Færsluflokkur: Lífstíll
12.3.2008 | 09:03
Meiri jákvæðni..
Já það eru gleðitíðindi í dag... Vinna við Kvíslartungu 82 er loksins byrjuð. Þ.e. á húsinu sjálfu! Merkur áfangi og sannarlega langþráður. Núna fara hlutirnir að gerast. Þarf vísu að fara í bankann og væla út meiri lán.. Þetta fer að verða eins og í gamla daga þegar fólk fór í sitt fínasta og hitti bankastjórana í von um að fá 100.000 kall hér og þar.
Svo ætla ég að lýsa eftir einhverjum sem er til í að hækka Toyotuna upp fyrir mig! Viðkomandi þarf að geta gert þetta fyrir páska!! Einhver??
Annars þarf ég að hætta snemma í dag til að sjæna Spóahöfðann.. ljósmyndarinn kemur á eftir til að taka myndir af slotinu! Þyrfti að komast yfir myndirnar og photoshoppa þær aðeins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2008 | 23:01
Fín helgi
Verð að taka smá jákvæðni pakka hérna. Sérstaklega í ljósi þess að í hvert skipti sem ég opna munninn þá er það til að tuða yfir þessu og hinu!!
Byrjum á veðrinu um helgina!!! Ohh þvílíkur munur þegar það er svona fínt. Þrátt fyrir fína veðrið þá var skroppið í IKEA í innréttinga athuganir og kaupa smá. Tók kompuna í gegn og fleira í þessum dúr. Spóahöfðinn fer á sölu í vikunni.
Enduðum helgina á smá snjóþotuferð. Gríðarleg lukka með það og mikið hlegið! Slúttað með grillmat og öl! ohhh svei mér þá ef ég leyfði mér að vonast eftir því að vorið færi nú að koma.. Eða réttara sagt að þessi mikli vetur fari nú aðeins að mildast. Vonum það!!
Ætla aðeins að taka mig á í blótinu og tuðinu.. Það var sagt við mig áðan að ég hefði verið betri maður áður en ég byrjaði að byggja!! Úff stór orð og að mörgu leiti rétt. Merkilegt hvað maður getur latið þetta á sig fá, og ég er rétt byrjaður!! En bara svo að það komi fram þá reyni ég að halda öllum áhyggjum, blóti og öðru fyrir utan heimilið!! Það eru því aðrir sem fá að njóta þess..
Þetta er nú meira kellingatalið!! Jæja Dexter byrjaður... Elska dexter.. Mynd úr snjóþotuferðinni fær að fylgja! Bæjó
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 14:11
Sniðugt!!
Að vera að blogga einhverja moggafrétt og fá fullt af fólki á síðuna. Ef hluta að því fólki dytti í hug að skoða síðuna þá sér það mig í krumpugallanum á mynd. Þar kemur hvergi fram að við séum í grímupartýi. Það held ég að heyrist nokkur.. "Sæææll" þar!
Sá eina flotta mynd af okkur Klöru inná síðunni hennar Berglindar, bara til að halda áfram!!
Góða helgi!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 13:26
Á að drepa mann hérna??
Frábært að vera kaupa hús í Kanadadollurum núna!!!
![]() |
Krónan lækkar um 2,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.3.2008 | 18:12
Bloggdauði?
Sæææll þvílíkur bloggdauði í gangi hjá Hjössanum! Er gjörsamlega andlaus þessa daganna. Er ekki það skemmtilegur að ég geti verið að blaðra bara um daginn og veginn! Stiklum samt aðeins á nokkrum hlutum..
- Er að verða geggjaður á þessu skítaveðri..
- Ekki búinn að hreyfa mig í 1 og 1/2 mánuð.. Er að verða kreísí!!
- Var að hugsa áðan hvað mig langar í púl og öl úti á skólabar (Vitus Bering).. sæll??
- Tími ekki að kaupa brettakanta á Toyotuna...
- Er ekki búinn að fá mér tuggu í viku! Samt ekkert hættur neitt!
- Ekkert að frétta!!!! Læt bara einn léttan fylgja.. Best að fá sér eina Stellu í tilefni að það sé föstudagur á morgun!
Flugvélin lagði af stað, og flugfreyjan Erla kynnti sig og fór yfir öryggisatriðin og sest síðan aftast í flugvélina. Þegar vélin er komin í loftið tekur flugstjórinn til máls býður farþega velkomna og fer yfir veður og flugtíma . Þegar því er lokið, fer hann að spjalla við aðstoðarflugmanninn, en gleymir að loka fyrir mikrafónin fram í vél. Farþegarnir heyra hann segja: "Sko, ég set flugið á sjálfsstýringu, síðan ætla ég að skíta, og svo hamra ég Erlu".
Erla flugfreyja stekkur af stað til að láta flugstjórann vita af þessu, og í fátinu dettur hún á gólfið á milli sætaraðanna. Gömul kona situr næst ganginum þar sem flugfreyjan dettur kylliflöt. Gamla konan horfir kímin á flugfreyjuna og segir:
"Svona, svona, þér liggur nú ekki svona mikið á Erla mín, HANN ÆTLAÐI AÐ SKÍTA FYRST!".
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2008 | 23:57
Hámarks viðbjóður....
í fatasmekk!!! Ég og klara í okkar fínasta pússi um helgina. Jón nokkur nef á milli okkar!
Það verður ekki mikið viðbjóðslegra...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sá þetta hjá Hvíta Riddaranum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2008 | 09:32
Mánudagur
Æ þeir eru stundum svolítið erfiðir. Það skal bara viðurkennast! Bústaður um helgina með nefinu og fjölsk. og Bjössa Hák og Maríu. Svaka fínt og alltaf jafn skemmtilegt að komast í bústað. Bústaðaferðin á kannski sinn þátt í að mánudagurinn er erfiður . Talandi um bústaðinn.. þegar ég ætlaði að henda ruslinu frá helginni í gám sem var úti við veg blasti frekar ógeðsleg sjón við mér. Gámurinn var sér merktur fyrir heimilissorp og þegar ég opna hann þá ræðst á mig það svakaleg lykt að öll nasahárin sviðnuðu. Þarna var búið að "henda" 6-9 rollum... og með öllu. Væntanlega sjálfdautt fé sem hefur verið sótt og svo hent í heimilissorpgáminn! Sælllll djöfulsins vibbi!
Talandi áfram um viðbjóð..djöfulsins viðbjóður var brotið á Da silva um helgina (ekki fyrir viðkvæma).
Tobbi Aðalsteinss að gera "fína hluti" núna! Allt brjálað út af þessum þætti. Verð samt að segja að ég er sammála kallinum. Mér finnst lélegt af þeim drengjum sem reynt var að fá í starfið að draga HSÍ á asnaeyrunum svona. Auðvitað gerir HSÍ þetta kjánalega að reka þetta í fjölmiðlum og staðan vissulega orðin pínleg fyrir þá. En þegar menn setja svaka kröfur og að þeim er gengið þá hefði ég haldið að málið væri dautt! En vona einfalt er þetta víst ekki!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 00:07
Er ekki kominn tími á nýja lúðagetraun??
Tja.. Það eru ár og aldir síðan síðasta lúðagetraun fór í loftið... Þessi liður fer í taugarnar á mörgum en svo veit ég líka að ég hef misst nokkra dygga lesendur vegna þess að getraun vikunnar datt út. Kominn tími á smá lúðamóment!!!
Einfalt.. spurt er um eyju!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.2.2008 | 08:54
Fjárfestingapælingar
PÆLING DAGSINS
Í hverju ætli sé best að fjárfesta í dag ??
Hér fyrir neðan koma pælingar um hlutabréfamarkaðinn.
Eru hlutabréf skásti kosturinn? Eru e.t.v. aðrar skemmtilegri fjárfestingar jafnvel skynsamlegri hlutabréf.
· Ef þú hefðir keypt hlutabréf í NORTEL fyrir 1000 kr. fyrir ári síðan, þá væru þau 49 kr. virði í dag.
· Ef þú hefðir valið Enron þá væru bréfin þín 16,50 kr. virði miðað við að höfuðstóllinn hefði verið 1000 kr.
· Ef WorldCom hefði verið fyrir valinu væru aumar 5 kr. eftir.
· Ef þú hefðir eytt 1000 kalli í Delta Air Lines væri verðmæti þeirra 49 kr. í dag.
· EN....ef þú hefðir bara farið í Ríkið og eitt þúsund kalli í bjór í dós, drukkið hann, farið svo með dósirnar í endurvinnslu, þá ættir þú 54 krónur!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)