Djöfullinn danskur...

Hvað í andskotanum á þetta að þýða?? Ég var í DK um daginn og var þá búinn að heyra nokkrar svona sögur. Ég var búinn að ákveða ræðuna sem ég ætlaði að þruma yfir afgreiðslumanninn ef mér yrði neitað um einhverja þjónustu vegna þjóðernis. Það kom þó ekki til!! En þetta fer í taugarnar á mér svona framkoma. Ég sem "fyrrum dani" er hissa á þessum framgangi frænda okkar. Greyið sá afgreiðslumaður sem reynir að neita Gisla tengdó um einhverja þjónustu!! Úff þá er ég hræddur um að hausar myndu fjúka!!


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Þau persónuskilríki sem tekin eru gild hérna í Svíþjóð eru EU ökuskýrteini eða EU passar. Íslendingar sem flytjast hingað geta verið að lenda í stökustu vandræðum með eitthvað það einfalt eins og að borga reikninga þangað til þeir fá sænskt ID-kort(persónuskilríki). Ég var vöruð við þessu þegar ég kom að ég gæti lent í vandræðum jafnvel með íslenskan passa sem skilríki. Svo þetta atvik gæti verið ótengt þessari fjármálakreppu.

Heimskulegar reglur samt í einu orði sagt...

Anna

Anna Guðmundsdóttir 26.11.2008 kl. 08:54

2 identicon

Þetta er einfaldlega rangt.

Fjarskiptafyrirtæki sem selja GSM síma og nettengingar með bindiskyldu hafa lent í vaxandi mæli í vandræðum með útlendinga, sem ganga að tilboði sem felur í sér að maður fær ódýran GSM síma eða netáskrift án uppsetningarkostnaðar, gegn því að skuldbinda sig til ákveðinna lágmarksviðskipta í 6 eða 12 mánuði. Fólk hefur nefnilega stundað það talsvert að stinga svo af frá skuldbindingunni áður en binditíminn er uppfylltur. Ég bý hér í Danmörku, og þekki fólk sem hefur lent í svipuðu.

Þess vegna hafa fyrirtækin gripið til þess ráðs að krefjast danskra skilríkja með mynd, en sumir veita þó undantekningar fyrir Norðmenn og Svía, þar sem mörg fyrirtækjanna starfa í öllum löndunum þremur.

Svona var þetta löngu áður en kreppan byrjaði.

Þetta er einfaldlega óvandaður, einhliða fréttaflutningur.

Vigfús Eiríksson 26.11.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er búin að eiga heima í Svíþjóð og var mér neitað um afgreiðslu á fdlugmiða. Er ég bæði með sænsk og íslensk skilríki.

Það virðist sem ákveðin fyrirtæki hafi sett það sem reglur að afgreiða ekki íslendinga. Þetta hefur bara einu sinni komið fyrir. Ég veit ekkert hvort þetta sé tengt útlendingum almennt eða Íslenskum.

Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 10:19

4 identicon

Svona er nú búið að troða okkar mannorð Íslendinga niður í svaðið, og ekki bara á norðurlöndum.  Svei attann.

J.Þ.A 26.11.2008 kl. 12:58

5 identicon

Hef nú ekki lent í neinu svona hér í DK hingad til, en ég geng svo sem ekki med Íslenska fánann um gøtur hér,  thessa dagana.

Stód sjálfan mig ad thví ad afboda setu á fundi í vikunni, thar sem arkitektinn sem stýrir fundunum, byrjar vanalega á ad tala um ìslendinga sem  hafa vadid um hér í DK og keypt fyrirtækji til hægri og vinstri, án thess ad eiga bót fyrir boruna á sér, og eru núna loksins búnir ad skylja thad.

Hvad get ég sagt vid svona athugasemdum?????????????

Annars get ég merkt í vinnuni, ad traust og virding gagnvart mér, er ekki sú sama og var ádur. 

En thad er nú lítil byrgdi ad bera, midad vid thá sem berjast fyrir tilveru sinni á Íslandi.

Gben 26.11.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Þetta finnst mér merkilegt að lesa Gben!

Hjörtur Örn Arnarson, 26.11.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er ekkert merkilegt Hjörtur sem Gben er að segja. Ég fæ ekki verkefni í mínu fagi frá yfirvöldum í Svíþjóð og það byrjaði þegar allir Íslendingar urðu glæpamenn...og hef átt við sama fólkið síðan 1988!

Það eru alltaf kurteisar og aðrar skýringar gefnar, enn það er sama, það er varla hægt að vera íslendingur á Norðurlöndum núna, nema á Íslandi.

Það land má sökkva, hverfa og fara til andskotans...

Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 22:36

8 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Já.....  "Það land má sökkva, hverfa og fara til andskotans..." Tja þetta eru ansi stór orð Óskar. Skil gremju þína samt vel!

Skelfilegt að fámennur hópur geti gert heilli þjóð svona óleik!!

