Færsluflokkur: Lífstíll
12.11.2008 | 08:49
Frekar fyndið.
Ég gat nú ekki annað en glott við tönn þegar ég las þetta. Fordómar á háu stigi og menntasnobbið algjört. Það er skemmtilegt að lesa bloggin um þessa frétt (lítið að gera), þar koma greinilega fordómar sumra í ljós. Orð eins og "handklæðahausar" og fleira eru notuð.
Þeir eru ekki margir sem viðurkenna að hafa kynþáttarfordóma. Leit lengi vel á mig sem fordómalausan en þegar ég flutti til DK þá áttaði ég mig á að ég er fullur af fordómum líka. Nenni ekki að segja einhverar dæmisögur, þær verða hálf kjánalegar.
Læt svo mynd af fyrrverandi bekkjafélaga mínum frá DK, Haluk Karatas fylgja með. Góður drengur en það fór t.d. svakalega í pirrurnar á mér þegar Ramadan gekk yfir. Þá gat hann varla unnið af því að hann væri svo svangur!! Fordómar?? tja... nei er það??
Dýrkeypt hringing eftir leigubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2008 | 10:47
Frekar dapurt..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2008 | 22:11
Mælingar upp á fjöllum!!
Samstarfsmenn mínir á Eflu hafa löngum haft áhyggjur af því hvað gerist í mælingaferðum. Fékk þessa mynd senda í dag...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2008 | 10:25
Rjúpa, rjúpa hvar ertu??
Eins og margir aðrir þá skelltum við okkur á rjúpu á laugardaginn. Veiðisvæðið var Kjósin, rétt fyrir ofan Meðalfellsvatn. Finnur bóndi, vissi "nákvæmlega" hvar rjúpan héldi sig og það var þrammað af stað. Til að gera langa sögu stutta, þá sáum við ekki eina helvítis rjúpu. Löbbuðum eins og vindurinn í nokkra tíma og gáfumst þá upp. Keyrt í bæinn og blótað rjúpunum (fuck the rape, eins og Svanni orðar það)... En viti menn.. heima í garði þá voru þær bara ráfa um... Ég búinn að þramma fjöll og firnindi að leita af þeim, en þá eru þær bara í garðinum heima!!!! Ég sagði auðvitað.. "djöfull væri ég til í að skjóta þessa" Hrafn Elísberg skildi nú lítið í því. Spurði hvort hún ætlaði að borða okkur!! Nei nei svaraði ég.. En er hún rosalega vond spurði Hrafn þá.. Nei nei, hún er góður fugl svaraði ég og var að verða vandræðalegur. "En pabbi af hverju villt þú þá skjóta hana??" Þá er rjúpan ca 2m frá okkur og ansi góðleg.. Þá var ekkert annað en að gera gott úr þessu og bjóða Hrafni bara lakkrís!!!!!
Að öðru.. Ég verð að viðurkenna einn hlut!!!! Áfengisbindindið er fallið!!! Já fallið!! Styrkurin er greinilega ekki meiri en þetta........
Finnur "bóndi" og Svanni (Símon)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2008 | 08:18
Meika ekki
Boot Camp eftir 40 mín... Er enn með bíond harðsperrur eftir síðasta tíma!
Greyið ég......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 14:11
Nokkrar nýjar myndir frá Köben
getið þið fundið hér... Eiginlega bara ég og Klara sæta!!
Annars getið þið fundið fleiri skemmtilegar myndir frá Köben í myndaalbúminu hans Örvars.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 19:29
Össi tuddi....
Össi litli bara kominn í fjörðinn!! Til lukku með það og rífðu þetta í þig drengur!!!
Örn Ingi til FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 21:48
Skráið ykkur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 14:00
Stöðumæling í "Hrikalegur 2008" átakinu...
Hjörtur árangur í nóvember |
| ||
Kíló farin | 3.6 | ||
mm af fitu farnir | 4.0 | Gott | |
Minnkun í fitu% | 3.5% | Lélegt | |
minnkun mittisummáls í cm | 4.5 | Eðlilegt | |
Stækkun á tvíhöfða | 0.0 | ||
Ummál lærvöðva | -1 |
Ég lofaði að gera allt opinbert!! Ekki svo slæmur árangur eftir allt. Sé enn meira eftir því sem ég var að opinbera hérna fyrr í morgun!!! En nú er að fara að bæta einhverju kjöti á sig eins og BC Biggi talaði um. Boot Camp byrjar á laugardagsmorgun góðan daginn!!!
Það veit ég að einhver ykkar hristi nú hausinn yfir þessari vitleysu að blogga um þetta allt! Þið hristið bara áfram hausinn...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)