Árið gert upp - drykkjumaður ársins!

Fékk allt í einu þá hugmynd að gera árið upp í nokkrum liðum. Fyrsti liðurinn er drykkjumaður ársins. Gerð var viðamikil könnun á hverjir stæðu uppúr hjá fólki sem drykkjumenn ársins. Það er skemmst frá því að segja að það voru 2 aðilar sem stóðu uppúr sem ótvíræðir sigurvegarar.

Það kom fáum á óvart að þeir kumpánar, Örn viðar (Össi stútur) og Kobbi Lee skildu bera höfuð og herðar yfir aðra í þessari vísindalegu könnun. En gera má ráð fyrir að að 45-50 helgar hafi steinlegið hjá þessum tveim þetta árið.

Óskum þeim hjartanlega til hamingju!!

Vegna bilunar í myndaforriti hjá mér verð ég bara að bjóða upp á mynd af netinu. Þar eru þeir félagar í kunnuglegum stellingum!! Smellið hér til að skoða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir tveir, eru einu menn lansdsins sem gætu fengið mig til að opna flöskuna aftur. Þeir eru svakalegir!

Tóti Tyrfings 30.12.2008 kl. 11:30

2 identicon

Frábært ár hjá þeim félögum. Mynnir mig á árið sem ég átti með Haukunum hérna um árið. Til hamingju strákar!

Skari

Óskar Ármanns 30.12.2008 kl. 11:31

3 identicon

Þú ért rétt Óskar. Frábært þessir strákar.

Petr Bamruk 30.12.2008 kl. 11:33

4 identicon

Ég sé sjálfan mig í þér Örn.

Jakob hefði ég viljað móta sem fótboltamann hjá mér upp á skaga.

Óli Þórðar 30.12.2008 kl. 11:43

5 identicon

Hvað er að þér þarna Hjörtur Örn?

Ég hlýt að standa framar en vinur minn hann Jakob. Ég þykist vita að hann drekki mikið, en alls ekki eins illa og ég.

Örn Viðar 30.12.2008 kl. 11:52

6 identicon

Til hamingju drengir, sannarlega vel að titlinum komnir enda báðir bestir á böllum

Bubbi 30.12.2008 kl. 12:59

7 identicon

Hann Örn er aumingi.

Grétar Júll 30.12.2008 kl. 13:58

8 identicon

Já já - þetta er svona.

Ég held að þessir tveir menn eigi þennan titil einir og sér.  Það eru fáir sem keppa við þessa menn nema þá kanski Hlynur Morthens og Siggi sæti. 

Þetta eru um 50 helgar sem ertu teknar á ári og við það er bara ekki hægt að keppa.  Þetta er bara eins og að koma boltanum fram hjá Sigmari Þresti þegar hann er í stuði, algjörlega ómögulegt helvíti og ekki reynandi.

Bamruk hittir naglann á höfuðið hér að ofan þegar hann segir að þessir strákar séu frábært.  Það eru orð að sönnu hjá Tékkanum andlitsskakka.  Gréssi fer aðeins fram úr sér þegar hann segir son sinn aumingja.  Það er nú ekki svo, þótt innistæðan sé kanski ekki upp á marga fiska eins og hjá Júlíusi Hafstein og Secca í Mexx.  Hann á þetta til sá gamli, að fara fram úr sér og hreinlega geðbilast þegar Örn er annars vegar.

Annars óska ég ykkur gleðilegs nýs árs og set fram hér ágiskun að drykkjumenn ársins 2009 verða þeir Hjörtur Örn og Þröstur Leó.

Jón Viðar 30.12.2008 kl. 14:04

9 identicon

Ég segi nú bara Áfram Latibær.

Goggi Mega 30.12.2008 kl. 14:05

10 identicon

hann Jakob hafsteinn sigurvegari það er ljóst og á hann skilið helgarferð á hótel örk með Geir ólafs mér skilst að Bjögga Magg bjóði uppá uppáferðir milli fjegur og átta allar helgar fram til páska

Gísli felix 30.12.2008 kl. 14:10

11 identicon

Hvaða fjandakornsdella er þetta sem hér er rituð?

Þarna þykir mér illa vegið að þeim stallbræðrum Erni og Jakobi sem héngu þurrir allt fram á útmánuði.

Merkilegt að horfa á þá "broddborgara" sem bera brygsl á dúettinn góða - þá Hjört Örn og Jón Viðar. Þetta eru sömu menn og hafa verið með dólgslæti hvert sem þeir hafa komið allt árið um kring. Aldeilis til fyrirmyndar þeir.

Gee Hustler 30.12.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband