Hvað næst?

Ég er alveg að verða ruglaður í þessari fjármálaumræðu allri. Maður eins og ég veit ekkert hvaða áhrif þetta allt kemur til með að hafa á mig og mína. Nær maður að borga af húsinu og öllum þeim lánum sem fylgja manni? Annars breytast hlutirnir svo hratt þessa daganna að áhyggjur dagsins í kreppa2dag verða orðnar aðrar á morgun! Þá er nú kannski bara betra að hætta að hafa áhyggjur og sjá svo til hvernig þetta endar allt saman. Þykist vita að áhyggjur mínar hafa engin áhrif hvernig málin þróast og ég get lítið gert til að verja mig gegn þessum fjármála áföllum sem nú dynja yfir. Annað en að taka upp sparneytnari lífstíl.

Hef reynt að vera ábyrgur foreldri og rætt kreppumál við Ragnhildi. Sérstaklega eftir að hún kom heim úr skólanum um daginn og spurði mig af hverju við værum í djúpum skít!!! Þá hafði vinkona hennar í bekknum sagt henni að foreldrar hennar höfðu sagt henni að Ragnhildur (og hennar fjölsk.) væri í alvarlegum málum, eða bara "djúpum skít".   SÆÆLLLLL  Veit að þetta var nú ekki illa meint hjá þessu ágæta fólki, en maður verður víst að passa sig hvað maður segir við blessuðu börnin!!  Þau taka þessu á misjafnan hátt!

En nóg um krepputal!!! Þó tengt því.. Grin Ég er að fara vestur á Fróðárheiði að mæla. Fer í fyrramálið, laugardag. Alltaf gott að ná nokkrum aukatímum!!! Vona að draugarnir á Fróðárheiðinni nái mér ekki!!

Nýtt nafn á Línuhönnun verður kynnt í dag!!! Ég veit nú þegar nafnið og þykir það bara nokkuð flott!!

Verið þið sæl.. og góða helgi!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hej, Hjøssi.

Sé nu ekki af hvrju thú hefur áhyggjur, og ekki thetta med djúpa skítinn, ef thú skuldar allt í verdlausum Íslenskum krónum.

Hvernig heldurdu ad vid sem eigum okkar sparnad inn á bankareikningi í islenskum banka lídi núna, vid eigum á hættu ad sparnadurinn verdi ad eingu (fyrir utan thessar 3 mils sem eru tryggdar )

Væri notalegt fyrir ykkur ef skuldir yfir 3 mils væru bara gleymt og grafid thegar bankinn fer á hausinn.

Nú, góda ferd austur, og gamla hugtakid verdur ad vera med " thetta reddast"

Gben

Gben 10.10.2008 kl. 12:04

2 identicon

Úff ég meika ekki þessa djúpa skíts athugasemd!! Maður verður að passa sig hvað börnin heyra maður...

Berglind Bjarnadóttir 10.10.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Audrey

Í fyrsta skipti er maður ánægður að eiga nánast bara skuldir, ég vorkenni þessu venjulega fólki sem er að tapa ævisparnaðinum úffffff....

Á ekkert að fara að bjóða manni í kaffi í nýja húsið?

Audrey, 10.10.2008 kl. 19:15

4 identicon

Ég er sammála Berglindi... Látum ekki børnin fara ad hafa áhyggjur.... Thad er allveg nóg ad their fullordnu hafi áhyggjur af sínu.. og taki børnin inn í thad med edlilegum hætti.. t.d. med ad thad er ekki sjálfsagt ad eignast hluti sem voru sjálfsagdir í gær.... En thad verdur ad vera í rólegheitunum... Og ekkert med ad fólk tali hvort um annad svona eins og thetta fólk hefur gert... Léleg samstada...

Nú er ástæda ad standa saman.....  Knús frá DK..

erna tengdó 10.10.2008 kl. 21:45

5 identicon

Getur verið að faðir vinkonu Ragnhildar hafi orðið í öðru sæti á Andrés Andar leikunum hér um árið? Árið þegar þú skíðaðir niður brekkuna á einum fæti. Menn gleyma því seint.

Thunder 14.10.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband