Fín helgi!

Já þó svo að kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum þá var þetta aldeilis fín helgi. Reyndi að gera e-ð heima og byrjaði á að parketleggja!! Gekk fínt í byrjun þangað til að ég varð var við mikinn hæðarmun á gólfinu. Var búinn að negla parketið niður... Ákvað eftir samráð við mér vitrari menn að betra væri að líma helvítið niður (neglingin var samt ráðlögð af mér vitrari mönnum). Reif því allt upp  og er því á byrjunarreit aftur þar. En hengdi upp nokkur ljós, fékk Sævar með mér í lið og smiðað var handrið á svalirnar. Temporary handrið en geri samt ráð fyrir að það muni verða í dágóðan tíma!! Hurðin inn í þvottahús komin upp og nýjir húnar á útidyrahurðirnar.. Sæbbi rokk á heiðurinn að þetta var sett í framkvæmd! Handlaginn sá djöfull!!

DSC00446DSC00449


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sævar er búinn að vinna sér inn nokkra öla á svölunum í sumar. Best ég hendist í leiðangur á eftir og kaupi tvo stóla svo ég geti setið með honum þar.

Klara 27.4.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Já nei nei, það verður ekkert keypt. Þú kaupir kannski nokkra öla.. en ekkert dýrara en ca 280 kr stk.  Nú smíðum við bara allt!!

Hjörtur Örn Arnarson, 27.4.2009 kl. 13:15

3 identicon

Góðir!

Búddi 27.4.2009 kl. 19:12

4 identicon

Ég get nú mætt með verkfærin fyrst að það er öl í boði.... jafnvel lumma :-)

Þarf ekki meira til þess að koma mér af stað.

H-Tbag 29.4.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband