Löng leið fyrir höndum...

Sæl öll.

Hjössi að fara í smá leiðangur og eins og glöggir lesendur Hjössa mæló hafa tekið eftir þá verð ég ekki heima þegar Klara sæta útskrifast á laugardaginn. Verð að viðurkenna að ég er pínu skömmustulegur en er búinn að lofa að henni verður bætt þetta einhvern veginn upp!!! Veit að það verður nettur tryllingur í gangi í Spóahöfðanum á laugardaginn í stelpupartýinu og hver veit nema að einhver skelli sér inní ísskáp!!Vona bara að amma hennar Klöru verði farin þegar það gerist! En til ykkar stelpna sem þar verða, þá er bara að segja góða skemmtun og Klara: Til lukku skat!!

En núna erum við að fara að leggja í hann og verður brunað beint á Möðrudal. Svo þarf að mæla alla leiðina frá Fljótsdal inn á Akureyri. Ekki gert í einum rikk en það er ljóst að það er löng leið fyrir höndum...

Survey 4 life!!

 Hjössi Mæló!!

Ljósleiðari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg legg til Hjörtur,  að við strákarnir förum í ísskápinn við næsta hitting!

Búddi 25.10.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: kágjé

Ýmsir hafa velt vöngum yfir brottför Hjartar yfir helgina, ein af þeim kom frá Ragnheiði frænku: "Hvað segir þetta okkur að Hjörtur drífi sig bara útúr bænum þegar að frúin útskrifast úr kennó…..hmmmm fílar hann ekki kennslukonur gæti verið að hann hafi verið látinn sitja oft eftir eða settur í skammakrókinn sem barn?"

Kannski er þetta út af kjötbollunum sem mamma hans gaf honum í verðlaun ef hann kláraði kartöflurnar... Það er mín kenning

kágjé, 25.10.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband