19.1.2008 | 02:36
Hugmyndaleysi
Ég lofaði karlakönnun "von bráðar" en verð að viðurkenna að ég er háf hugmyndasnauður varðandi þau mál. Dettur ekkert skemmtilegt í hug. Kem samt með eina forkönnun sem einn maður benti mér á... Hvet alla kalla til að svara en vill samt taka fram að þá á önnur "karlakönnun" eftir að koma!´
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 21:15
Wörkerinn er vinsælli
Já skemmtileg könnun hjá Hjössanum. Workerinn virðist vera að stinga af í vinsældum. Held að konur hafi meira hugsað um svona wörker og látið sig svo dreyma.
En atkvæði fóru á þessa leið: 65% eða 13 völdu wörkerinn en 37% eða 7 völdu skrifstofugaurinn. Veit bara um 6-8 tjedlingar sem koma inn á þessa síðu reglulega og ég þykist vita nákvæmlega hvað þær sögðu....
Smá dæmi um hvað þið sögðuð:
Tinna: wörkerinn
Klara: wörkerinn
Ausa: skrifstofugaurinn
Berglind.. smá efins þar en ég skýt á wörkerinn líka.
Íris: skrifstugaurinn.. og sa videre. Þið ykkar sem viljið láta mig giska á svarið getið kommentað og ég svara um hæl hverju þið svöruðuð..
En karlakönnunin kemur von bráðar..
Góða helgi!
Hjössi litli
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
9.1.2008 | 12:38
Ný könnun og tvífarar dagsins
Bendi á könnun hér til vinstri fyrir kvenkynslesendur Hjössa mæló. Lofa kallakönnun í kjölfarið.
Tvífarar dagsins:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2008 | 09:49
Kominn aftur í baráttuna!
Jæja þá erum við komin heim úr ansi vel heppnaðri skíðaferð. Jedúddamía hvað það var gaman. En báðir fætur komnir á jörðina og húsabaráttan byrjuð aftur með tilheyrandi veseni. Ætla samt ekki að ræða þau mál núna. En talandi um ferðina þá setti ég inn nokkrar myndir frá jólunum og ferðinni. Þú smellir bara hérna ef þú hefur áhuga á að skoða!!
Langar að skrifa heila ritgerð um hversu mikið það fer í taugarnar á mér þessar kosningar í Bandaríkjunum. Þetta er stanslaust í fréttum og eftir hverja setningu frambjóðandanna þá verður allt vitlaust hjá áhorfendum.. ohhhhhh þetta er svo geðveikt. "Lets give America a new hope".. yeeeeeeeeeeeeehhhh woooo..." Æ þið vitið hvað ég er að meina!! óþolandi.. Hjössi grömpí á nýja árinu!!!
Timburmenn jólahátíðanna og ferðalaga í hámarki núna með greiðslu á vísareikningum og fleiru. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en bent er á reikning á mínu nafni fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða!!
Brjálaðar stuðkveðjur
Hjööööööö
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 18:10
Farinn á skíði
sælar
Nú er langþráður draumur að rætast.. ég er að fara með fjölskylduna út á skíði. Barnvænt skíðasvæði í Svíþjóð varð fyrir valinu en tek það samt fram að það eru líka off birst og svartar brekkur..
Ég gaf Klöru og Ragnhildi skíði í jólagjöf og reddaði mér einum alvöru í leiðinni.. Verð að láta þessa mynd fylgja víst ég á hana. Bætt inn einni mynd frá Salen..
Gleðilegt nýtt ár og vonandi hafið þið það sem allra allra best!
Luv Hjössi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2007 | 15:41
GLEÐILEG JÓL
Hjössi mæló óskar lensendum sínum nær og fjær gleðilegra jóla.. :) Læt mynd frá því í morgun fylgja!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 08:09
4 ára peyji
Já loksins varð Hrafn Elísberg 4 ára. Hann er búinn að tala svo lengi um að verða 4 ára að "núna er hann alveg að verða 6 ára" En ekki furða að drengurinn sé að verða hálf ruglaður á þessu afmælisstússi. Klara kom aðeins inn á það.
En til hamingju litli kútur!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 17:40
Flottasta bolaverslun landsins komin á netið!
Hvort sem þið eruð í Kringlunni, Laugaveginum, Akureyri eða bara við tölvuna þá get ég vottað að það er hægt að finna flottar jólagjafir á http://dogma.is/ . Kíkið á síðuna hjá Nefinu!! Flott síða.
DOGMA.IS
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2007 | 01:00
Smá brekka...
Sælar..
Lítið bloggað undanfarið en ansi líflegar "umræður" í kommentum. Síðustu dagar hafa verið strembnir. Húsamál ganga illa og um tíma fannst mér allt vera á móti mér. Án þess að ég sé að fara að rekja einhverja sögu þá er hægt að stikla á stóru. Allt annars gott af fjölskyldunni og allir heilir. Það er það eina sem skiptir máli. En vindum okkur að málefnum síðustu daga:
- Verkfræðingurinn búinn að vera í 4-5 mánuði að drullast til að klára sökkul og lagnateikningar fyrir neðri hæðina. Allt stopp á meðan. Hjössi hótar öllu illu eftir 32 kurteisisbréf. Teikningar skila sér loksins.
- Þurfti að laga sökklana, því loksins þegar sökkulteikningin kom var hún ekki nægilega vel gerð
- Jæja loksins eru sökklar steyptir.. Sama kvöld gerir fáránlegt veður og vinnuskúrinn "flaug" á nýsteypta sökklana. Vinnuskúrinn ónýtur en fór betur en á horfðist með sökklana.
- Gröfukall lofar að byrja að fylla á mánudaginn. Píparinn hefur BARA ÞESSA VIKU. Nei nei gröfukallinn ekki enn mættur og píparinn farinn að ókyrrast heldur betur. Kemst ekki í janúar!!
- Ekki náðist að gefa út rafmagnsteikningarnar, meistari Ingó fékk þursabit!
- Ég hættur að sofa fyrir áhyggjum.
- Og ég er rétt að byrja að byggja.
- Rafmagnið fór af Mosfellsbæ í brjálaða veðrinu. Uppþvottavélin (3 ára) meikaði ekki sjokkið og dó.
- Sjónvarpið farið að sýna allt í grænu
- Toyotan sem ég er með í láni bilar og ég þarf að fara með hana á verkstæði.
- Volvoinn kominn með enn eina veikina.. þarf að fara á verkstæði.
- Heimasíminn gaf upp öndina
- Þvottavélin hætt að nenna að vinda almennilega.
- Bíllinn sem ég var að kaupa og átti að vera kominn, seinkaði svo mikið og líka vegna veðurs, kemur ekki í tíma til að fá hann fyrir jól.
- Ég með skítinn upp á bak í vinnunni...
- Sæll eigum við að ræða þetta eitthvað???
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.12.2007 | 08:46
Úr einu í annað.
Magnað að veðrið hafi farið í 64 m/s í nótt. Sá að ástandið hafi verið verst við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Hugsaði þá til Júlla hér á LH sem býr þar og með nokkrar nýbyggingar í næsta nágrenni. Heyrði svo í fréttum í morgun að gasgrill hafi fokið inn um glugga einhversstaðar. Þar sem gasgrillið hans Júlla hefur nú farið í nokkrar ferðir sjálft, þá kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri grillið þeirra sem leitaði sér skjóls inni í stofu hjá þeim! Það hreyfði varla vind í Mosó í nótt. Enda svæðið alveg laust við vind og er rómað fyrir einstaka veðurblíðu.
En nóg um veðrið. Sat í sófanum heima í gær og aldrei þessu vant í flíspeysu... Þá lyktar Ragnhildur svona að mér og segir svo.. "það er svona pabbalykt af þér" ha? pabbalykt? hvernig er hún.... "Æji svona mælinga og gamlingjalykt" Hvað erum við að tala um hérna? Gamlingjalykt....? Þarf að heimsækja Geira sjampó og versla mér nokkra ilmi!!
Læt svo eina mynd af vinunum Jason og Hrafni Elísberg fylgja.. En þarna eru þeir félagar á leið heim eftir skemmtilega sleðaferð. (Hrafn: pabbi þetta var algör snilld).