19.8.2008 | 12:37
Aldeilis fínt!!
Var að fá þennan póst núna rétt í þessu. Aldeilis fínt að fá svona tilboð... Eldar, þrífur og ?
Tjekk it át!
Good day, gentleman! I want to be Beloved Woman, because I have never been in love, I have neverfelt romantic feelings, and I have never had crazy romantic days and nights.I want to be Beloved Woman, because I want to present to my future BelovedMan the best romantic days and nights, I want to be The One into His Life.I want to be Beloved Wife, because I am tired to get up into lonely and coldbed, I am tired to cook only for myself and I need someone to take care withall my passionate and loving heart.I want to be Beloved Wife, because I want to take care of you, I want to beyours The Best Friend into this life and to give to you support and Truelove forever.I want to be Caring and Loving Mother, because every True love needsContinuation. Do you agree with me?If my letter touched your heart, and if you want to be Beloved Man, Husbandand Father, my address is here http://www.lovewomenofworld.net
and you can leave here your message. Waiting for your mailSvety
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2008 | 10:17
Myndir...
Nokkrar myndir úr Hvalseyjum. Vantar myndirnar hans Svanna. Myndavélin mín var batteríslaus og koma því fleiri myndir síðar.
En í Hvalseyjum er frábært að vera. Þetta eru eyjar í norðanverðum Faxaflóanum sem tengdaforeldrar Svanna á móti eiga. Það var farið að veiða, fuglar skotnir, bæði með haglabyssum og rifflum. Ragnhildur fékk að prufa að skjóta úr riffli. Segi ykkur betur frá þessu seinna...
En myndirnar eru hér...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2008 | 09:52
Í tilefni að enski er að byrja...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 23:25
Spóahöfðinn seldur!!
Við hjónin erum búin að samþykkja kauptilboð í Spóahöfðann. Enginn fyrirvari í tilboðinu. Þetta ætti því að vera í höfn... Nú er eins gott að bretta upp ermar og ná að klára húsið!!! Afhending á Spóahöfðanum 1. okt....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.8.2008 | 16:19
Nei hæ...
...Hjössi hér!!
Verslunarmannahelgin over og var hún með betra móti þetta árið! Byrjuðum á að bruna í Húsafell í fáránlega góðu veðri. Fórum degi seinna en áætlað af stað og stemmingin í bílnum á leiðinni í Húsafell eftir því. Förum ekkert nánar út í það. Í húsafelli var frábært, hittum fullt af góðu fólki og veðrið eins og það verður best á kosið. Eftir 2 nætur í Húsafelli (föstudag) var farið í bústað á laugarvatni með Æbba og fjölsk. Þar var svakalega gott að vera og vorum við þar í 2 nætur. Þá var ákv að fara heim en á miðri leið vildi ég fara e-ð annað og bílnum snúið við og brunað á Flúðir. Þegar þangað var komið var nú veðrið ekki upp á marga fiska og fólkið sem þar var frekar sjúskí.... Þá var ekkert annað í stöðunni en að bruna bara aftur í bústaðinn til Æbba og Kötlu og ná einni nótt þar í viðbót!! Hef enn ekki nennt í vinnuna en verð víst að fara á morgun. Annars er Bjarni Jóns málaragúrú að koma og hjálpa mér næstu daga. Þið ykkar sem nennið að koma að hjálpa... Hjörtur s:660-1598.
Hendi hér inn myndum fyrir ömmur, afa og þá sem nenna að skoða.
ha'det
Hjössi
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2008 | 00:01
Með pensilinn á lofti...
Núna er verið að nota sumarfríið og tekið á því í Kvíslartungunni. Eins gott að hafa eitthvað fyrir stafni, því ekki er veðrið að gera gott mót hérna á SV horninu. Búið að grunna allt húsið og mála inní alla glugga. Þar er Björn Hátalarason sem er sanna sig sem einn af betri málurum á höfuðborgarsvæðinu, sá hefur látið penslana og rúllurnar finna fyrir því. Helginni verður eytt í húsinu þó svo að Klara sé að benda á betri spár hér og þar um landið. Hólmavík með Gilla tísku og fjölsk var lengi vel á dagskrá en þurfti að vinna í vikunni og setti það strik í reikninginn. Er samt á leiðinni á Hólmavík 15 ágúst.
En svona í lokin þá er það getraun vikunnar. Spurt er um manninn á myndinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2008 | 21:53
Jæja.. sumarfríið byrjað!!
Og veðrið orðið ömurlegt!! En það er þó bót í máli að þá nenni ég að hanga uppí húsi. Alltaf að vera jákvæður...
Helginni var eytt í Fljótshlíðinni með fullt af góðu fólki. Frábært veður, góður matur, mikið sungið og brallað. Setningu helgarinnar átti Klara G. "Hvað á þetta að þýða" Smelli inn nokkrum myndum frá helginni. Þær getið þið séð hér.
Nú er bara að taka á því í húsbyggingum.. Allir velkomnir annaðhvort með hamarinn, pensilinn, tuskuna eða bara með einn góðan brandara til að létta mér lundina! Svo bendi ég á að þessi er er til sölu. Sá sem kaupir fær kók og pulsu frá mér í eitt ár.
Ein mynd frá helginni (Þorsteinslundi) fylgir...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 13:11
Styttist í langþráð sumarfrí.
Það er farið að glitta í sumarfríið og ég get ekki beðið!!! Fríið byrjar á föstudaginn. Jeduddamía hvað ég hlakka til. Býst samt við að nota allt fríið uppí húsi. Ekki veitir af.
Á eftir er langþráður hittingur við skemmtilegt og gott fólk. Þetta eru nánast baunar, þau eru búin að búa svo lengi úti í DK. Mikið brallað þegar þessi hópur hittist. Myndin er frá síðasta hitting, þá í Odense. Það get ég vottað að myndirnar sem voru teknar seinna um kvöldið voru ekki alveg svona huggulegar...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2008 | 17:00
Raunir mælingamanns.
Já það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera Hjössi mæló! Búið að vera frábært síðustu daga, grimmt tan í gangi!!! Var að mæla áðan einhverjar borholur og labba þar framhjá húsi. Þar inní garði voru 2 HUGES Schäfer hundar... Sá samt að húsfrúin var heima og ég bauð góðan dag og spurði hvort það væri ekki í lagi að labba fram hjá húsinu. Konan svarar: "Ju ju láttu þér ekki bregða vegna hundanna" Ég: " nei nei ekkert mál þeir eru svo vinalegir" Á þeim tíma lágu þeir hinu megin í garðinum að með bolta. Ég labba fyrir hornið og þá koma þessir andskotar á sprettinum á móti mér geltandi eins og enginnn væri morgundagurinn. Ég sný mér undan og þeir stökkva upp á mig og annar bítur mig í rassinn!!!! Sæææll Ég veinaði svoleiðis!!!! Fór heim ekki sáttur með gott far á vinstri rasskinninni. Ég og hundar!!
Ætlaði að fara að koma með vísbendingu í getrauninni hér að neðan, en Klara G sú eina sanna var með þetta á hreinu. Verðlaun afhent í kvöld!!!!. Sú vísbending átti að vera þessi mynd!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 08:51
Ein lauflétt...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)