Hjörtur Örn Arnarson, 27.11.2008 kl. 09:40

9 identicon

ha?  sökkva, hverfa og fara til andskotans?   Ísland?

Er ekki allt í lagi?  Einmitt þessi hugsunarháttur sem við þurfum á að halda núna eða hvað?

Fínt að hafa þig bara á socialnum í Svíþjóð.

BH 27.11.2008 kl. 10:48

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég VINN fyrir fyrir Socialin í Svíþjóð og er nú að undirbúa að taka á móti flóttafólki frá Íslandi, BH 27. Get lofað þér því að ég er á betri launum enn þú nafnleysingi..

Ég hef unnið síðan ég var unglingur og mun gera  í framtíðinni. Sökkva í volæði, skuldafen eða félagslegt kaos..Ísland er ekki skip..

Það er ekkert verið að hugsa neitt á Íslandi enn taka meiri lán! Hagfræðingarnir míga upp í vindin af því þeir hlusta bara á veðurspánna.

Alla vega skipti ég um Rókisborgararétt núna, það er svakalegt að vera tengdur þessu landi. "Sikyley Norðurssins"...bara mafíumenn sem koma þaðan er mórallin.. 

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 13:58

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Hjörtur, það átti að handtaka alla strax til að geta haldið andlitinu..

1.    Björgólfur Thor Björgólfsson   

2.    Björgólfur Guðmundsson   

 3.    Magnús Þorsteinsson

4.    Ágúst Guðmundsson    

5.    Lýður Guðmundsson  

6.    Sigurður Einarsson  

 7.    Hreiðar Már Sigurðsson  

8.    Jón Ásgeir Jóhannesson  

 9.    Kristín Jóhannesdóttir  

10.  Ingibjörg Pálmadóttir  

11.  Gunnar Smári Egilsson   

12.  Gunnar Sigurðsson  

13.  Pálmi Haraldsson   

14.  Jóhannes Kristinsson 

15.  Magnús Ármann  

16.  Þorsteinn M. Jónsson  

17.  Kári Stefánsson       

18.  Hannes Smárason   

19.  Kristinn Björnsson  

20.  Magnús Kristinsson   

21.  Bjarni Ármannsson     

22.  Róbert Wessmann 

23.  Ólafur Ólafsson 

24.  Karl Wernersson 

 25.  Þorsteinn Már Baldvinsson   

26.  Sigurjón Árnason    27.  Halldór Kristjánsson 

Seðlabankastjórar og stjórn Seðlabankans

Fjáramálaeftirlitið

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og nokkra fl. sem ég man ekki nafnið á.

Alla þessa átti að taka sama dag og bankarnir voru teknir. Mín skoðun. Hópurinn er ekki mikið stærri sem er búinn að sökkva landinu..

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 14:04

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gben er eiginlega að segja sömu reynslu mína frá Svíþjóð! Hvernig heldur þú að það sé að vera spurður hvort ekki séu spítalar og endurhæfingarstöðvar fyrir slasaða á Íslandi?

Það streyma örkumlaður sem þurfa endurhæfingu til Svíþjóðar, þeior fá allsk konar innanhússtyrki, Föesekringskassan borgar með þeim af því að sumir voru ekki tryggðir og enn aðrir af því að vinnuveitandi var ekki með tryggingu. Enn þeir græja þetta allt saman.

Við erum pelabörnin á Norðurlöndum, og það eru bara örfáir aðilar sem hafa komið því í gegn.

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 14:12

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Hjörtur! Þú talar um Gísla tengdó! Það sama myndi ske ef systir mín væri inn í búð og fengi svona móttökur. Eldri kona enn það heurist þar sem hún fer um.

Ég held að það yrði líf í tuskunum í þeirri búð bæði í Danmörku og Svíþjóð. 

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 14:18

14 identicon

Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað?

Óli 27.11.2008 kl. 14:29

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Etu að tala við einhvern sérstakan Óli?

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 14:35

16 identicon

Thetta er ad verda svona eintal hjá Óskari!

Hef aldrei verid "typan" sem ætlar ad bjarga heiminum, var einu sinni ekki "hippi" um árid, thó ég sé hluti af 68 kynslódinni.

Held thad sé hollast fyrir alla vidkomandi ad horfa raunsætt á ordinn hlut, vinna svo áfram út frá stødunni, en fara ekki  fram med reidi og oforsi, thad hefur aldrei gefist vel í lýdrædisríkjum. Hitt er annad, ad massívur thrýístingur á lýdrædis kjørin stjórnvøld er af hinu góda, og er trúlega ad skila árangri núna á IS.

úna

Gben 27.11.2008 kl. 15:55

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þú heldur að Ísland sé að bjargast núna og málin að leysast , ertu með kolrangt mat á stöðunni Gben. Svo get ég ekki tengt hippa og eintal málefninu. 'eg er að vísu fylgjandi valdatöku og mynda þjóðstjórn, strax! Þá yrði lýðræði komið á aftur. Það þarf enga reiði eða offors í þessu. Bara gera þetta! Púnktur.

