Færsluflokkur: Lífstíll
10.4.2008 | 00:30
Enn einn sigurinn hjá Jumboys
Í þetta sinn voru það FH ingar sem urðu fyrir barðinu á léttleikandi liði Jumboys í utandeildinni í kvöld. Sannfærandi sigur og aldrei í hættu. Það virðist ekkert geta stoppað þetta lið!! Gaman að sjá Stefaníu (sjá mynd) á pöllunum í kvöld.. Hún er stuðningsmaður jumboys nr. 1
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 13:53
Gamla stórveldið að vakna?
Hversu oft hefur maður heyrt þá setningu?? Úff
En vonandi ná mínir menn að klára þetta og spila í efstu deild að ári. Svo er nú engin von að spá um hvernig deildin verður á næsta tímabili. Það er alltaf verið að breyta þessu og ég veit að einhver lið hafa sent inn breytingatillögur á mótinu. En hverju sem líður þá er ég á leiðinni í Víkina á næstu leiki og hvet alla til að gera það sama.
Upp með stórveldið!!
![]() |
Víkingur í annað sæti 1. deildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2008 | 11:20
Eðlilegt
Mjög eðlilegt að áhorfið aukist þegar vel gengur. Það væri gaman að sjá svipaða könnun gerða hérna á Íslandi. Alveg á tandur að handboltinn fengi mitt atkvæði. Þó mér finnist fátt skemmtilegra en að horfa á góðan fótbolta þá er íslenska landsliðið ekki gott sjónvarpsefni. Álíka spennandi og þátturinn Maður er nefndur... hver man ekki eftir þeim þætti!!
![]() |
Handboltinn fram úr fótboltanum í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 16:16
Skepnur
Get ekki annað en tekið smá tuðhorn núna. Var að mæla út í hrauni við Krísuvíkurveg (Laufhöfðahraun). Ekki frásögufærandi nema að ég labba þar upp að þvottavél sem skilin hafði verið eftir út í miðju hrauni. Þetta eru nú meiru vesalingarnir sem gera svona. Er alveg ómögulegt að fara með þetta í sorpu? Svona lið fær ekki háa einkunn hjá Hjössanum!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2008 | 21:36
Drive-by...
Fasteignamarkaðurinn er ekki alveg ded. Nokkur greinileg drive-by í gangi um helgina. Þ.e. keyrt að húsinu og skoðað vandlega úr bílnum. Fældi hugsanlega kaupendur sennilega frá í dag. Stóð útí glugga á nærbuxunum einum klæða og gott ef ég tók ekki nett klór í leiðinni.. Fjandinn!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 07:36
Respect...
Tja.. það var ekki ofarlega í huga blaðburðarstráksins sem kom með Fréttablaðið í morgun!!! Hann bjóst ekki við að Hjössi væri á fótum kl 6:30 á frídegi.. Heyri að hann sé að koma og fer fram til að ná í blaðið. Þegar fram er komið þá sé ég að gaurinn er að MÍGA FYRIR UTAN HJÁ MÉR!!! Vodda fokk?? Ég hreinlega skil ekki af hverju ég rauk ekki út og meig á hann? Ég var á nærbuxunum og einhverra hluta vegna þá fór ég ekki út. En eitt get ég vottað... að þetta verður ekki látið aðgerðalaust. Þetta var eins og ekkert væri eðlilegra.. bara að smella honum út og míga á Hjössann! Sæll! Er núna fyrst að verða reiður, var svo hissa í morgun.. En alveg til að toppa vikuna!! Tapaði milljónum í vikunni á gengismálum, læt svo míga fyrir framan útidyrahurðina hjá mér af 14 ára blaðburðarstrák.
Erfiðir tímar maður!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2008 | 11:07
Spennandi leikvöllur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 03:23
Tja...
Gott ef ég hafi ekki sömu áhyggjur og þessir herramenn. Ætli flestir hafi ekki þessar áhyggjur?
Spóahöfðinn settur á sölu áðan! Nokkur tímamót þar á ferð. Forvitnilegt að vita hvernig gengur næstu vikurnar/mánuðina. Geri mér fulla grein fyrir að þetta gæti tekið tíma.
Var aðeins að uppfæra kostnaðaráætlunina af húsinu.. Say no more!!!
Sálin á morgun... eins gott að fara að koma sér í háttinn
![]() |
Hafa áhyggjur af efnahag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 18:33
Lítið að gerast..
í skotbómulyftaramálunum....
Skrýtið??? Nei ætli það!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 12:07
Skotbómulyftari óskast
Býst ekki við að einhver liggi á einum slíkum heima á plani. En það gæti hins vegar einhver þekkt einhvern sem þekkir einhvern sem á/hefur aðgang að slíkum. Get leigt svona grip á fáránlegar upphæðir og vantar að finna e-n ódýrari..
Hringið í mig... Hjössi byggir 660-1598
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)