19.1.2009 | 09:15
Skíði!!
Snjór plís var fyrirsögn síðasta bloggs, og viti menn það kyngdi niður snjónum í fjöllin og Bláfjöll voru opin á sunnudaginn. Við skelltum okkur auðvitað á skíði og nutum góða veðursins!! Frábært færi og allt eins og það á að vera. Vantar enn snjó en á meðan nokkrar lyftur eru opnar þá er ég ánægður. Mér finnst samt lyftukortin vera orðin helvíti dýr!! 2000 kall á fullorðinn! Er þetta bara ég eða er þetta ekki frekar dýrt?
Hrafn var ánægður með nýju skíðagræjurnar sem hann fékk frá afa sínum og ömmu en hann var ansi upptekinn af öllu brettaliðinu sem var í fjöllunum. Hann fer þá bara á bretti seinna!!
Sama sagan með Ragnhildi, maður kveður hana bara við bílinn og svo skíðar hún bara eins og vindurinn þangað til að við förum heim. En góður dagur í brekkunum í gær og stefnan er að fara aftur eitthvað kvöldið núna í vikunni! E-r með??
Bláfjöllin í gær!
Athugasemdir
Ég er með í næstu viku ef það verður opið. Eigum við að segja þriðjudagskvöldið 27. jan???
Kv. Nonni
Sem verður bara á sjóskíðum af því að Hjörtur nennir ekki að reddonum skíðum:(
Nonni 19.1.2009 kl. 15:44
Ísí mæ frend!! Ég er að vinna í þessu!!! Fékk um daginn skíðin hans Bjössa Hák. Er ekki enn búinn að skila þeim. Spurning um að ég selji þér þau bara!!!
Hjörtur Örn Arnarson, 19.1.2009 kl. 15:59
Heyrdu!! Seldu tau strax..:)
erna tengdó 21.1.2009 kl. 20:16
buinn ad kaupa skidi fyrir tig vinur!
hoa 21.1.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.