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 16:13

18 identicon

Þessar sögur af Dönunum dónalegu eru blásnar upp úr öllu valdi, þótt einn óheppinn Íslendingur lendi í einhverjum vitleysingi þá er nú ekki sömu söguna að segja af öllum hinum þúsund Íslendingum sem búa hér. Mér finnst Danirnir hér frekar hafa miklar áhyggjur af þessu, spyrja mikið útí fjölskyldur okkar og hvort okkar fólk sé í vondum málum. Og margir vilja rétta fram aðstoð í formi styrkja o.fl.

En auðvitað hlakkar í sumum Dönum sem fannst furðulegt að einhverjir örfáir íslenskir plebbar gátu keypt upp gömul og gróin dönsk fyrirtæki...mér sem Íslendingi fannst það sjálfri mjööööööög undarlegt! 

 Danir eru ágætir inn við beinið...enda náskyldir okkur....

Gunnþóra 27.11.2008 kl. 19:26

19 identicon

Ég verð að vera sammála Gunnþóru því ég hef einungis mætt góðvilja frá Dönunum. Allir að hafa áhyggjur af okkur og okkar fjölskyldu og tilbúnir að rétta fram hjálparhönd. Til að mynda spurði nágranni okkar um daginn hvernig við værum stödd í öllu þessu því ef við værum í vandræðum myndu þau sko hjálpa okkur og taka upp veskið!!
En það heyrist náttúrulega hæst í þessum neikvæðu sögum og fólk alltaf reiðubúið að skrifa á mbl um það!

Tinna 27.11.2008 kl. 20:30

20 identicon

Ég tek  undir med Tinnu og Gunnthóru..

Mæti ekki neinu nema samúd..Vid erum ekki eina ríkid sem erum í erfidleikum Fólk hérna virdist gera ser grein fyrir ad 300.000 manns geta ekki stadid undir thessum kostnadi.. Og hafa thví samúd med okkur. En heift, hjálpar óskøp lítid held ég. Skemmir eflaust frekar thann einstakling sem hefur thad svona. Audvita erum vid reid og sár..   Kanski er gott rád ad Óskar fari til Íslands og reddi thessu...

Erna Braga 27.11.2008 kl. 23:27

21 identicon

er hjortur.blog.is að breytast í hápólítískt vefrit?  Fjallar næsta færsla um kvótakerfið?

Sævar M. Garðarsson 28.11.2008 kl. 11:02

22 identicon

Hva.... er umrædan ad lognast útaf. Enginn í fýlu, allir jákvædir, og danir ordnir hid besta fólk, sem their eru ad sjálfsøgdu.

En talandi um kvótakerfid, urdu ekki einhverjir marg-millar á innleidingu thess?

Hafa kanski hluti af thessum sægreifum verid med í bankasukkinu, thannig ad thad voru kanski ekki bara bankadrengir á támjóum skóm sem sigldu thjódarskútunni í strand?

Spyr sá sem ekki veit. 

Gben 28.11.2008 kl. 13:31

23 identicon

Úff Óskar, hvaða geimflaug ert þú að smíða??? 8 komment!!!

Spindelmanden out!

Búddi 28.11.2008 kl. 17:55

24 identicon

Sorry fyrir komment 2. Óskar, þetta er allt sem þú þarft:
http://www.youtube.com/watch?v=9KwdHZUj0mc

Ég dó allavega 

Búddi 28.11.2008 kl. 22:41

25 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

ahahahaahahahahahah "Úff Óskar, hvaða geimflaug ert þú að smíða"

Þetta er frábært!!!!  Skemmtileg umræða og takk fyrir kommentin... og Óskar.. Þú rokkar!!!

Hjörtur Örn Arnarson, 28.11.2008 kl. 23:32

26 Smámynd: kágjé

Já, nú kalla ég eftir færslu um kvótakerfið. Þar skal ég sko kommenta!!

Svo skora ég á ykkur Tinna og Gunnþóra að senda jákvæðu sögurnar á moggann, vitiði hvort þeir hafa áhuga á því að skrifa um þær. Það kom reyndar ein frétt um daginn af einhverjum Ragga minnir mig sem býr í DK og vinir hans héldu söfnun fyrir hann þegar ekki var hægt að flytja námslánin út. Gaman að fá að heyra þetta jákvæða líka.

kágjé, 29.11.2008 kl. 10:49

27 Smámynd: kágjé

Andskotinn Búddi ég kíkti á þetta video - hvað er í gangi þarna??

kágjé, 29.11.2008 kl. 10:52

28 identicon

Já SÆLL...eigum við eitthvað að ræða þetta video!! bwaaahahaha...   "anda-njóta"!! munið það svo í kreppunni... þvílík snilld....og þvílíkar hreyfingar hjá kellingunum!! ég dó...

Tinna 30.11.2008 kl. 22:46

29 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Já þetta videó er bara e-ð það magnaðasta sem ég hef séð!!

Hjörtur Örn Arnarson, 1.12.2008 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband