16.10.2008 | 09:30
Þori varla að segja það...
En ég er að fara til köben núna á eftir. Ég og Klara sæta erum að fara á árshátíð Línuhönnunar og komum aftur á sunnudagskvöld. Búið að hræða mann með að danskir kaupmenn séu að klippa greiðslukortin og svo framvegis. Læt það ekki á mig fá og held af stað með Visa að vopni!! Búinn að senda mann að kaupa fyrir mig kassa af tuborg, því ekki ætla ég að borga 1200 kall fyrir bjórinn!!
Fer út sem stoltur íslendingur!! Svei mér þá ef ég fer ekki í bol með mynd af Íslandi á!! Núna heyrist e-ð í Ausu vinkonu minni!!!
Ha det godt!!!
Athugasemdir
Jehhhhhh! Kýldu nokkra Dana frá mér!
Audrey, 16.10.2008 kl. 12:44
Dani meinti ég......
Audrey, 16.10.2008 kl. 13:20
Djö hafa þessir landfræðingar gott ....danska krónan á 40 kall og menn fljúga bara yfir hafið til að fara í einhvern dinner.
--drekktu einn kaldan fyrir mig.
Finnur 16.10.2008 kl. 16:30
Á ekki að koma við í Århus?
Gunnþóra 16.10.2008 kl. 21:03
Góða skemmtun í Kóngsins Köbenhavn....njótið þess nú bara :)
Já og svo erum við einmitt líka bara í rétt rúman klukkutíma í burtu ef ykkur langar í einn kaldan á Pomosavej...og hann er GRATIS ;)
Tinna 17.10.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.