6.3.2009 | 09:51
Bara til að losna við Dabbann!
Já Davíð búinn að fá að vera fyrsta frétt ansi lengi. Menn misjafnlega ánægðir með þá færslu.
En allt gott að frétta héðan, við búin að vera dugleg á skíðum upp á síðkastið og fórum síðast í gærkvöld. Sæll það var kalt. Samt alltaf jafn gaman. Það er bara fátt betra finnst mér en að vera uppí fjalli og gleyma stað og stund...
Ég rakaði af mér hárið um daginn, ekkert svo hræðilegt sagði Klara! Tek því sem komplimenti. En ég viðurkenni þó að ég er mun skárri með hárið! Svo varð Jumboys bikarmeistarar utandeilda um síðustu helgi. Skemmtilegt að vinna loksins e-ð... Þó það sé í utandeild. Erfitt að vera Víkingur síðustu ár...
Aldeilis góð helgi framundan. Daddi, Tinna og börn á leiðinni í heimsókn. Alltaf jafn gaman að fá þau í heimsókn. Svei mér þá ef við sláum ekki á Búdda þegar líður á!! Ætla elda e-ð gott fyrir þau, e-ð sem átt hefur foreldra var eina skilyrðið sem Daddi setti.
Læt eina mynd af þeim mæðgum í stólnum fylgja!!
Góða helgi!!
Athugasemdir
Aaaahhh, það var gott að þurfa ekki lengur horfa á smettið á Dabba....mikið skemmtilegra að sjá myndir af skíðaköppunum! Það væri nú gaman að vera með ykkur um helgina, þið drekkið bara einn auka bjór fyrir okkur í staðinn...;)
Farðu nú vel með litla ungann sem þú ætlar að elda...
Gunnþóra 6.3.2009 kl. 11:19
Sæææælllll,
Vona bara að þetta endi ekki í mexíkó kjúklíngos súpu, cammarero! Vona líka að þú skorir á Dadda í framboð á móti Árna "$$$Johnsen$$$. Ég ligg við hátalarana spenntur eftir símtali dauðans. Hils frá Århus.
B
Búddi 6.3.2009 kl. 21:50
Ég skil ekki hvað þú ert alltaf að kvarta undan því að vera víkingur og fá aldrei titla í hús.
Veit nú ekki betur en Guðmundur Stephensen sé búinn að raða inn eins og 16 íslandsmeistaratitlum
í röð fyrir ykkur Víkinga
Kristinn 8.3.2009 kl. 17:56
Góður punktur... Þökkum Guði fyrir Guðmund Stephensen!!
Hjörtur Örn Arnarson, 8.3.2009 kl. 19:46
Borðtennis telst ekki með - frekar en pílukast eða annað álíka hobby.
Klara 8.3.2009 kl. 21:12
Klara! Hvað næst! Ætlar þú að fara segja að skák sé ekki íþrótt?!?!!
Kristinn 10.3.2009 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.