Fyrsta skíðaferðin

Skelltum okkur í Bláfjöllin í gær á skíði. Ekki ýkja mikill snjór en þó nægur til að koma liðinu í gírinn!

Hrafn Elísberg vildi ekki láta halda í sig.. vill bara renna sjálfur! Úr varð því nokkur togstreita í fjallinu milli okkar feðga. En allt gekk þetta þó og Ragnhildur er efni í brálæðing eins og bróðir sinn. Hún vill helst ekkert beygja, bara láta sig vaða niður og vona það besta! W00t

Klara G var að fara á skíði í fyrsta sinn í 15 ár!!  Ekki að sjá á henni og "sveif hún um eins og drottning í brekkunum.... "

Ein uppstylling


Vaknað upp við vondan draum? Eða góðan??

Já mjög rólegt föstudagskvöld hjá mér og krökkunum í gær. Klara var á jólahlaðborði með leikskólanum og við 3 bara heima í afslappelsi. Eða allaveganna fram á nótt.. kl 1:30 vaknaði ég upp við mikil læti. Sumir vildu kalla þetta vondan draum en ef við spáum í þessu þá er þetta ekki alveg svo slæmt. Hingað ruddust inn hrúga af huggulegum konum sem allar voru í miklu stuði eftir jólahlaðborð kvöldsins. Kvöldið virtist hafa snúist um "samlíf og allt því tengdu" og var þetta því umræðuefnið og stemmingin þegar þær komu. Myndi segja ykkur frá nokkrum kommentum sem ég fékk að heyra ef það væru ekki ungir saklausir lesendur hér á þessu bloggi mínu!!! LoL Í staðinn fyrir "happy ending" Devil  þá þurfti ég bara að skutla skvísunum heim seinna um nóttina....

stelpurnar allarStelpurnar á leið í spóahöfðann!


Femínistar og annað pa..

Eins og ég er ánægður með skoðana-, rit og prentfrelsi í okkar ágæta samfélagi þá verð ég að segja að það ætti að þagga niður í ákveðnum hópum í dag. Soldið mótsagnakennt og kannski réttara að furða sig á þeirri athygli sem ákv fólk fær. Hvað er málið með femínista í dag? Eru þeir að missa sig? Veit að enn er kynjabundinn munur á launum og kannski réttindum líka??? En þegar það er verið að setja út á að nýfædd börn séu aðgreind með bleikum og bláum göllum á fæðingardeildum!!! Er það svo slæmt? Er þarna rót vandans? Svo eru það ráðherrarnir...  það gengur ekki.. það verður að vera ráðfrú! Sjaeeemón. . Af hverju ekki bara ráðherfa eins og einhver sagði. Svo eru það vantrúar gengið.. Breyta þjóðsöngnum vegna þess að orðið Guð kemur fyrir í textanum. Shocking   Sssjaeeeeemóón .... oohh á svo auðvelt með að pirra mig á fólki.. Senda þetta lið allt útí Hrísey!

Sannarlega þroskað viðhorf þetta hjá Hjössanum! Grin


Afmæli

Sælar

Þar sem Hrafn Elísberg á afmæli á frekar óafmælisvænum degi, 22. des þá byrjuðum við á að halda upp á afmælið hans á 1. í aðventu. Það var því slegið upp smá fjölskylduveislu á sunnudaginn sl. Hann var mjög spenntur enda búinn að bíða mikið eftir að eiga afmæli. Kakan var ekkert minna en fótboltavöllur enda fátt annað sem kemst að hjá þeim systkinum. Ætli Ragnhildur vilji ekki líka svoleiðis köku!!  Nei það er ekki nógu pæjulegt!!! Wizard

Set nokkrar myndir inn og læt eina af verðandi afmælisbarni og kökunni fylgja...

Hrafn Elísberg og kakan


Ekki góðar minningar...

Sá það á mbl að það á að fara í endurbætur á þessu ágæta húsi. Get ekki sagt að það hafi verið gaman að fara vikulega ofan í kjallarann á þessu húsi til að ná í gögn úr jarðskjálftamæli sem var þar. Mjög fjörugt dýralíf þar og ekki skánaði ástandið þegar Mælstone sjálfur gleymdi að loka mælinum og allar mýs (og önnur dýr) á austurlandi notuðu mælinn sem klósett í viku. Fjandinn.. er enn að hlægja af þegar Björn Sveinsson var að hreinsa mælinn með tilheyrandi óhljóðum. Hélt svei mér þá að Steini fengi að fjúka þá!!!


mbl.is 16 milljóna styrkur til að endurbyggja Sómastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppselt...

Oft erfitt að fara síðastur í háttinn. Þarf alltaf að byrja á að "afferma" rúmið. 

Það held ég að KG verði ánægð með þessa mynd!W00t

Spáið samt aðeins í sokkabuxunum hans Hrafns!!  Þær eru tuddi!!

Uppselt


Ný álver?

Já búið að vera mikið í umræðunni síðustu mánuðina og árin. Núna er ég búinn að vinna í þessum geira í nokkur ár og það eru álverin og stórframkvæmdir tengdar þeim sem hafa búið til atvinnutækifærin fyrir mig. Þrátt fyrir það þá er ég nú á þeirri skoðun að við ættum aðeins að staldra við og slá á frest nýjum álverum. Allaveganna í bili. Ég heyrði í gær nokkrar tölur varðandi kostnaðinn við að reisa nýjar háspennulínur og eða setja þær í jörð. Áttaði mig þá á hverslags upphæðir hér ræðir. Ef við spáum í línum fyrir Álver í Helguvík þá er áætlaður kostnaður vegna flutningslína í tillögum landsnet 8.8 milljarðar króna. Ef fyrirhugaðar loftlinur á reykjanesi yrðu lagðar sem strengir myndi fjárfestingakostnaðurinn aukast um 7,7 milljarða króna. Þetta er tveimur milljörðum hærri upphæð en kostnaðurinn við að tvöfalda Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði til Fitja. Væru allar línurnar í verkefninu settar í jörð myndi viðbótarkostnaðurinn verða tæpir 32 milljarðar eða ríflega tvöfaldur kostnaður við byggingu tónlistar og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Sjammón!!! Þetta eru feitar tölur hérna og muniðað Landsnet er ríkisrekið fyrirtæki. Veit vel að loftlínur eru ljótar en spáið í hvað er hægt að gera við alla þá fjármuni sem “sparast” ef þær eru ekki settar í jörð… Hvað þá ef bara angar línur eru settar!!!  Jæja… Kommúnistinn hættur í bili!

 Nýtt álveg í Helguvík

Fyrirhugað álver í Helguvík


Hjössi mæló...

er út um allt! Sá þetta skrifað í sandinn við ströndina í Austur Landeyjum. Setti niður gps tækið til að sýna stærðarhlutföll.

IMG_7467


Lítill peyi í klippingu!

Mjög svo langþráð klipping hjá Hrafni Elísberg í morgun. Ég var nú búinn að hafa smá áhyggjur af að þetta yrði e-ð mál en viti menn.. hann sat kjur allan tímann og var mjög ánægður með herdúið í lokin!!

Í klippingu


SVANÞÓR EINARSSON: "BLESSAÐUR LOKAÐU ÞESSARI SÍÐU"

Já þær eru kaldar kveðjurnar sem maður fær þessa daganna. Svanni þessi ágæti drengur hringdi brjálaður í mig og lét þessi orð falla. Því næst hraunaði hann yfir veru bandaríkjamanna í Írak og lagði svo á.

svanni

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband