3.11.2008 | 10:25
Rjúpa, rjúpa hvar ertu??
Eins og margir aðrir þá skelltum við okkur á rjúpu á laugardaginn. Veiðisvæðið var Kjósin, rétt fyrir ofan Meðalfellsvatn. Finnur bóndi, vissi "nákvæmlega" hvar rjúpan héldi sig og það var þrammað af stað. Til að gera langa sögu stutta, þá sáum við ekki eina helvítis rjúpu. Löbbuðum eins og vindurinn í nokkra tíma og gáfumst þá upp. Keyrt í bæinn og blótað rjúpunum (fuck the rape, eins og Svanni orðar það)... En viti menn.. heima í garði þá voru þær bara ráfa um... Ég búinn að þramma fjöll og firnindi að leita af þeim, en þá eru þær bara í garðinum heima!!!! Ég sagði auðvitað.. "djöfull væri ég til í að skjóta þessa" Hrafn Elísberg skildi nú lítið í því. Spurði hvort hún ætlaði að borða okkur!! Nei nei svaraði ég.. En er hún rosalega vond spurði Hrafn þá.. Nei nei, hún er góður fugl svaraði ég og var að verða vandræðalegur. "En pabbi af hverju villt þú þá skjóta hana??" Þá er rjúpan ca 2m frá okkur og ansi góðleg.. Þá var ekkert annað en að gera gott úr þessu og bjóða Hrafni bara lakkrís!!!!!
Að öðru.. Ég verð að viðurkenna einn hlut!!!! Áfengisbindindið er fallið!!! Já fallið!! Styrkurin er greinilega ekki meiri en þetta........
Finnur "bóndi" og Svanni (Símon)
Athugasemdir
Nei nú ertu að ljúga .....
Djö klikkaði bóndinn þarna ....en næst þá látum við enga aðkomumenn vera búna að hreynsa fljallið þegar við mætum.
Bóndinn. 3.11.2008 kl. 10:46
Já burt með aðkomumenn.... Förum ekki niður með minna en 15 fugla....
Hjörtur Örn Arnarson, 3.11.2008 kl. 12:18
Þú ert vesalingur Hjössi minn. Skrifa það og stend við.
Jón Viðar 3.11.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.