Færsluflokkur: Lífstíll

Njósna Hjössi

Í gamla daga þegar maður var búinn að sjá bíómyndir þá var maður alveg kreisí in ðe hed strax á eftir. Man þegar ég sá bæði Breakdance 1 og 2 þá fór maður út að breika eins og maður ætti lífið að leysa. Eftir Rocky þá fór maður út að hlaupa og boxa. Langaði geðveikt á hestbak eftir Young Guns myndirnar og svo framvegis. Skellti mér í bíó aldrei þessu vant í gær. Fór að sjá síðustu myndina í Bourne röðinni. Fín mynd og alltaf gaman að fara í bíó. Eða oftast, ekkert svo langt síðan ég gekk út af myndinni Aviator.. Nohh pyt med det. Strax eftir myndina þá fann ég hvernig njósnarablóðið rann í mér og ég fór að pissa. Bjóst við að þar yrðu 5 sérsveitamenn sem ég myndi berja í spað með tilheyrandi hávaða og hljóðum eins og heyrðist þegar Bourne sjálfur var að lumbra á nokkrum óþokkum. Glotti við tönn þegar ég mætti eldri manni staulast út af settinu..  Engir sérsveitarmenn!!! En gott að vita að það sé svona stutt í "njósnarann" í mér. Það er þó betra að vita að það býr enn lítill gutti í Hjössa mæló!!!W00t

Over and Out

Hjössi yfirmaður Sortulyngs aðgerðarinnar....


Hmmmm?

Var að mælast aðeins upp á lóð áðan. Setti út lóðarmörkin og þau eru næstum úti á miðri götu. Ekki sérstaklega vinsælt hjá Hjössa mæló, ekki eins og þetta séu nokkrir hektarar þessi lóð mín. Auðvitað var það dokkjumentað alveg í þaula og hér má sjá sérlegan aðstoðarmann minn í mælingum, Klöru Survey standa á lóðarmörkunum!! Klara Beib

Væri gaman ef þið gætuð tekið þátt í könnuninni hér til hliðar í leiðinni... 

Gatan á samt ekki að vera nema 5m breið svo þetta á vonandi eftir að lagast... er það ekki annars? Maður spyr sig...

Síðasta helgi var ansi skemmtileg og fórum við í smá familíhitting í Borgarfirðinum. Þar var mikið fjör og ja hérna hvað ég gat hlegið mikið. Þakka Eddu sérlega fyrir sitt framlag þar!!!


Lottó

Fimmfaldur í lottóinu á morgun.. Djöfull væri ég til í nokkrar mills. Össhh hleyp á bleikum g-streng einum klæða um allan Mosfellsbæ ef ég fæ 5 rétta!

Hver vill ekki sjá það!!!!


Maraþon og meira til...

Sæl öll.

Jú ég lét verða að því og hljóp hálft maraþon á laugardaginn. Er mjög ánægður með að hafa látið slag standa. Þetta var alls ekkert svo erfitt, en langt var það. Fór mjög róleg af stað því ég vissi engan vegin hvernig ég yrði og hvort ég myndi alveg eipa á þessu. Fannst ég hlaupa endalaust langt austur á bóginn, þ.e. frá Seltjarnarnesi og gegnum allt gámasvæði Eimskips. Það var ekki fyrr en við fórum aftur upp á Sæbraut að ég gerði mér grein fyrir hversu mikið væri eftir. Gaf þá soldið í og fann að ég átti enn nóg inni. Hljóp á 1.55 klst sem er bara allt í lagi, algjörlega óundirbúinn. En virkilega skemmtilegur dagur og veðrið frábært. Ekki oft sem maður hleypur Sæbrautina í logni.. (geri ég ráð fyrir).

Menningarnótt á HressóFórum svo í bæinn um kvöldið og kíktum meðal annars á Jeff Who? og í skrúðgöngu með Dixiebandinu Öndini..  Já ótrúlega skemmtilegur dagur! Myndin er einmitt tekin átónleikum þeirra síðarnefndu. Þeir voru svo almennilegir að spila afmælissönginn fyrir Klöru..  Fleiri myndir í albúmi.

