Færsluflokkur: Lífstíll

Áfangi

Ákveðnum áfanga náð í gær þegar ég fékk fokheldisvottorð á húsið. Þá er hægt að taka meiri lán..Frown

Smá skellur samt um helgina þegar byrjað var á viðarklæðningunni sem er í innskotinu og við bílskúrinn. Þar á að koma setrus viðarklæðning cetrus1002sem átti að vera í líkingu við þetta. En nei nei, þegar mínir menn byrjuðu þá leit þetta út eins og nokkrum vörubrettum hafi verið skellt á vegginn.. Sú vinna var stöðvuð med det samme! Gísli Ben arkitektinn af húsinu er sem betur fer á leiðinni til landsins í dag. Held að hann hafi enga trú á tengdasyninum í að halda utan um þetta allt. Það verður gott að fá kallinn heim í smá stund.. það get ég vottað!

apríl 065


Best í heimi?

Carlsberg[1]

Úrslitaleikur í Víkinni í kvöld

Víkingar leika úrslitaleik við ÍR í Víkinni föstudaginn 25/4 kl:19:00.

Liðið sem sigrar leikinn, leikur í úrvaldsdeild karla á næsta tímabili þannig að það er mikið undir og hvet alla Víkinga sem og aðra handboltaunnendur til að mæta í Víkina.

vik-ir


Kempur...

Tekið úr því stórkostlega blaði Mosfelling

jumboys_mosf


100 ÁR

TIL HAMINGJU VÍKINGAR NÆR OG FJÆR....

Knattspyrnufélagið Víkingur Reykjavík er 100 ára gamalt í dag. Það var stofnað í kjallaranum að Túngötu þann 12. apríl árið 1908. Á fundinn mættu 32 karlmenn.

vik100Í fyrstu stjórn félagsins voru: fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn, Axel Andrésson, þá tólf ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson 11 ára gjaldkeri. Hinir stofnendurnir voru Páll bróðir Axels 8 ára og Þórður Albertsson 9 ára.

Félagið var stofnað fyrir ánægjuna og til þess að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á knetti. Fyrsti gjaldkerinn fékk tvo eyringa og 5 eyringa upp úr vösum félagsmanna upp í bolta, en Egill Jabobsen kaupmaður greiddi upp restina.

Í fyrsta opinbera kappleik Víkinga á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands árið 1914 vannst sigu á KR-ingum 2-1. Verðlaunaskjalið er varðveitt í Víkinni enn þann dag í dag.

Víkingur tapaði ekki kappleik í 10 ár, eða frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918 og skoruðu þeir 58 mörk og fengu á sig sextán. Geri aðrir betur!!

 

 


mbl.is Víkingar fagna 100 ára afmæli félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ken Lee" Rosalegt...


Death and taxes

deth and taxes

Já skilaði loksins skattaskýrslunni áðan....

Betra seint en aldrei...  Spyrjið bara Svanna!!

 


Skellur fyrir körfuboltann, styrkur fyrir Hunangstunglið

Eiki Ön hættur í körfunni.. Það er skellur fyrir suma en vissulega er þjálfarateymi Hunangstunglsins ekkert að gráta þessi tíðindi. Eiki Ön hefur alla möguleika á að blómstra í knattspyrnunni en karfan hefur tekið sinn toll og komið í veg fyrir að Eiki nái að sýna sitt rétta andlit.

Hann fær núna nokkra daga í frí, rétt til að ná þessu körfubolta mombó djombó út úr hausnum á sér. Svo er bara æfing á mánudaginn!!

Það verður án efa fróðlegt að fylgjast með hinu geysiskemmtilega liði Hunangstunglsins með Eika Ön innanborðs í sumar...


mbl.is Eiríkur er hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hólí mólí

Tja þetta er svakalegt!! Svo voru menn að tala um að ég væri með ógeðslegar tær.

Þið verðið að skoða myndbandið.. Þurfið ekkert að skoða allt.. bara hluta!!


mbl.is „Trjámaðurinn" á batavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánudagur

Daginn!! 

Enn einn mánudagurinn runninn upp og skemmtileg vika framundan. Styttist í fokheldi í Kvíslartungunni. Hlutirnir gerast hratt þessa daganna. Byrjum þó þessa vikuna á að kveðja góðan mann. Bjarni Pétursson pabbi Berglindar verður jarðaður í dag. Ég hvet ykkur til að lesa ansi fallega minningargrein sem Berglind og barnabörn Bjarna skrifuðu. Hana getið þið nálgast hérna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband