10.2.2008 | 23:37
DEXTER
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 21:33
Grey Pólverjinn!!
Í þessu fáránlega veðri sem gekk yfir á föstudaginn sl þá var ég uppí grunni að moka snjóinn í burtu og flýta fyrir bráðnun. Ég fauk niður af sökklinum í einni kviðunni og átti í mesta basli með að fóta mig í þessum veðurofsa. Ef ekki hefði verið fyrir járnin sem standa uppúr sökklinum og ég gat gripið í, þá hefði ég endað úti á Seltjarnarnesi.. slíkur var vindurinn! Ég var sennilega eini maðurinn sem var útivið á þessum tíma og það hægðu allir bílar á sér þegar þeir keyrðu framhjá. Einn Range Roverinn keyrði alveg upp að lóðinni hjá mér stoppaði og jakkafatagengið sem var í bílnum glápti á mig í ca mínútu með skóflu í hönd, reynandi að standa í lappirnar. Ég horfði á þá og las úr augum þeirra.. "grey þessir pólverjar.. þeir eru látnir gera öll skítaverkin í öllum veðrum" Ég var ekki einu sinni á bíl sem hefði getað gefið til kynna að þarna væri ekki enn einn þrællinn að vinna! En vissulega smá örvænting í aðgerðum mínum sem sannaðist að strax um kvöldið byrjaði að snjóa og allt fylltist aftur! Veit núna hvernig pólverjunum líður þegar allir nýríku íslendingarnir keyra framhjá á glæsikerrum sínum.. margir í boði Avant eða Sp...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.2.2008 | 07:53
Íþróttir barna
Byrja oft á tíðum ansi snemma um helgar! Ósjaldan mæting uppúr 7 og í dag er það mæting 7:50. Þessi mót eru því ágætis aðhald á foreldrunum, langþráð segja sumir ...
Annars allt rólegt í spóahöfðanum og allir í ágætu standi. Hliðið á pallinum hreinlega sprakk þó af í vonda veðrinu á föstudaginn. Enn einn hluturinn sem þarf að laga áður en ég set á sölu. Ansi margt sem þarf að laga og ekki beint uppáhald hjá Hjössa handlagna!!
Jæja.. best að fara að renna af stað að horfa á Ragnhildi handboltahetju keppa! Nokkuð ljóst að hún er með "hæðina hennar mömmu sinnar" og því oft nokkrir sentímetrarnir í mun á henni og öðrum. Hún lætur það þó ekki á sig fá og "massar" þetta bara....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 09:15
Í dauða tímanum...
Ef þið hafið lítið að gera eða eru bara löt.. þá er þetta e-ð sem þið verðið að kíkja á. Myndbandið fann ég inná STRÁKARNIR og þetta er e-ð til að koma sér í gang á helginni. Frekar langt en vel þess virði að horfa á.
Tjekk ðis át:
http://www.youtube.com/watch?v=uPO3Q-bkbdo&eurl=http://strakarniir.blogspot.com/
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 12:14
Ja hérna...
Þetta virðist engan enda ætla að taka. Á meðan tíðarfarið er svona þá er ég stopp í framkvæmdum. Er búinn að vera stopp ansi lengi og allt að verða kreisí. Það hefur bara ekki komið þýða í nokkrar vikur. Þetta er auðvitað alveg að fara með Hjössa litla.... Menn að gefa mér lokafresti og fleira í þeim dúr. Veik von að það hlýni e-ð um helgina.. Þarf því að vera búinn að handmoka snjóinn í burtu úr grunninum. Málið er að ég get ekki þjappað eitt lítið fjárans hólf í húsinu og þ.a.l. ekki einangrað og steypt plötuna.. Það er smá séns um helgina að gera þetta .. Við vonum það besta.
Tacoman er á svo lélegum og litlum dekkjum að ég þarf að fara í breytingar. Hold da op hvað það er dýrt!!! bara 33" pakki er upp á 400 þús. Það er með köntum, dekkjum, felgum og vinnu. Bendi á frjáls fjárframlög fyrir þá sem vilja leggja þessu merka málefni lið!!
Læt svo eina mynd frá því í gær fylgja með. Var að mæla á Landeyjarsandi við Markarfljót þegar þetta gerðist.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 14:53
Rólegt á bílasölunni.
