Færsluflokkur: Lífstíll

Hvað er maður að spá???

Það er eins og það sé ekkert eðlilegra að sitja hérna frammi á nærbuxunum, tjékka á facebook og háma lakkrís eins og enginn sé morgundagurinn??? Og klukkan er 10 mín yfir 3 um nótt. Já og vinna á morgun, eða eftir...

Var að horfa á Cocaine Cowboys á plúsnum áðan. Skemmtileg mynd um fáránlega tíma í Miami. Uhhh ekkert meira um það að segja.... góð saga maður!! Skil ekki stundum hvern fjandann ég er að blogga um?? Ætli ég sé ekki bara frekar furðulegur fýr???

Ohhhhhhh verð að viðurkenna að ég hlakka ekki beint til næstu vikna. Lítið að gera í vinnunni, þarf að fara að standa í fokk... lánamálum varðandi húsið. ohhhhhhh ætli það verði ekki efni í nokkrar andvökunætur!! Segi nú bara eins og sumir.. "Helvítis fokking fokk!" Ohhhh fokkk núna get ég ekki sett vistað þessa færslu.. verð að gera það á morgun (mánudag)!!!

Fokk

 


Gleðilegt ár!

Góðan daginn og gleðilegt ár kæru vinir!

Þá er raunveruleikinn tekinn við og maður er mættur til vinnu. Byrjaði daginn snemma eða kl 04:00 til að keyra Ernu og Gísla út á flugvöll. Dagurinn í gær endaði nú líka frekar seint því það þurfti að fara með Ragnhildi upp á læknavakt rétt eftir miðnætti vegna mikilla magaverkja. Þetta voru verkir sem byrjuðu á gamlárskvöld! Hún tók því ekki þátt í hefðbundnu borðhaldi... En hún er öll að koma til.

Jólin hjá okkur fjölskyldunni voru með allra besta móti. Ég held að ég hafi slegið íslandsmet í græðgi og hámi. Sææææll, hreinlega fáránlegt á köflum. Það var gott að hafa tengdó hjá okkur og Gísli græjaði hitastýringuna í húsinu, vel gert það! Aldrei þessu vant þá fórum við Klara ásamt Bjössa Hák út úr húsi á gamlárskvöld. Við skelltum okkur á "ball" með Hljómum í Mosó og var það bara andskoti gaman!

Allir í fjölskyldunni búnir að snúa sólarhringnum við og nú þarf að koma reglu aftur á liðið! Samt næs að byrja að vinna á föstudegi.

Fleira var það ekki að þessu sinni!! Hafið það gott í dag og góða helgi!!

des 136

Ragnhildur veika og Kári (sonur Írisar og Sævars) í sitt hvorum sófanum á gamlárskvöld!


Árið gert upp - drykkjumaður ársins!

Fékk allt í einu þá hugmynd að gera árið upp í nokkrum liðum. Fyrsti liðurinn er drykkjumaður ársins. Gerð var viðamikil könnun á hverjir stæðu uppúr hjá fólki sem drykkjumenn ársins. Það er skemmst frá því að segja að það voru 2 aðilar sem stóðu uppúr sem ótvíræðir sigurvegarar.

Það kom fáum á óvart að þeir kumpánar, Örn viðar (Össi stútur) og Kobbi Lee skildu bera höfuð og herðar yfir aðra í þessari vísindalegu könnun. En gera má ráð fyrir að að 45-50 helgar hafi steinlegið hjá þessum tveim þetta árið.

Óskum þeim hjartanlega til hamingju!!

Vegna bilunar í myndaforriti hjá mér verð ég bara að bjóða upp á mynd af netinu. Þar eru þeir félagar í kunnuglegum stellingum!! Smellið hér til að skoða. 


Gleðileg jól!

Gleðilega hátíð öll saman!! Og takk fyrir öll jólakortin! Við sendum því miður engin jólakort þetta árið og það er ákveðinn skellur. Mér finnst svakalega gaman að fá jólakort og það er fastur liður hjá okkur á aðfangadag að opna öll jólakortin með morgunmatnum. Ég sendi kort að ári, það get ég vottað. Var búinn að skrifa jólakveðju á e-a mynd af okkur öllum 4 saman en get bara ekki sett inn myndir hérna heima. Skiliddiggi... Setti samt nokkrar myndir inn á Facebook. Smellið til að skoða.

Aðfangadagur hjá okkur fjölskyldunni var með besta móti. Við vorum bara ein þetta árið og það var mjög notalegt. Ragnhildi fannst þó ekki eins skemmtilegt að vera bara ein. Erna og Gísli tengdó hafa verið hjá okkur síðustu árin en þetta árið voru þau hjá Írisi systur Klöru. Boðið var upp á rjúpur og hreindýr og heppnaðist það bara vel. Rjúpurnar voru þó ekki mjög bragðmiklar. Fullt af fínum pökkum og og spennustigið hjá Hrafni og Ragnhildi var orðið ansi hátt.

Nokkur jólaboð á dagskrá yfir hátíðirnar, byrjum á 2 í dag og svo er ég með eitt stk á morgun!! Stefnan er svo að ég held tekin á Millaball eftir boðið á morgun... Árlegur viðburður hjá okkur Cool. Hvet alla til að smella sér á ball og hitta okkur!

Hafið það gott!!!


5 ára peyji...

Hrafn Elísberg er 5 ára í dag. Við héldum upp á afmælið hans þann 1. í aðventu. Þá var fjölskyldunni boðið því það eru fáir sem nenna að koma 22. des. En krakkarnir á leikskólanum er nokk sama hvaða dagur er og eru hér mætt í mikla veislu!

E-ð klikk í myndaforritinu... Þið fáið bara mynd seinna!!!


Úrslit liggja fyrir...

Það er skemmst frá því að segja... Að allir stóðust markmiðin sem sett voru!!!  Menn stóðu sig hrikalega vel og fituprósenta fauk hreinlega í burtu!!  Ég fór td. úr 19.4 í 9.2% fitu!!!

Hérna kemur ein mynd af okkur tuddunum.. óskýr en verður að duga í bili!!

IMG_1261


10 tímar....

10 tímar í mælingu!!!!

Hjössi litli orðinn spenntur!!!


2 dagar til stefnu. + Ný könnun.

Átakið "Hrikalegur 2008" fer senn að ljúka. Það skal viðurkennast að ég er langt frá því að vera hrikalegur, enda var nokkuð ljóst að það var ekki raunhæft. Ég er samt á réttri leið varðandi þau markmið sem Biggi í Boot Camp setti okkur. Ég hef reynt að passa mataræðið án þess að vera með einhverja öfga. Ég gær kom smá bakslag... það skal bara viðurkennast hér á alnetinu... Ég fór á helvítið hann Mc Donalds og þar voru hamborgarar étnir. Þetta spurðist auðvitað út og rétt í þessu fékk ég póst frá einum ónefndum í hópnum sem er í þessu veðmáli:

Hjörtur.

Ertu vangefinn? Hvað fær menn til að éta tvær stjörnumáltíðir (
Ekki alveg rétt - innskot Hjössa)á McDonald´s 3 dögum fyrir Moment of Truth?

Biggi - ég krefst þess að hann fái mínusstig í kladdann hjá þér - og einnig fyrir alla víndrykkjuna undanfarið. Þetta kann að vera erfitt fyrir þig þar sem Hjörtur er að reyna að múta þér og útvega þér barnapíu til að standa sig betur í mælingunni. Ég er að hugsa um að kæra þetta mál - þetta er grafalvarlegt.

Á meðan við xxxxx og Xxxx leggjum djöfulinn sjálfan að okkur og æfum eins og skepnur er Hjössi bara fullur og á McDonald´s þess á milli en kemur örugglega sem sigurvegari út úr þessu, langflottastur.

Hjörtur - þín samviska veldur mér vonbrigðum og þinn göldrótta spil sem þú virðist vera farinn að spila, mútandi manni og mús, veldur mér enn meiri vonbrigðum.

Það er ljóst að þú færð aðeins einfaldan vodka á föstudaginn.

Kveðja,
XXXXXXX

Það er ljóst að kapp er í mönnum.. fyrir þessa hamborgara í gær hef ég ákveðið að refsa mér grimmilega með lyftingum og útihlaupi. Vandamálið mitt er þó það að ég hef lést of mikið og má því ekki við að brenna miklu. Ef refsingin stendur.... Því lofa ég.

Moment of Truth á föstudaginn kl 08:00....  Þá kemur í ljóst úr hverju menn eru gerðir!!

kv.

Hamborgara-Hjössi

 

PS. Ný könnun hér til vinstri!!!!


Fallinn Félagi...

Össshh Derrick minn eini vinur fallinn frá. Þeir voru ófáir þættirnir sem maður horfði hérna í den. "Was hast hier passiert??" Sagði sá gamli alltaf þegar hann mætti á svæðið.

Sendi þeim frændum Júlíusi og Jakobi Hafstein samúðarkveðjur, en þeir tveir voru dyggir aðdáendur Derricks og eiga gott safn þátta á VHS spólum...

 


mbl.is „Derrick“ látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólatréð komið í hús.

Það var hreint út sagt frábært veður í gær (laugardag). Við notuðum tækifærið og skelltum okkur í skógarhöggsferð í Heiðmörk. Við fjölskyldan + Tanja sem er nú eiginlega bara hluti af okkur,  löbbuðum nokkuð lengi í leit að rétta trénu. Þau voru nú ekki mörg trén sem heilluðu okkur en svo sáum við eitt flott sem e-r kona var búin að finna og stóð við. Grey konan gerði þau reginmistök að labba aðeins í burtu og skoða einhver önnur tré. Þá stökk Hjössi af stað og sagaði helvítið niður. Konu greyið kom svo labbandi aftur að trénu sem hún var búin að finna en sá þá bara okkur að saga!!! Svona er þetta víst, að hika er að sama og tapa! Æji.. sorry kona, þú manst þetta bara næst!

des 027


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband