25.4.2009 | 09:47
Gleðilega hátíð!
Ég hreinlega elska kosningar!! Já elska þær. Ég er að spá í að klæða mig upp eins og gamla fólkið og fara í mitt fínasta. Mér finnst svo gaman að fara á kjörstað.. þríf auðvitað bílinn fyrst, skandall að mæta á skítugum bíl á kjörstað, hitta fullt af fólki og málin eru rædd. Væri líka til að fara í kosningakaffi en vandamálið er að ég veit ekki en hvaða kosningakaffi ég ætti að fara í!! Er skráður í Sjálfstæðisflokkinn en eins og áður sagði enn ekki ákveðinn. Er búinn að ákv. að ég mun ekki gefa upp hvað ég kaus! Ég ætla samt ekki að kjósa Samfylkinguna, V-græna, Frjálslynda eða Lýðræðishreyfinguna! Þar hafið þið það! Ragnar Reykás hvað...
Niðurstaða Könnuninnar segir meira en mörg orð um mína vini. Það er hægri slagsíða í vinahópnum og D listi fékk flest atkvæði og S-listi næstflest. Ég vona að allir nýti kosningarétt sinn og kjósi eftir eigin sannfæringu! Það er ekki hægt að kjósa vitlaust!!
Eigið þið góðan dag og munið að kjósa!
Kosninga-Hjössi!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.