Allt að gerast í Mosó!!

logo 

Ekki annað hægt að segja en það sé rífandi stemming í bæ allra landsmanna, Mosfellsbæ. Hornfirðingum var rúllað upp í Útsvari á Rúv áðan og á morgun er þorrablót sem nánast allir bæjarbúar eru að fara á. Óneitanlega skemmtilegur "sjarmi" yfir að svona margir skuli vera á leiðinni. Fordrykkur hjá leikskólagenginu, vinnunni hennar Klöru. Fordrykkur hjá gömlu UMFA leikmönnum. Fordrykkur í Spóahöfðanum og so on...

Til að fullkomna þetta þá eru Tinna og Daddi að koma í heimsókn á morgun og koma með á blótið. Tja það er gott fólk sem kann svo sannarlega að skemmta sér. Sjæse.. það koma nokkur ótrúleg kvöld upp í hugann á mér... ekki prenthæf!!

Bóndadagurinn í dag eins og flestir vita. Klara gaf mér gjöf.. bókina Eldaður maður.. Skýr skilaboð þar á ferð Errm . Ragnhildur sæta koma svo heim og gaf bóndanum á heimilinu flott "heima er best skilti" sem hún gerði sjálf í smíði!!!!  Hefði verið tilvalið að hella sér í nýju bókina þar sem Klara er einhversstaðar með vinkonum sínum, en það bíður betri...

Veriði sæl og góða helgi!!!

Hjössi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh djö.. öfunda ég ykkur af komandi súrmatsáti. Verð með ykkur í súranda.

Annar vildi ég benda þér á smá textarímix í borgarmálunum:!  http://www.strakarniir.blogspot.com/

Hils

B

Búddi 26.1.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband