25.1.2008 | 22:30
Allt að gerast í Mosó!!
Ekki annað hægt að segja en það sé rífandi stemming í bæ allra landsmanna, Mosfellsbæ. Hornfirðingum var rúllað upp í Útsvari á Rúv áðan og á morgun er þorrablót sem nánast allir bæjarbúar eru að fara á. Óneitanlega skemmtilegur "sjarmi" yfir að svona margir skuli vera á leiðinni. Fordrykkur hjá leikskólagenginu, vinnunni hennar Klöru. Fordrykkur hjá gömlu UMFA leikmönnum. Fordrykkur í Spóahöfðanum og so on...
Til að fullkomna þetta þá eru Tinna og Daddi að koma í heimsókn á morgun og koma með á blótið. Tja það er gott fólk sem kann svo sannarlega að skemmta sér. Sjæse.. það koma nokkur ótrúleg kvöld upp í hugann á mér... ekki prenthæf!!
Bóndadagurinn í dag eins og flestir vita. Klara gaf mér gjöf.. bókina Eldaður maður.. Skýr skilaboð þar á ferð . Ragnhildur sæta koma svo heim og gaf bóndanum á heimilinu flott "heima er best skilti" sem hún gerði sjálf í smíði!!!! Hefði verið tilvalið að hella sér í nýju bókina þar sem Klara er einhversstaðar með vinkonum sínum, en það bíður betri...
Veriði sæl og góða helgi!!!
Hjössi
Athugasemdir
Ohhh djö.. öfunda ég ykkur af komandi súrmatsáti. Verð með ykkur í súranda.
Annar vildi ég benda þér á smá textarímix í borgarmálunum:! http://www.strakarniir.blogspot.com/
Hils
B
Búddi 26.1.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.