 

Verð aðeins að koma inn á tónleikana á föstudaginn.. Byrjum á Mugison!! MAGNAÐ!!!!! Vá hvað hann var góður, ótrúlega flott svona rokkað.. úfff. En svo var það Bubbi og gjaldkerinn.. Kjánalegt..  En Hold da op hvað Stuðmenn voru leiðinlegir. Eina jákvæða við þá var þegar þeir kölluðu Bó Halldórs,  Gesta-bó. En sjammón..fara þeir ekki bara að hætta??

Datt svo í hug á sunnudaginn að fara í gegnum geymsluna. Ja hérna er enn að berjast við hana. Dísús hvað ég var búinn að koma fyrir miklu drasli þar. Í miðri baráttu við kompuna, þá datt mér í hug að fara í gegnum forstofuskápin og henda nokkrum skóm. Endaði með að henda 66 stk þ.e. 33 pörum af skóm. Ég átti þar af 3 pör!. Heyrði í sífellu í huganum orðin "Ég á enga skó til að vera í" ... Best að segja ekki meira... Whistling

Veit ekki af hverju Klara kom upp í hugann á mér núna en sú var að fá sér nýja vinnu.. Til lukku með það skat!!

Horfði á Boot Camp Hell weekend áðan, ruddi það. Hugsaði samt að ég vildi að ég væri í svona formi að mér dytti í hug að fara í svona geðveiki. Langar að fara að koma mér í form. Hvernig væri að taka bara allan helvítis pakkann.. fara í ljós og fá sér strípur og lyfta eins og vindurinn!!!  hahaa Þvertanaður og helmassaður..  Svei mér þá, það ætti bara ekki við Hjössann. Var samt grimmt með strípur hérna í den, en náði bara aldrei að verða helmassaður! Aldrei að vita!!Cool

 


Ánægð??

Eftir að hafa lesið kommentið hans Örvars, þá rauk ég úr vinnunni og beint niður í Laugardalshöll og skráði mig í bloddí hálf maraþonið....  Ánægður Örvar? Ef ég meika þetta ekki á morgun þá verður þetta það síðasta sem þið heyrið frá mér..

Hangi því edrú í kvöld!!


Hmmmm...

Aðeins meira um þessa maraþon pælingu mína. Skellti mér einn hring um daginn. Fór þá ca 17 km en komst svo að því að þetta voru ekki nema kannski 15-15.5 km.  Það var ekkert svo erfitt en jedúddamía hvað það var leiðinlegt. Tek því bara gamla góða ræfilinn á þetta og fer ekki. Whistling  Þó nokkur skynsemi í þessu.. verð að viðurkenna að nárarnir á mér voru ekki alveg að fíla alla þessa km...  Nohhhh ekki orð meira um það. Ekki nema að þið viljið taka þátt í könnuninni hér til hliðar...  Crying

Menningarhelgi framundan og Ragnhildur að keppa í fótbolta alla helgina. Var frekar svekkt yfir að missa af hlaupinu og að fara ekki í bæinn. Verður því rólyndis helgi og svo sannarlega kominn tími á það. 

 


Daginn

Daginn öll sömul. Engin sudda byrjun hjá Hjössa á nýju síðunni. Stundum er þetta bara svona. Finnst oft betra að segja ekki neitt í stað þess að tuða.. Smile Er nefnilega í smá tuðátaki!!

Er búinn að vera að blóta sjálfum mér upp á síðkastið, er nefnilega ekki alveg að meika hversu hörmulegu formi ég er í. Sama sagan aftur og aftur... Hef örugglega áður blótað þessu á Hjössa mæló. En eftir marineringu sumarsins þá er maður farinn að láta á sjá. Ekkert nema grill og öl í öll mál. Svo var ég á nærbuxunum, yet again að tuða fyrir framan spegilinn og hrista á mér bumbuna þá sé ég að hárin í nefinu eru farin að bjóða góðan daginn líka. Þ.e. að þau eru farin að gægjast út!!   Sjámmón hérna!!  Ef ég myndi klippa þau, þá er ég opinberlega orðin gamalmenni!! Þannig að ég ýti þeim bara inn í bili...Whistling  Merkilegt hvað ég hef gott lag á að gera mig sexý með orðum einum.

Reykjavíkurmaraþon næstu helgi! Fékk einhvern masókistapúka í mig.. Hvernig væri að skrá sig í 1/2 maraþon, verandi í svona viðbjóðslegu formi?? Væri það ekki soldið fönní? Ef ég myndi klára það, væri það ekki pínu skita (týpískt Egill The Kid orð) á þá hlaupara sem æfa eins og rottur til að klára 1/2 maraþon? Æjj samt væri það frekar dapurt ef Hjössinn gæfist upp á miðri Sæbrautinni, orðinn fjólublár í framan. Er nefnilega óviss um hvort ég gæti þetta svona algjörlega óundirbúinn. Æji ég sé til. Bjöggu Magg þótti þetta ekkert sniðugt. Sú er að fara heilt maraþon í september í Berlín. 62 ára!! Eðlilegt??


Meiru aularnir

Nú áttu hlutirnir að gerast.. Það var ákveðið að fá pössun og skella sér í þetta reglubundna 1/2 árs bíó í kvöld. Hrafn Elísberg fór til Hlyns frænda og við fórum að skoða hvað væri í boði.... Sjámmón hérna!!!  Það eru bloddí sömu myndirnar í öllum bíóum. Annaðhvort var það vélmennamynd sem var einu sinni teiknimynd en nú orðið að bíómynd. Klara myndi sennilega fara frá mér ef ég hefði stungið upp á henni. Svo er það Simpson. Alltaf verið Simpson fan en ég er bara ekkert spenntur fyrir að sjá heila mynd í bíó. Sérstaklega eftir að Egill The Kid (fellow surveyor á LH (rétt um tvítugt)) sagði að hún væri "algjör sulta" eða e-ð álíka. Á erfitt með að skilja ungt fólk í dag. Ég segi "ha" í öðru hverju orði. Hann segir að ég eigi að fara í eirnamergsskolun en ég segi að hann eigi bara að tala íslensku. Það eina sem eftir var í bíó var Die Hard 14.. En hún var ekki fyrr en rétt fyrir 11 og þar sem það er aldeilis farið að síga á seinni partinn hjá mér þá er það sjálfgefið að ég fer ekki í bíó svona seint!

Til að gera langa sögu stutta, þá fórum við út á videóleigu og náðum okkur í ræmu. Klara sofnaði rétt eftir auglýsingar. Ég át heilan poka af fylltum lakkrísreimum og 431 M&M.

 Get hreinlega ekki beðið eftir næstu bíóferð!!


Nýjir tímar - nýjar áherslur

Sæl verið þið öll sömul.

Við hjónin sitjum hérna saman við borðstofuborðið, hvort í sinni tölvu og erum að búa til nýjar bloggsíður. Af hverju, hef ég ekki hugmynd en þetta sýnir sennilega hvað okkur er farið að leiðast. Ekkert að gera, hei af hverju að búa bara ekki til nýja bloggsíðu...

Veit ekkert hvort þetta viðmót er þægilegt eða ekki, það kemur bara í ljós. Ætli við séum að fara í gegnum sama breytingarskeið og Ausa fór í gegnum á sínum tíma??

En í dag lýkur sumri að margra manna mati og gott ef ég sé ekki bara sammála þar. Fæ sennilega Klöru ekki með mér í aðra útilegu þetta sumarið og þá finnst mér sumarið búið. Fórum í stutta legu í Úthlíðum helgina og þar brást veðurfarskunnátta mín illilega. Það var hávaða rok allan tímann, þ.a.l. var ekki kveikt í brennunni, enginn brekkusöngur, lítið sofið fyrir vindi og så videre...  Pökkuðum því saman eftir eina nótt og héldum heim á leið. Grilluðum svo bara í Spóahöfðanum í gær með Jónsa og Ausu.  Æbbi og Katla kíktu líka með Klöru og nýjasta meðliminn, Breka. 

Þó svo að sumri sé að ljúka þá þýðir ekkert að detta í þunglyndi!!  Spennandi tímar framundan í þessum húsamálum okkar og nóg um að vera. Æi.. hvern er ég að plata.. Það er total viðbjóður að sumrinu sé að ljúka.. Vel við hæfi að enda á þessum þunglyndisorðum...

Varðandi fyrirsögnina þá vissi ég ekkert hvað ég átti  skrifa.. Tengist svosem ekkert því sem ég var að skrifa.. hljómaði bara svo vel!!    :) 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband