17.1.2009 | 11:14
Snjór plís!!
Ég er farinn að þrá að komast á skíði og vonandi kyngir niður snjó í fjöllin núna. Vorum meira að segja að spá í að keyra á Sauðarkrók til að komast á skíði.
Ég skellti mér á skíðamarkað Víkings um daginn og fjárfesti mér í notuðum 1 árs gömlum skíðum. Held svei mér þá að þetta séu fyrstu skíðin sem ég kaupi mér í 20 ár!!
Ef það opnar ekki bráðlega í fjöllunum hérna fyrir sunnan þá verður mjög fljótlega farið e-ð norður í land á skíði. Þarf bara að finna mér ódýra gistingu og þá er ég farinn! Merkilegt hvað ég er e-ð æstur að vera einhversstaðar annars staðar en heima hjá mér þessa dagana! Held að það sé vegna þess að ég á eftir að gera svo mikið hérna heima og ég bara nenni því ekki!! Eeeeeennnnnn í alvöru talað þá verð ég að fara að gera taka mig til og allaveganna parketleggja svefnherbergið! Jú og flísaleggja anddyrið.. og græja bílskúrinn og þvottahúsið... ohhhhhhhhhhhhhh. Best að fara bara e-ð!!
Annars allt gott héðan, rólegheitar kvöld í gær, snemma að sofa og sofið út!! Núna er bara verið að drekka kaffi, blogga, lesa blöðin og hafa það gott í nýja notalega hálfkláraða húsinu okkar..
Góða helgi!!
Athugasemdir
Sæll félagi
Já það er merkilegt hvað það getur verið mikilvægt að vera einhverstaðar annarstaðar en heima hjá sér, sérstaklega þegar þarf að gera eitthvað þar...
Er ekki máli að kallinn komi suður og hjálpi þér með að henda parkettinu á gólfin. Ekkert er betra en "einn" kaldur þegar maður er búin að vinna inn fyrir honum. Nema kanski einn kaldur og feit tugga með ;)
Heyrðu bara í mér gæskur, finnum bara einhverja fríhelgi hjá mér á næstunni og ég mæti með smíðasvuntuna...
Kveðja að Austan
Mælstone
Steini Mæló 18.1.2009 kl. 01:12
Vá ekkert smá flott bod hjá Steina mæló..
Erna Braga 18.1.2009 kl. 16:25
Sæll kallinn,
Heyrðu andskotans vesen að ég hafi ekki fattað að láta þig kaupa líka skíði handa mér.
Er einhver sjens að þú getir reddað kallinum??
Kv. frá Thailandi
nonni 18.1.2009 kl. 18:17
Já sæll!! Það er aldeilis boðið Steini!!!
Djöfull væri fínt að taka eina helgi í Tungunni!! Ég myndi kaupa ca 8 poka af kúlum, endalaust af kaffi og öli og hlaða upp tóbakinu!!! össhh Spurning um að hóa saman sörvei + geotekk liðinu í leiðinni???
En var þetta skrifað í einhverju öl/bjartsýniskasti?? kl 1:12 aðfaranótt sunnudagsins...
Hjörtur Örn Arnarson, 19.1.2009 kl. 09:06
Fæ aldrei bjartsýnisköst, er ávallt bjartsýnn. Var reyndar búinn að fá mér einn kaldann en boðið stendur fyrir því...
Kv. Mælstón
Steini mæló 19.1.2009 kl. 10:25
Takk fyrir að svara bara Steina en ekki mér.
En ef ég býðst til að hjálpa til þessa helgi sem Steini mætir, ætlarðu þá að reyna að redda handa mér skíðum????
Kv. af ströndinni
Nonni 19.1.2009 kl. 15:41
Sorry Nonni minn, var búinn að svara í nyja blogginu. En ef þú kemur þá redda ég skíðunum. En til að svara þér þá er ég að vinna í þínum málum.
En vel gert Steini!! Þú nefnir bara tímann og ég fer beint út í "kaupfélag" að kaupa kúlurnar!!!
Hjörtur Örn Arnarson, 19.1.2009 kl. 16:44
Vo, bara bjart framundan i Tungunni!
Klara 19.1.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.