17.12.2008 | 13:13
2 dagar til stefnu. + Ný könnun.
Átakið "Hrikalegur 2008" fer senn að ljúka. Það skal viðurkennast að ég er langt frá því að vera hrikalegur, enda var nokkuð ljóst að það var ekki raunhæft. Ég er samt á réttri leið varðandi þau markmið sem Biggi í Boot Camp setti okkur. Ég hef reynt að passa mataræðið án þess að vera með einhverja öfga. Ég gær kom smá bakslag... það skal bara viðurkennast hér á alnetinu... Ég fór á helvítið hann Mc Donalds og þar voru hamborgarar étnir. Þetta spurðist auðvitað út og rétt í þessu fékk ég póst frá einum ónefndum í hópnum sem er í þessu veðmáli:
Hjörtur.
Ertu vangefinn? Hvað fær menn til að éta tvær stjörnumáltíðir (Ekki alveg rétt - innskot Hjössa)á McDonald´s 3 dögum fyrir Moment of Truth?
Biggi - ég krefst þess að hann fái mínusstig í kladdann hjá þér - og einnig fyrir alla víndrykkjuna undanfarið. Þetta kann að vera erfitt fyrir þig þar sem Hjörtur er að reyna að múta þér og útvega þér barnapíu til að standa sig betur í mælingunni. Ég er að hugsa um að kæra þetta mál - þetta er grafalvarlegt.
Á meðan við xxxxx og Xxxx leggjum djöfulinn sjálfan að okkur og æfum eins og skepnur er Hjössi bara fullur og á McDonald´s þess á milli en kemur örugglega sem sigurvegari út úr þessu, langflottastur.
Hjörtur - þín samviska veldur mér vonbrigðum og þinn göldrótta spil sem þú virðist vera farinn að spila, mútandi manni og mús, veldur mér enn meiri vonbrigðum.
Það er ljóst að þú færð aðeins einfaldan vodka á föstudaginn.
Kveðja,
XXXXXXX
Það er ljóst að kapp er í mönnum.. fyrir þessa hamborgara í gær hef ég ákveðið að refsa mér grimmilega með lyftingum og útihlaupi. Vandamálið mitt er þó það að ég hef lést of mikið og má því ekki við að brenna miklu. Ef refsingin stendur.... Því lofa ég.
Moment of Truth á föstudaginn kl 08:00.... Þá kemur í ljóst úr hverju menn eru gerðir!!
kv.
Hamborgara-Hjössi
PS. Ný könnun hér til vinstri!!!!
Athugasemdir
Ég tek undir þetta bréf frá nafnlausum. Þú ert montrass og fantur Hjössi.
Gee 17.12.2008 kl. 13:36
Ég styð þig heils hugar í þessari miklu baráttu, sumir eru bara betri frá guði gerðir...erfitt að gera eitthvað í því.
Örvar 17.12.2008 kl. 15:12
Ég væri til í að gera við þig samning hjörtur
Einsi
Einar Bárða 18.12.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.