20.11.2008 | 10:14
Start of Level seven.... Bíp!!
Sæææll Munið þið eftir þessu???
Ekki beint það skemmtilegasta sem maður gerði. Ég var samt einn af þessum lúðum sem hljóp alveg fram í rauðan dauðann!! Hélt alltaf að ég ætti skólametið, en nei nei, þá kom badminton liðið, Nilsen gengið og rúllaði mér upp!
Vaknaði frekar lúinn í morgun og var lengi að koma mér á fætur. Borðaði lítið og leyfði mér að vonast eftir "rólegri" Boot Camp æfingu. Blótaði því að að væri komin slydda af því að ég var að bóna bílinn í gær. Jæja nóg um það. Þegar ég kem á æfinguna þá heyri ég þessi kunnuglegu bíp... Jú jú, það var píp-test í vændum. Nokkrir sprettir í stiganum í upphitun og svo bara út í rigninguna og rokið og píparinn tekinn... Hólí sjitt hvað þetta er mikill viðbjóður. Ekki skánar það að vita, að þegar maður gefst upp þá eru 3 "sprettir" í róðravélinni sem bíða og e-ar vibba æfingar inni á gólfi. Varð hálf flökurt í píparanum og losnaði ekki við það alla æfinguna!! Gaman að því!
Að öðru.. þá er ég staðráðinn að finna upp "tuðarann". Það er tæki sem hlustar á mann tuða og tekur undir allt. Gott að grípa í þegar Klara nennir ekki að hlusta á mig tuða! Hún er greyið búinn að fá sinn skammt af tuði gegnum tíðina! Svei mér þá, og krakkarnir líka. Þetta væri því tilvalið að fara einn inn í herbergi, tuða eins og vindurinn og koma svo fram sem nýr maður.. Er þetta alveg fáránlegt?? Maður spyr sig???
En talandi um tuð, þá hef ég verið nokkuð jákvæður samt upp á síðkastið, kvarta ekki yfir neinu, eða svona!! En allt að koma! Sææææll hvað ég hljóma spennandi og skemmtilegur!!
Hafið það gott öll sömul.
Hjössi píp.
Athugasemdir
Start of level seven, hvurslags aumingi ertu eiginelga? Var það ekki alltaf 13 eð a14 sem maður fékk 10 fyrir?
Örvar 20.11.2008 kl. 12:28
Ó já man eftir þessum píptestum...maður fór þetta á þrjóskunni einni saman!!
Mér finnst alltaf jafn fyndið að lesa "tuðbloggin" þín Hjörtur!!
Tinna 20.11.2008 kl. 12:40
Sat bjórinn og saltstangirnar eitthvað í þér?
Bjössi 20.11.2008 kl. 12:51
Örri minn.... Ég fór alltaf í 15!! (Svanni.. ALLTAF )
Seven var bara skemmtileg tala að skrifa!
Já kannski hegnist manni fyrir að fá sér 1-2.. og smá saltstangir??
Hjörtur Örn Arnarson, 20.11.2008 kl. 13:16
Geturðu ekki bara farið inní herbergi og tuðað þótt þar sé ekkert tæki sem hlustar á þig....er ekki nóg að tuða bara útí loftið..?! Annars gætir þú bara fengið þér eina "real doll" og látið hana stara opinmynnta á þig yfir tuðinu....lokað hana svo inní geymslu á milli tarna...
Gunnþóra 20.11.2008 kl. 22:28
ahahahh ég sé þetta fyrir mér með real doll.. Þetta gæti verið ansi áhugavert: "Klara! Ég ætla að fara með Dollý inní herbergi að tuða... og meðððíí"
Hjörtur Örn Arnarson, 21.11.2008 kl. 08:48
Ég fékk alltaf 10 í píptesti þannig að ef 15 hefur verið 10, þá fór ég í 16... :)
Örvar 21.11.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.