Það má nú með sanni segja að bílasalar finni fyrir samdrættinum í efnahagslífinu um þessar mundir. Ekki kjaftur að skoða og lítið að gera fyrir fyrrum Pizza kónginn, Svanþór Einarsson! En hann kann heldur betur að stytta sér stundirnar. Varð litið inn á Í blíðu og stríðu heimasíðuna í gær og sá þar allskonar skilaboð frá Svanna! Efffimmaði nokkrum sinnum yfir daginn og sá þá alltaf ný og ný skilaboð. Læt sýnishorn fylgja með!
Annars er það að frétta af svanþóri að hann hélt upp á 30 ára afmælið sitt á dögunum á botni Hvalfjarðar, var sáttur þrátt fyrir dræma mætingu!!!
En það eru ekki eintóm gleðitíðindi af Svanþóri. Hann tók því þó merkilega vel þegar Jóna Þórunn (29) kona hans til margra ára sagði honum að hún héti í raun Bárður (36). Svanþór hefur verið duglegur að leita huggunar á súpukvöldum Hjálpræðishersins eftir þetta og sagðist allur að vera að koma til.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2008 | 08:40
Skellur
Neiiiiii djöfulsins skellur er að lesa þetta.. Ég sem elska þessa konu og var að spá í að giftast henni. Snarhættur við.. Hún þyrfti samt að fylgjast betur með og skoða hvort það sé verið að veiða hval hérna núna!!
![]() |
Stjarna á fund sendiherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 22:30
Allt að gerast í Mosó!!
Ekki annað hægt að segja en það sé rífandi stemming í bæ allra landsmanna, Mosfellsbæ. Hornfirðingum var rúllað upp í Útsvari á Rúv áðan og á morgun er þorrablót sem nánast allir bæjarbúar eru að fara á. Óneitanlega skemmtilegur "sjarmi" yfir að svona margir skuli vera á leiðinni. Fordrykkur hjá leikskólagenginu, vinnunni hennar Klöru. Fordrykkur hjá gömlu UMFA leikmönnum. Fordrykkur í Spóahöfðanum og so on...
Til að fullkomna þetta þá eru Tinna og Daddi að koma í heimsókn á morgun og koma með á blótið. Tja það er gott fólk sem kann svo sannarlega að skemmta sér. Sjæse.. það koma nokkur ótrúleg kvöld upp í hugann á mér... ekki prenthæf!!
Bóndadagurinn í dag eins og flestir vita. Klara gaf mér gjöf.. bókina Eldaður maður.. Skýr skilaboð þar á ferð . Ragnhildur sæta koma svo heim og gaf bóndanum á heimilinu flott "heima er best skilti" sem hún gerði sjálf í smíði!!!! Hefði verið tilvalið að hella sér í nýju bókina þar sem Klara er einhversstaðar með vinkonum sínum, en það bíður betri...
Veriði sæl og góða helgi!!!
Hjössi
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 10:58
Snillingur
![]() |
Landsliðið sannaði galdranáttúru sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 03:03
Já sæll...
Eigum við að ræða e-ð þessi borgarmál??? Æj nei, samt að verða skrípaleikur.
Könnunin er gríðarlega jöfn og spennandi! Leyfi henni að hanga inni í smá stund til viðbótar.
Vaknaði upp við vondan draum áðan, mundi þá eftir fullt af lagnadóti uppí grunni og veðrið að verða kreisí. Þurfti því að bruna uppeftir og ganga frá því... eðlilegt?? Ekki sjéns að sofna aftur svo þá er bara farið að blogga.. blogg bloggblogg!! Horfði á skaupið núna um daginn og mér fannst það bara virkilega skemmtilegt. Kannski var það svona skemmtilegt af því að ég bjóst ekki við neinu, því flestir voru búnir að segja að það hafi verið lélegt. Kannski fannst mér það skemmtilegt af því ég er að verða húmorslaus?? Hver veit? Spennandi pælingar Hjössa mæló um miðja nótt!
Hrafn Elísberg orðinn lasinn og nokkuð vel í þetta skiptið. Hann er með ansi háan hita og svo gubbar hann eins og vindurinn! Grey kallinn!
Ekki bjart framundan hjá Klöru minni!!!! Össsshh.. Hvet ykkur til að skoða síðuna hennar!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)