Síðasta vaktin í Grænlandi í bili

Já það er alltaf gaman þegar það kemur að heimkomu. Er búinn að vera hérna í 2 vikur, rétt til að leysa af. Neita því ekki að það er alltaf smá skóli að vinna í nýjum aðstæðum. Er núna á síðustu næturvaktinni. Þegar henni lýkur kl 7 í fyrramálið þá hef ég ca 30 mín til að pakka. Þá verður lagt í hann á zodiaq bát yfir til Ilulissat. Eins gott að það verði almennilegt veður og ekki sjúklega kalt. Þetta verður því væntanlega frekar strembinn dagur og lítið sofið.

Það er alltaf gaman að vera að fara heim og það er engin undantekning núna. Reyni nú yfirleitt að finna eitthvað handa krökkunum en það verður víst erfitt í þetta skiptið. Flogið beint á Reykjavík sem er þægilegt en að sama skapi ekki hægt að redda sér með smá gjöfum í fríhöfninni!! Þau þurfa nú ekki alltaf að fá eitthvað?? Er það nokkuð?

Langar að benda ykkur á vefsíðu hjá manni sem vinnur hérna og heitir "Kiddi kafari". Þarna eru að finna virkilega flottar myndir héðan frá Grænlandi. Vildi að ég ætti almennilega myndavél og kynni að taka myndir!! Þær getið þið skoðað hér.

Noh.. Hlakka til að koma heim og knúsa krakka og konu!!!!

Over and out frá Grænlandi!!

hoa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband