Yfirlýsing á alnetinu...

Eins og mörg ykkar vita þá byrjaði ég í átaki fyrir nokkrum vikum.

Jónsi Stebba sem er með mér í átakinu kom með yfirlýsingu í gær í kjölfars lélegrar mælingar hjá BC Bigga:

"Ég – undirritaður – hef ákveðið að taka mér frí frá neyslu áfeng is í nóvember og desember 2008. Hér er átt við að ég mun ekki fá mér eitt einasta glas af léttu víni, bjór eða sterku víni fram til 19. desember 2008 að einni undantekningu þó en það er 29. nóvember næstkomandi.

Þetta er virðingarvert framtak hjá Jónsa, svo eitt er víst.. Ég veit að ég er búinn að kúka upp á bak hingað til. Hef ekki æft neitt. Tekið mig á í mataræðinu en ég hef ekki getað neitað mér um bjórinn! Var að koma úr helgarferð þar sem ég náði að innbyrða meira áfengi á einni helgi en Boot Camp-Biggi hefur gert 5-6 árin.... segir hann sjálfur. Burt séð frá áfenginu þá er það á hreinu að þetta átak er hreint út sagt hlægilegt, hvað mig varðar. Þetta hefur hingað til ekki verið neitt helvítis átak... Jú jú ég tala mikið um að vera í átaki en hvað hefur maður gert... ikke en skid!

Ég get því ekki annað en tekið undir með Jóni Viðari.

 

Ég mun ekki drekka áfangi fram til 19. desember.

 

Ég veit að ég á eftir að sjá eftir að hafa sent þetta. Þýðir samt ekki að fara í átak og gera bara ekki neitt. Aðgerðarleysi mitt síðustu daga, er refsivert og það þýðir engan helvítis bjór inn fyrir mínar varir.

Þá er þetta orðið opinbert!!! Svei mér þá.. mig langar strax í einn kaldan....Crying


Þori varla að segja það...

En ég er að fara til köben núna á eftir. Ég og Klara sæta erum að fara á árshátíð Línuhönnunar og komum aftur á sunnudagskvöld. Búið að hræða mann með að danskir kaupmenn séu að klippa greiðslukortin og svo framvegis. Læt það ekki á mig fá og held af stað með Visa að vopni!! Búinn að senda mann að kaupa fyrir mig kassa af tuborg, því ekki ætla ég að borga 1200 kall fyrir bjórinn!!

Fer út sem stoltur íslendingur!!  Svei mér þá ef ég fer ekki í bol með mynd af Íslandi á!!  Grin  Núna heyrist e-ð í Ausu vinkonu minni!!!

Ha det godt!!!

277746080_1b8e4e97ab


DOGMA klikkar aldrei

 

Flottir nýju kreppu-bolirnir þeirra, smellið HÉR til að skoða!

 

sofa


Fróðárheiði

Sælar...

Er staddur á Fróðárheiði þessa daganna!! Hitti uppá heiði þennan ágæta mann sem var með rollu í bandi og 2 skíðastafi!!!!  Sæll, hélt að ég væri kominn eftir um 70 ár, fyrir utan gallann sem kallinn var í. Skildi ca 35% af því sem hann sagði!!

Auðvitað smellti ég af þeim mynd...

DSC00051

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC00052


Nýtt fyrirtæki - nýtt nafn

Línuhönnun sameinaðist 3 öðrum fyrirtækjum í gær formlega. Þá var nýtt nafn á fyrirtækinu kynnt.

Efla_CMYK_IL_isl


Hvað næst?

Ég er alveg að verða ruglaður í þessari fjármálaumræðu allri. Maður eins og ég veit ekkert hvaða áhrif þetta allt kemur til með að hafa á mig og mína. Nær maður að borga af húsinu og öllum þeim lánum sem fylgja manni? Annars breytast hlutirnir svo hratt þessa daganna að áhyggjur dagsins í kreppa2dag verða orðnar aðrar á morgun! Þá er nú kannski bara betra að hætta að hafa áhyggjur og sjá svo til hvernig þetta endar allt saman. Þykist vita að áhyggjur mínar hafa engin áhrif hvernig málin þróast og ég get lítið gert til að verja mig gegn þessum fjármála áföllum sem nú dynja yfir. Annað en að taka upp sparneytnari lífstíl.

Hef reynt að vera ábyrgur foreldri og rætt kreppumál við Ragnhildi. Sérstaklega eftir að hún kom heim úr skólanum um daginn og spurði mig af hverju við værum í djúpum skít!!! Þá hafði vinkona hennar í bekknum sagt henni að foreldrar hennar höfðu sagt henni að Ragnhildur (og hennar fjölsk.) væri í alvarlegum málum, eða bara "djúpum skít".   SÆÆLLLLL  Veit að þetta var nú ekki illa meint hjá þessu ágæta fólki, en maður verður víst að passa sig hvað maður segir við blessuðu börnin!!  Þau taka þessu á misjafnan hátt!

En nóg um krepputal!!! Þó tengt því.. Grin Ég er að fara vestur á Fróðárheiði að mæla. Fer í fyrramálið, laugardag. Alltaf gott að ná nokkrum aukatímum!!! Vona að draugarnir á Fróðárheiðinni nái mér ekki!!

Nýtt nafn á Línuhönnun verður kynnt í dag!!! Ég veit nú þegar nafnið og þykir það bara nokkuð flott!!

Verið þið sæl.. og góða helgi!!!!


"Guð blessi Ísland"

Sit núna og hlusta á enn einn fréttamannafundinn með Geir H. Haarde! Hvar enda þessi ósköp. Held að það sé best að segja sem minnst í þessum málum núna. Hlutirnir virðast breytast asi ört þessa daganna. Maður getur ekki annað en vonað það besta.

"Guð blessi Ísland" sagði Geir Haarde í gær og ég fékk þvílíka gæsahúð og hélt svei mér þá að þetta væri bara búið!!

Ástandið í Kvíslartungunni hefur ekki skánað nægilega mikið síðustu daga. Hjössi er bara ekki svo framtaksamur, það verður bara að viðurkennast. Henti samt upp tímabundinni borðplötu á eldhúsið í gær og setti vask í. Það er nú viss árangur!!

Talandi um Kvíslartunguna... Hvað í andsk. er bíllinn hennar Dóru Takefusa að gera fyrir utan húsið mitt?? Búinn að vera þarna í nokkrar vikur!

DSC00037


Þetta var þrusuræða!!

Hlustaði á hann í bílnum og svei mér þá.. Virkilega flott ræða og hann hefur án efa náð að tala kjark í margan Íslendinginn!!! Ég var allaveganna að fíla kallinn og greinilega Össur Skarp líka! Hann var að vísu ekki jafn ánægður með Guðna vin okkar.
mbl.is Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar nýjar..

..myndir hérna.

Finn samt ekki myndavélina mína og er með lánssíma. Sumar myndirnar eru ansi slappar og ekki í fókus.


Flutt!!!!

Við erum flutt í Kvíslartunguna!!!! 

Húsið tilbúið.. nei.

Íbúðarhæft?? Ja svona... Blush

Er að fara skila Spóahöfðanum á eftir og þar með lýkur þeirri sögu. Við Svanþór drukkum síðasta bjórinn og tókum síðustu tugguna í Spóahöfða 16 við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Ástandið uppí Kvíslartungu er svona la la. En ég vorkenni okkur ekki neitt. Það er fólk rétt fyrir ofan okkur sem býr í litlu hjólhýsi, með 3 börn og hund. Öll okkar föt eru í kössum og ekkert eldhús komið upp. Engar baðinnréttingar, og svo fraaaaaamvegis. En allt stendur til bóta og þó svo að þetta gerist hægt þá gerist eitthvað á hverjum degi. Það versta er að ekki er enn kominn upp vaskur á heimilinu. Ragnhildur er ekki að fíla það að þurfa t.d. að bursta tennur í krananum inní bílskúr. Handlagið fólk er velkomið í heimsókn og gera bara eitthvað.

DSC00151


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband