Er Andvari flottasta lag í heimi?

Úff verð bara að "ræða þetta"

Held svei mér þá að lagið Andvari með Sigur ros sé flottasta lag í heimi..  Get hlustað á það 3-4x í röð! Úffff.  Youtúbaði það og set bara fyrsta videóið sem kemur upp. Legg til að þið setjið á ykkur heyrnatólin og hækkið aðeins.. þurfið samt ekkert að horfa. Sá myndina Heima um daginn. Mögnuð mynd í alla staði. Smá náttúruverndar áróður í myndinni sem verður mjög áhrifamikill undir þessum lögum þeirra. En óhætt að segja að það komu nokkur gæsahúðarmóment í myndinni.. Veit ekki hvort það er verið að sýna hana í bíó ennþá en þetta er mynd sem er möst að sjá í bíó, eða þá í e-m tudda græjum heima í stofu.

Var að lesa þessa færslu Crying, mætti halda að maður væri 13 en ekki 31...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigur Rós eru náttúrulega bara hrikalega góðir!

Á maður kannski að commenta í anda bloggsins og segja: "Sigur Rós er náttla bara geggjað kúl og þeir rúla, ó mæ gad"!!!!
og Hjörtur...aldur er bara tala! Við erum ekki eldri en okkur finnst við vera, ekki satt?! Ég verð alla vega að eilífu úlli!!!

Tinna 16.10.2007 kl. 11:57

2 identicon

Mér finnst sigurrós fínt band og allt það, en ég verð að kommenta á eitt hjá þeim.

70% af myndböndum þeirra eru með lítil börn að leika sér, mér finnst það orðið jaðra við pervertaskap. Sérstaklega í ljósi þess að kærasti Jónsa vinar míns er eins og smástrákur í útliti.

BH 18.10.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband