Fallinn Félagi...

Össshh Derrick minn eini vinur fallinn frá. Þeir voru ófáir þættirnir sem maður horfði hérna í den. "Was hast hier passiert??" Sagði sá gamli alltaf þegar hann mætti á svæðið.

Sendi þeim frændum Júlíusi og Jakobi Hafstein samúðarkveðjur, en þeir tveir voru dyggir aðdáendur Derricks og eiga gott safn þátta á VHS spólum...

 


mbl.is „Derrick“ látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta þykir mér leitt að heyra og pabbi er búinn að gráta í allan dag enda oft líkt við Harry Klein.

Annars er spurning þegar maður les fyrirsögnina hvort hann sé dáinn eða bara í felum.

 Kv. Nonni hrikalegi

 ps. Hjössi, á ekkert að koma með pistil um 19. desember????

Nonni 15.12.2008 kl. 20:28

2 identicon

Hvar faldirðu félagann?

Annars hélt ég að Derrick hefði fallið frá fyrir einhverjum árum...svo fréttin kom mér mikið á óvart! 

Gunnþóra 15.12.2008 kl. 20:56

3 identicon

Mig minnir að þetta sé í þriðja skiptið sem að fréttir af andláti Derricks hafa spurst út.

Ef ég man rétt þá var það síðast alnafni hans sem féll frá og olli fjaðrafokinu og svo í fyrsta skiptið held ég að það hafi verið eitthvað klúður hjá dagblaði (eins og fyrirframtilbúin minningargrein birt óvart og þess háttar).

Ég man hins vegar mjög vel eftir því að skömmu eftir að fréttirnar af andlátinu birtust síðast þá fylgdi í kjölfarið leiðrétting með yfirlýsingu frá meistaranum þar sem hann sagðist vera á lífi en væri farinn að lengja eftir dauðanum.

-Hann var víst orðinn saddur lífdaga, karlinn, svo ég býð honum bara góða ferð og mun skála fyrir honum við næsta tækifæri.

Alliat 16.12.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Vá... hvernig er hægt að klikka svona í fyrirsögn... Og hvað þá þegar maður asnast til að blogga e-a frétt!! Skandall!!!

Hjörtur Örn Arnarson, 16.12.2008 kl. 09:16

5 identicon

Es tut mich leit.   

þessi orð eiga vel við í ljósi þess að þetta sagði karlinn alltaf þegar hann tilkynnti aðstandendum um lát fórnarlambsins

BH 16.12.2008 kl. 10:10

6 identicon

Haben sie eine geswoster?

G.Gubb 16.12.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband