Færsluflokkur: Lífstíll
29.4.2008 | 09:50
Áfangi
Ákveðnum áfanga náð í gær þegar ég fékk fokheldisvottorð á húsið. Þá er hægt að taka meiri lán..
Smá skellur samt um helgina þegar byrjað var á viðarklæðningunni sem er í innskotinu og við bílskúrinn. Þar á að koma setrus viðarklæðning sem átti að vera í líkingu við þetta. En nei nei, þegar mínir menn byrjuðu þá leit þetta út eins og nokkrum vörubrettum hafi verið skellt á vegginn.. Sú vinna var stöðvuð med det samme! Gísli Ben arkitektinn af húsinu er sem betur fer á leiðinni til landsins í dag. Held að hann hafi enga trú á tengdasyninum í að halda utan um þetta allt. Það verður gott að fá kallinn heim í smá stund.. það get ég vottað!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 10:02
Úrslitaleikur í Víkinni í kvöld
Víkingar leika úrslitaleik við ÍR í Víkinni föstudaginn 25/4 kl:19:00. |
Liðið sem sigrar leikinn, leikur í úrvaldsdeild karla á næsta tímabili þannig að það er mikið undir og hvet alla Víkinga sem og aðra handboltaunnendur til að mæta í Víkina.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2008 | 09:47
Kempur...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2008 | 11:00
100 ÁR
TIL HAMINGJU VÍKINGAR NÆR OG FJÆR....
Knattspyrnufélagið Víkingur Reykjavík er 100 ára gamalt í dag. Það var stofnað í kjallaranum að Túngötu þann 12. apríl árið 1908. Á fundinn mættu 32 karlmenn.Í fyrstu stjórn félagsins voru: fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn, Axel Andrésson, þá tólf ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson 11 ára gjaldkeri. Hinir stofnendurnir voru Páll bróðir Axels 8 ára og Þórður Albertsson 9 ára.
Félagið var stofnað fyrir ánægjuna og til þess að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á knetti. Fyrsti gjaldkerinn fékk tvo eyringa og 5 eyringa upp úr vösum félagsmanna upp í bolta, en Egill Jabobsen kaupmaður greiddi upp restina.
Í fyrsta opinbera kappleik Víkinga á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands árið 1914 vannst sigu á KR-ingum 2-1. Verðlaunaskjalið er varðveitt í Víkinni enn þann dag í dag.
Víkingur tapaði ekki kappleik í 10 ár, eða frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918 og skoruðu þeir 58 mörk og fengu á sig sextán. Geri aðrir betur!!
![]() |
Víkingar fagna 100 ára afmæli félagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 22.4.2008 kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 21:12
"Ken Lee" Rosalegt...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 21:10
Death and taxes
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 10:03
Skellur fyrir körfuboltann, styrkur fyrir Hunangstunglið
Eiki Ön hættur í körfunni.. Það er skellur fyrir suma en vissulega er þjálfarateymi Hunangstunglsins ekkert að gráta þessi tíðindi. Eiki Ön hefur alla möguleika á að blómstra í knattspyrnunni en karfan hefur tekið sinn toll og komið í veg fyrir að Eiki nái að sýna sitt rétta andlit.
Hann fær núna nokkra daga í frí, rétt til að ná þessu körfubolta mombó djombó út úr hausnum á sér. Svo er bara æfing á mánudaginn!!
Það verður án efa fróðlegt að fylgjast með hinu geysiskemmtilega liði Hunangstunglsins með Eika Ön innanborðs í sumar...
![]() |
Eiríkur er hættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 22:30
Hólí mólí
Tja þetta er svakalegt!! Svo voru menn að tala um að ég væri með ógeðslegar tær.
Þið verðið að skoða myndbandið.. Þurfið ekkert að skoða allt.. bara hluta!!
![]() |
Trjámaðurinn" á batavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 10:44
Mánudagur
Daginn!!
Enn einn mánudagurinn runninn upp og skemmtileg vika framundan. Styttist í fokheldi í Kvíslartungunni. Hlutirnir gerast hratt þessa daganna. Byrjum þó þessa vikuna á að kveðja góðan mann. Bjarni Pétursson pabbi Berglindar verður jarðaður í dag. Ég hvet ykkur til að lesa ansi fallega minningargrein sem Berglind og barnabörn Bjarna skrifuðu. Hana getið þið nálgast hérna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)