Sumarfrí??

Sæl öll. Eða þið sem enn nennið að gera ykkur ferð hingað.

Bloggmál hafa fengið að sitja á hakanum upp á síðkastið. Eðlilega segi ég. Kreisí að gera í vinnunni og húsamálin eru enn til staðar. Lenti svo í því um daginn að tölvan mín (vinnutölvan) hrundi og allt tapaðist. HP er samt enn að reyna að ná í e-ð. Á samt e-ð backup en ekki neitt sem er sérlega nýlegt. Verst er með fjölskyldumyndirnar og húsafolderinn! En vonandi finnst þetta.

Mikið búið að vera í gangi hjá fjölskyldunni upp á síðkastið. Útilegur, fótboltamót, vinna í húsinu, borga mikið af reikningum, Blönduóslöggan...Whistling og svona mætti endalaust halda áfram.

Klara sæta átti afmæli í gær!!!  Til lukku skat! Á meðan flest okkar eldumst með hverju árinu þá finnst mér Klara Gísla verða ferskari dag frá degi.

Eins og fyrirsögnin segir þá var það pælingin að fara með Hjössa mæló síðuna í sumarfrí en allt í einu þegar ég var loksins byrjaður þá langar mig ekkert að hætta. Svei mér þá ef ég reyni ekki að taka mig smá taki og halda áfram að koma með nokkrar lúðafréttir og myndir. Var í útilegu um helgina m.a með fólki sem ég þekki ekki neitt. Sjitt hvað þau halda (vita) hvað ég er ruglaður... Ég er nefnilega maðurinn sem verð aldrei þunnur, vakna alltaf fyrstur, er alltaf með koníak í bílnum, hef aldrei brunnið..... Margfaldur Andrésar Andarmeistari... ó mæ god!! og svona mætti lengi halda áfram... Verst er að Nonna og Svanni æstu mig upp í þessa vitleysu... Eða ég held að ég æsi sjálfan mig upp í þessari vitleysu. En svona er Hjössi Mæló í dag!!! 

Læt svo eina mynd fylgja frá helginni. Ein af fáum myndum sem ég á núna!! Annars eru líka nokkrar myndir af mótinu hérna.

Flottir fótboltastrákar


Nokkrar nýjar...

... myndir hérna.

Hrafn Elísberg


Ég er hérna ennþá...

Sælar...

Er hér í dauðtygjum bloggsins. Var eiginlega ákveðinn að hætta þessu. Búinn að vera að blogga frá 2004. Þá var það Austurland að glettingi, sem síðar breyttist í Hjössi mæló!!

Svo fyrir slysni las ég stjörnuspá á mbl.is. Þá gat ég ekki annað en hugsað til bloggsins... En hún var e-ð á þessa leið:

Stjörnuspá

TvíburarTvíburar: Þú ert nú þegar fullur vonar. Og það sem þú lærir næsta sólarhringinn mun opna augu þín enn fremur fyrir möguleikunum í stöðunni. Kraftaverk geta gerst.
Sææælll þegar maður er farinn að lesa stjörnuspár og vonast eftir að e-ð gerist í framhaldinu þá þarf maður að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. En til að gera langa sögu stutta þá er ég ekki búinn að selja Spóahöfðann og er með Kvíslartunguna á yfirdrætti sem á ættir að rekja til Satans sjálfs.
Annars er það að frétta að við fórum í útilegu um helgina og hún var frábær. Ég, Jón nokkur Nef og Jónsi Stebba renndum af stað í hádeginu á föstudaginn inn í Skaftafell. Þar var lagt í hann og Kristínartindar sigraðir.. Frábær gönguferð það. Við þrír gistum svo í litlu 2 manna göngutjaldi uppi á fjallinu og hallinn sem við sváfum í svipar mikið til fjárlagahallans sem er í gangi þessa daganna. Svo hittum við konur og börn á Klaustri og vorum þar í 3 nætur. Farið að veiða, farið í Jökulsárlón og meira og meira!!! Var ekki með myndavél í ferðinni en er að vinna í að fá myndirnar frá Jónunum tveimur og set þær inn fljótlega. Vel við hæfi að setja inn mynd úr símanum af þeim kumpánum.
Jón x2

Ragnhildur og vinkonurnar

Fékk fullt af kveðjum í tilefni dagsins og flestar komu þær frá vinkonum hennar Ragnhildar..  Smile

http://umfa-mos.blogcentral.is/blog/2008/6/3/til-hamingju/

Annars er þetta búinn að vera góður dagur. Byrjuðum daginn á að háma í okkur köku sem Klara bakaði í gærkvöldi.. brunað í vinnuna.... heim, kakan hámuð eins og það væri enginn morgundagurinn!!!  Brunað út að borða og gjörsamlega étið yfir sig. Komið við í sjoppu á leiðinni heim...  úff og ég sem skil ekkert í að ég sé að bæta á mig..Sick


Endalok?

Held svei mér þá að endalok Hjössa blogs séu að nálgast. Er samt að spá í að fara að ryksuga fyrst.

Lúðalegt??

Er lúðalegt að sitja við tölvuna á föstudagskvöldi og efffimma þessa síðu http://vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/sudurland/#view=map  ???????

skjalftinn


Eins og mamma sín....

Já það er ljóst að Ragnhildur er með sömu tendensa eins og mamma sín. Kunna vel við sviðið!!!

Ragnhildur var með 2 atriði í gær á skólaskemmtun. Þarna er hún í miðju gítarsóló. Svaka flott hjá henni en skil samt ekkert í henni af hverju hún fékk ekki mömmu sína með á tabórínunaGrin

Gítarsóló


Rólegt maður..

Já það er jafn rólegt í bloggheimi Hjössa eins og á fasteignamarkaðnum.

Velta á markaði vikuna 16. maí til og með 22. maíSamtals    FjölbýliSérbýli   Aðrar       eignirMeðaltal sl.
12 vikna
Höfuðborgarsvæðið
Reykjavík28225140
Seltjarnarnes00001
Mosfellsbær22003
Kópavogur972010
Hafnarfjörður851211
Garðabær22004
Álftanes00001

 

Samtals þinglýstir samningar í Mosfellsbæ í maí = 2


Terry

Ég fann til með honum, það get ég vottað!!

M1


Göngutúr??

 

http://www.brightcove.tv/title.jsp?title=1438490562


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband