Hvar er Hjörtur?

Já það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera mælingamaður...

DSC00498


Já... hann er bara farinn

Patrekur eða Patti gamli eins og við þekkjum hann er seldur!!! Stórt skarð hoggið í bílaflota Spóahöfðans. Svanni neibó sá um að selja fyrir mig kaggann. Það var slegist um gripinn og þeir hjá 100 bílum eru enn að auglýsa hann í blöðunum í dag.

Bjarki Sig 40 ára í dag. Til lukku með daginn! Afmæli hjá honum á morgun.. Ykkur er örugglega öllum boðið! Mikill afmælisdagur á morgun. Fyrst er það fimmtugsafmæli hjá Gíjó og svo fertugs hjá Bjarka!

Afmæliskveðjur

 Hjössi


Enn eitt klúðrið

Góðan daginn Þá er þessari ferð okkar lokið og Hjössi kominn í bæinn aftur. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og gekk svaka vel. Síðustu daganna hreiðruðum við um okkur í Mývatnssveitinni, nánar tiltekið á Hlíðarveginum í húsi sem amma hans Stebba átti. Snjór kominn í sveitina og svei mér þá ef það var ekki bara smá jólalegt þar.

Endaði ferðina með hefðbundnum hætti.. velta helvítis hjólinu. Vill helst ekki ræða þetta þar sem ég verð pínu skömmustulegur! Margt sem fór illa í þessum veltum!! 

En að öðru…Ekki skemmtilegar fréttir þessa daganna. Geir H. Haarde: Ekki kaupa fasteignir. Ohh frábært akkúrat þegar ég ætla að fara að selja! Eigum við að detta í eitthvað þunglyndi hérna?? Alveg týpískt. Patti gamli í viðgerð.. Var nánast seldur í gær. Síðhærður pólverji á hækjum ætlaði að kaupa hann en fékk ekki nægilega langt bílalán!!  Menn þurfa nánast fasteignalán til að kaupa þennan eðalvagn!

Læt myndir fylgja með af síðustu veltu. Næst fer ég á hestbaki.. (ráðlegging frá Búdda).

DSC00490DSC00489b

Vollinn frábæri

top1

Held að ég hafi nokkrum sinnum bölvað Volvo inum sem við eigum. Jeppinn minn er á Egilsstöðum og því þarf ég að notast við Volla á meðan.  Var að surveya í gær við umferðamiðstöðina. Þegar ég kom til baka að bílnum þá gat ég ekki opnað með fjarstýringunni. Opnaði því með lyklinum sem er bæ ðe vei meijör mál vegna þess að lykillin er eiginlega ónýtur. En um leið og ég opna þá byrjar þjófavörnin að pípa, þannig að flautan pípar eins og mófó og öll ljós blikka. Ég gat ekkert gert annað en að keyra af stað með allt pípandi. Frábært að keyra Hringbrautina klukkan korter yfir 4 flautandi og blikkandi ljósum. Sótti Klöru í Mosó og bíllinn flautandi þó með smá hléum. Fór svo aftur í bæinn og keypti batterí í fjarstýringuna og þá loksins hætti helvítið!. Fáránlega pínlegt að vera í langri bílaröð og flautandi og blikkandi öllum ljósum.. Fólk var farið að færa sig upp á kant því að það hélt örugglega að einhver væri að deyja í bílnum.. En nei nei, Hjössi bara í góðum fíling!!! Þarf að henda þessum bíl fljótlega!!


Trylltar konur

Kominn heim úr frábærri og vel heppnaðri mælingaferð. Fengum frábært veður og það var mælt eins og vindurinn. Mældum allt frá Teigsbjargi við Fljótsdal og að Jökulsá á Fjöllum. Nokkrar festur og svona til að krydda ferðina. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að kíkja á nokkrar myndir úr ferðinni hérna. Mestmegnis eru þetta myndir af fjallmyndarlegum mönnum, 6-hjólum og jeppum. Veit að Ausan er að fíla að skoða það.

Alltaf jafn gaman að koma heim og í þetta skiptið að heyra af tryllingnum sem var í gangi í stelpupartýinu. Ja hérna hér, hélt að við strákarnir ættum okkar móment en þessar stelpur og konur slá öllu við. Þær eiga skilið kompliment fyrir svona trylling!!

Er farið að langa að komast upp í sumarbústað! Þeir taka þetta til sín sem eiga bústað eða hafa aðgang að einum slíkum.

 Ekki meira í bili..

Ha det...

Júlli alltaf fastur


Löng leið fyrir höndum...

Sæl öll.

Hjössi að fara í smá leiðangur og eins og glöggir lesendur Hjössa mæló hafa tekið eftir þá verð ég ekki heima þegar Klara sæta útskrifast á laugardaginn. Verð að viðurkenna að ég er pínu skömmustulegur en er búinn að lofa að henni verður bætt þetta einhvern veginn upp!!! Veit að það verður nettur tryllingur í gangi í Spóahöfðanum á laugardaginn í stelpupartýinu og hver veit nema að einhver skelli sér inní ísskáp!!Vona bara að amma hennar Klöru verði farin þegar það gerist! En til ykkar stelpna sem þar verða, þá er bara að segja góða skemmtun og Klara: Til lukku skat!!

En núna erum við að fara að leggja í hann og verður brunað beint á Möðrudal. Svo þarf að mæla alla leiðina frá Fljótsdal inn á Akureyri. Ekki gert í einum rikk en það er ljóst að það er löng leið fyrir höndum...

Survey 4 life!!

 Hjössi Mæló!!

Ljósleiðari


Stórkostlegt

Já það er magnað að þessir snillingar séu að koma hingað aftur. Er enn að svekkja mig á að hafa misst af þeim hérna í den. Eins og einhverjir muna þá var Skid Row málið á sinum tíma og mikið spilaðir. Man það eins og það hafi gerst í gær þegar Júlli Haffa spilaði fyrst fyrir mig Youth Gone Wild í Kvistarlandinu.. Það verður gaman að sjá þá Dave “the snake” sabo, Scotti Hill, Rob Affuso og Rachel Bolan, en það vantar vissulega helvíti mikið þegar Sebastian er ekki. Það er réttast að fá að hittast í Kvistarlandinu eða svei mér þá bara uppí Réttó áður en við förum á NASA....Fyrir ykkur sem ekki þekkið þessa snillinga þá er réttast að þið farið beint hingað og kaupið allt þeirra efni. Svo er líka bara hægt að kíkja í Spóahöfðann fá sér vodka og kók og taka nokkra slagara!!En NASA skal það vera 1. des!!!"My nasty reputation takes me to Reykjavik Iceland" 

 


mbl.is Skid Row kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Waassaaapp

Þetta finnst mér fönní!!!

 

Waasaaappp


Er Andvari flottasta lag í heimi?

Úff verð bara að "ræða þetta"

Held svei mér þá að lagið Andvari með Sigur ros sé flottasta lag í heimi..  Get hlustað á það 3-4x í röð! Úffff.  Youtúbaði það og set bara fyrsta videóið sem kemur upp. Legg til að þið setjið á ykkur heyrnatólin og hækkið aðeins.. þurfið samt ekkert að horfa. Sá myndina Heima um daginn. Mögnuð mynd í alla staði. Smá náttúruverndar áróður í myndinni sem verður mjög áhrifamikill undir þessum lögum þeirra. En óhætt að segja að það komu nokkur gæsahúðarmóment í myndinni.. Veit ekki hvort það er verið að sýna hana í bíó ennþá en þetta er mynd sem er möst að sjá í bíó, eða þá í e-m tudda græjum heima í stofu.

Var að lesa þessa færslu Crying, mætti halda að maður væri 13 en ekki 31...


"Til í allt - án Villa"

Þetta er setningin sem er á margra manna vörum í dag. Ég held svei mér þá að Þorbjörg sem átti að hafa sent sms ið hafi bara verið að leita sér af smá stuði... Smá pakka.. og þá án Villa?

Tja maður spyr sig?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband