Færsluflokkur: Lífstíll

Kveðja að norðan

Já búið að vera brjálað að gera hjá Hjössa litla upp á síðkastið. Er núna staddur á Mývatni í slyddu og 3 stiga hita, nánar tiltekið á gamla vinnustaðnum, Hótel Reynihlíð. Fagnaðarfundir að hitta Pjjjétur Snæ Halo, við voruð alltaf læk ðis..  II

Er að borga reikninga, skipuleggja húsmál og hringja í landeigendur hérna fyrir norðan. Hjössi smjaður á ekki í vandræðum með að smúðtokka landeigendur um að fá að leggja leiðarann!!!  Vorum við Laxárvirkjun í gær í hreint frábæru veðri. Hjössi með símann á lofti og tók mynd af einni könguló sem hét Kristin. Læt myndina fylgja.. soldið svona artí finst mér.

Meika ekki Klöru G sem setti símann sinn í þvottavélina í gær! Sími nr. 2 sem fer þá leið. En best að koma sér upp í Kröflu í 3 sinn í dag.. Alltaf gaman að "þeysa" á Patta gamla yfir skarðið. Held stundum að hann sé farinn í verkfall í bröttustu brekkunum..  Svo verður barátta við heiðarnar í kvöld þegar ég renni suður... Enga stund að renn'etta!

Ha'det

Kistín


Þá er komið að því!!

Limminn sem allir vilja er til sölu!!!!

Ísland er land þitt!

Merkilegt hvað þjóðsöngurinn er alltaf jafn skemmtilegur í dagskrárlok á sunnudögum. Fyllist alltaf stolti og stend upp og heilsa sjónvarpinu með einhverskonar nasistakveðju... Veit ekki af hverju, en vissulega er þetta frekar sikk!!

Strembin vika framundan og þarf sennilega að rjúka norður á land annað kvöld eða fáránlega snemma á þriðjudagsmorun. Á laugardaginn er ég síðan að fara í nudd í 1. skipti á ævinni!! Halelúja Helga Torfa hvað ég hlakka til. Er með mjög fastmótaða hugmynd hvernig nuddarinn verður.. Úff spáið í skellinum ef það verður e-r tuddi? ÖssshhhCrying

Ohhhhh  et ekki talað um Vækarana þessa daganna.. hræðilegt hvernig hefur gengið á þeim bænum. Ragnhildur spurði mig í dag af hverju ég héldi ekki bara með FH eða einhverjum sem vinna allaveganna stundum..En við vorum bæði brjáluð með úrslit dagsins!

Jæja best að fara að koma sér í háttinn, spurning um að taka nettan SPSS til að vinna úr öllum svörunum úr íþróttanördakönnuninni fyrst??? Serverinn hlýtur að hafa gefið sig við alla þessa þátttöku!!!  Alveg 3 búnir að svara!!


Íþróttanörd??

Þetta er að vísu nördóÉg og Klara áttum mjög athyglisvert samtal áðan yfir og eftir kvöldmatinn. Ég byrjaði á að segja við Hrafn Elísberg hvort hann ætlaði ekki að vera stilltur unglingur. Þá sagði Klara, ætli hann verði svona íþróttanörd.... EINS OG ÞÚ!! Tjah... Bíddu bíddu.. Eins og ég?? Þá upphófust miklar umræður um mig og hvernig ég var á mínum yngri árum. Klara talaði um að ég hefði verið svona íþróttanörd, Klara: "ég er sko ekki meina þetta illa" ég: "bíddu var ég þá eins og háskólastrákarnir í bláu jökkunum í bíómyndunum?" Klara: "já eiginlega" Úffff þvílíkur skellur! Var ég íþróttanörd? Var ég eins og strákarnir í bíómyndunum?? Klara vildi meina að ég hefði litið niður á alla sem voru ekki í fótbolta eða handbolta.. Hmm FootinMouth það er kannski smá til í því en ég vill samt ekki meina að ég hafi verið nörd? Er það?? Vill frekar meina að ég sé að verða meiri nörd með árunum en það er kannski óskhyggja, því mér finnst nördar yfirleitt frekar klárir. Langar að vera klár gaur! Ekki íþróttanörd!

Fékk mig vissulega til að hugsa aðeins til baka... Fjandinn var ég ekki smá töffari? Eða var ég hinn týpíski íþróttanörd??


Vá hvað það var gaman..

Á tónleikunum í gær!!!

Uppgjör við æskuna sagði einhver og svei mér þá ef það hafi ekki verið rétt. Tók marga slagara og við létum eins og fávitar á tónleikunum. En virkilega "gott gigg" eins og þeir í bransanum segja og ég læt eina mynd sem ég tók af kappanum fylgja.

Norður aftur á morgun og stefnan sett á að velta hjólinu ekki í þetta sinn!

óver and át

Rokkari


Stutt stopp heima

Sælar...

Kominn heim eftir stutta vinnutörn fyrir norðan. Alltaf jafn gaman að koma á Mývatn og þar í kring. Náði að sjálfsögðu að velta 6-hjólinu og tók netta Gumma Gumm rúllu þegar það valt.  Fer aftur á mánudaginn svo þetta er stutt stopp heima. Skemmtilegt kvöld framundan með Chris Cornell, Nonna og Bjössa!!  Þar verða nokknar vvööööö línur teknar í kvöld, það get ég vottað!! Vvöööööö

vvöööööööW00t

 

Skemmtileg vinna!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klaufi...


Akureyri - Krafla

Verð þar restina af vikunni...  Er að leggja af stað keyrandi núna. Gaman að því. Löng leið fyrir höndum, en "enga stund að renna þetta".

 Ha det.. 

 


Ása í Víkina!!

Magnað að sjá Fjölni sigra Fylki áðan. Fjölnir voru að mínu mati hættulegri allan tímann og áttu sigurinn skilið. Greinilegt að sjúkraþjálfinn geðþekki er að gera frábæra hluti. Spurning um að fá hann í Víkina. Þarf nú e-ð að fara að gerast á þeim bænum ef menn ætla að halda sér í deildinni. Svart útlit þar.. Fór heim í hálfleik í gær á móti Val. Djö.. ég var brjálaður og nenni ekki að væla yfir því núna.

Til lukku Fjölnismenn!!


mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nau nau nau.. sjáið kallinn!

Feiti langhlauparinn

Loksins loksins

Jæja þá er þetta loksins komið í gang.. Nú fara hlutirnar að gerast (vonandi)...

Mokað eins og vindurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband