leiðinlegar en að sitja á rassinum allan daginn! Eina hreyfingin er að ná sér í kaffibolla... sem eru nokkrir.

En núna í hádeginu er ég að fara í jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum. Vann það óvænt á Rás 2 um daginn! Gaman að því.  Ætli ég verði ekki að passa mig hvað ég set á diskinn.. jú það eru nú bara 2 vikur eftir!! 

hoa


Afar lífleg umræða.

Já hún var fjörug umræðan um vesenið í DK. Óskar var maður umferðarinnar og átti vægast sagt sterka innkomu inn á Hjössa mæló. Veit ekkert hver þessi maður er en hann hefur sterkar skoðanir á þessum málum. Þetta var öruglega met í fjölda kommenta??

Þið sem nenntuð ekki að lesa þessi komment þá verð að benda ykkur á að skoða þetta myndband sem Búddi í DK setti inn. Þetta er vægast sagt fáránlegt!!

Að öðrum fréttum, þá héldum við afmæli Hrafns Elísbergs í gær. Hann á ekki afmæli fyrr en 22. des en það hefur sýnst sig í gegnum tíðina að það er ekki vinsæll dagur að koma í afmæli. Við höfum því gert það síðustu 2 ár að halda upp á afmælið hans, þann fyrsta í aðventu... sem var einmitt í gær. Set kannski nokkrar myndir inn seinna.

Vonandi eigið þið góðan mánudag!!

Tjuuuusss...


Djöfullinn danskur...

Hvað í andskotanum á þetta að þýða?? Ég var í DK um daginn og var þá búinn að heyra nokkrar svona sögur. Ég var búinn að ákveða ræðuna sem ég ætlaði að þruma yfir afgreiðslumanninn ef mér yrði neitað um einhverja þjónustu vegna þjóðernis. Það kom þó ekki til!! En þetta fer í taugarnar á mér svona framkoma. Ég sem "fyrrum dani" er hissa á þessum framgangi frænda okkar. Greyið sá afgreiðslumaður sem reynir að neita Gisla tengdó um einhverja þjónustu!! Úff þá er ég hræddur um að hausar myndu fjúka!!


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var þá...

Við fjölskyldan skelltum okkur í smá ísbíltúr í gærkvöldi. Eftir Laugarveginn var ferðinni heitið á gamla heimavöllinn, Ásgarðinn og Réttóumhverfið. Þar fékk Ragnhildur að vita allt um Ásgarð 16 og þegar mamma hennar var svo skotin í pabba hennar. Ég montaði mig af því þegar Klara var að hoppa í fangið á mér og "gerandi hosur sínar grænar fyrir mér..." Klara var nú ekki búin að segja mikið og var farin að geispa af öllum montsögum mínum.. Þá leit hún á mig og sagði við Ragnhildi: "Þá var nú pabbi þinn ekki með nefhárin út um allt í andlitinu!!!"

Sææællll Ég sagði nú ekki mikið eftir þetta, fitlaði aðeins í nefhárunum og brunaði svo heim!!


Fer alveg í mínar fínustu..

Djöfulsins villimenn þessir guttar. Ég skil bara ekki hvernig 15 ára guttar sem og aðrir þora að sparka í höfuð á manni. Það er örugglega mörgum enn í fersku minni 2 dauðsföll í fyrra eða hitteðfyrra þar sem aðeins eitt högg þurfti til að drepa viðkomandi. Ég verð svo vondur þegar ég sé svona. Eins gott að foreldrar þessara drengja taki á málunum.
mbl.is Árásarmenn í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyndi að nauðga átta konum á 90 mínútum

Tekið af Vísi:

"Fimmtán ára Skoti hefur verið dæmdur til fjögurra ára vistar í ungmennafangelsi eftir að hafa ráðist á og reynt að nauðga átta konum á aðeins níutíu mínútum. Hann hafði þambað heila flösku af styrktu víni á örskömmum tíma í miðborg Glasgow, þegar hugur hans hneigðist óbeislaður til kvenna...."

Já sæll!! Maður hefur oft heyrt að vínið fari beint suður hjá sumu fólki... En fyrr má nú aldeilis fyrrvera eins og einhver sagði!!!


Start of Level seven.... Bíp!!

Sæææll Munið þið eftir þessu???

Ekki beint það skemmtilegasta sem maður gerði. Ég var samt einn af þessum lúðum sem hljóp alveg fram í rauðan dauðann!! Hélt alltaf að ég ætti skólametið, en nei nei, þá kom badminton liðið, Nilsen gengið og rúllaði mér upp!

Vaknaði frekar lúinn í morgun og var lengi að koma mér á fætur. Borðaði lítið og leyfði mér að vonast eftir "rólegri" Boot Camp æfingu. Blótaði því að að væri komin slydda af því að ég var að bóna bílinn í gær. Jæja nóg um það. Þegar ég kem á æfinguna þá heyri ég þessi kunnuglegu bíp... Jú jú, það var píp-test í vændum. Nokkrir sprettir í stiganum í upphitun og svo bara út í rigninguna og rokið og píparinn tekinn... Hólí sjitt hvað þetta er mikill viðbjóður. Ekki skánar það að vita, að þegar maður gefst upp þá eru 3 "sprettir" í róðravélinni sem bíða og e-ar vibba æfingar inni á gólfi. Varð hálf flökurt í píparanum og losnaði ekki við það alla æfinguna!! Gaman að því!

Að öðru.. þá er ég staðráðinn að finna upp "tuðarann". Það er tæki sem hlustar á mann tuða og tekur undir allt. Gott að grípa í þegar Klara nennir ekki að hlusta á mig tuða! Hún er greyið búinn að fá sinn skammt af tuði gegnum tíðina! Svei mér þá, og krakkarnir líka. Þetta væri því tilvalið að fara einn inn í herbergi, tuða eins og vindurinn og koma svo fram sem nýr maður.. Er þetta alveg fáránlegt?? Maður spyr sig???

En talandi um tuð, þá hef ég verið nokkuð jákvæður samt upp á síðkastið, kvarta ekki yfir neinu, eða svona!! En allt að koma! Sææææll hvað ég hljóma spennandi og skemmtilegur!!

Hafið það gott öll sömul.

Hjössi píp.


Talað frá hjartanu?

 

http://fosterinn.blog.is/blog/fosterinn/entry/707499/

 

hoa


Sæt drottning!

Vá... Svaka skutla þessi drottning frá Jórdaníu...

Ætli hún þekki e-ð til Andrésar Andarleikanna???  Grin

(Þið sem skiljið ekki, lesið bara e-ð annað)


mbl.is Drottning Jórdaníu verðlaunuð af YouTube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sett í byssurnar"

Daginn....

Skellti mér í hádeginu að lyfta af því að ég komst ekki í Boot Camp í morgun. Lyftingar eru ekki það skemmtilegasta sem ég geri og frekar augljóst að ég hef ekki gert mikið af því í gegnum tíðina.  Ég tek á því með mín örfáu kíló og einn tuddinn tók sennilega í bekk meira en ég lyfti samtals alla æfinguna!!!!  Gaman að því! Eftir að ég hafði "sett aðeins í byssurnar" (frábærir frasarnir hjá tuddunum) þá skellti ég mér í sturtu. Nei nei.. Voru ekki allir Boot Camp þjálfararnir að fara í sturtu á sama tíma. Ég leit út eins og Biafra (Eþíópíu) barn við hliðina á þeim. SSSæææælllll Allar þeirra byssur og hvað þeir kalla þetta nú voru alveg fullhlaðnar. Eeen þetta er nú ekki vinnan mín!!!  Ég reyndi nú bara að draga magann aðeins inn og kassann út, sagði svo bara .. sjaaaaumsst!!

 Hérna er svo eitt af nýju uppáhalds lögunum mínum!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband