16.2.2009 | 10:54
Menningar Hjössi
Já menningar Hjössi var aktífur þessa helgina. Fór og sá Íslenska dansflokkinnog líkaði bara svona stórvel. Live tónlist í sýningunni sem var hrikalega flott. Dúndur rokk og maður sá oft gamla fólkið hrökkva við þegar trommurnar voru lamdar. Mér fannst kynþokkinn hreinlega leka af þessu liði (þ.e. dönsurunum, sorrý Addi).
Svo var menningarsamkoma heima hjá mér á laugardaginn. Dansað og sungið eins og enginn væri morgundagurinn! Á nokkur videó af Bjarka Sig að dansa "eggjandi dansa"....
Hrafn og Ragnhildur eru þessa daganna að missa sig í Abba Singstar og dúndrandi Abba stemming alla helgina heima! Stórkostlegt að heyra Hrafninn taka lög eins og Fernando (held að það heiti það) þar sem textinn er ekki alveg á hreinu en "útlenskan" gjörsamlega á tandur hjá honum. Ragnhildur orðin mun sjóaðri í textunum. En held því miður að Hrafninn hafi fengið röddina mína, grey strákurinn!
En talandi um menningarsamkomu... Á laugardaginn er gamli vinahópurinn með "Unsuretrip 2009" og það verður e-ð... Meira um það síðar...
Eigið þið góðan mánudag öll sömul!!
Athugasemdir
Hvað er að þér þarna Hjössi?
Hvernig dettur þér í hug að fara að sjá íslenska dansflokkinn? Ertu veikur?
Ríkisstyrkt rusl - sem á að leggja niður á krepputímum.....eða láta þetta lið sjá sjálft um að borga þessa þvælu sína, en ekki vaða ofan í vasa skattborgara.
Ég er orðlaus Hjössi yfir þessu hjá þér og mun hér með gera 3ja vikna hlé á vinskap okkar.
Keisarinn 16.2.2009 kl. 21:40
ahhaha fjandinn 3 vinkna hlé!!! Ætlar þú e-ð að vera með Gilla á meðan?
Hjörtur Örn Arnarson, 17.2.2009 kl. 11:30
Hvurslags er thetta, var ad lesa kommentin á seinni færslunni hjá thér Hjørtur, og ætladi ekki ad blanda mér. En svo kíkti ég á thetta komment.. Hvada heift er komin í landann.. Fólk má ekkert ordid, thá er fundin reidi.. Hvad má? Thad hlítur ad thurfa ad halda áfram med lífid, og afhverju ekki ad reyna ad gera thad á jákvædan hátt.. Ég held ad vid eigum ad styrkja listina í landinu, ítróttirnar í landinu, og allt sem fólk getur gert sér til skemmtunnar, sem kostar ekki mikid fyrir heimilin.. Annars kodnum vid nidur... Er thad betra??
Erna tengdó 21.2.2009 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.