12.9.2008 | 12:23
Átakið hafið.. Allt gert opinbert!
Hjörtur | |||||
10.9.2008 | |||||
kg | klípa mm | Fitu % | mittismál | tvíhöfði | fætur |
84.6 | 16 | 19.2 | 96 | 30 | 59 |
Markmið | |||||
kg | klípa mm | Fitu % | mittismál | tvíhöfði | fætur |
82 | 12 | 14-15 | 88 | + 1-2 cm | + 1-2 cm |
Já þar hafið þið það gott fólk.. Nokkur vinna framundan, það er á tandur. Held samt að með breyttu mataræði og 4-5 x æfingar í viku ætti þetta að nást. Eina sem er að ég er svo góður við mig!! Þyrfti helst að vera með einhvern harðstjóra yfir mér, öskrandi á mig.. Svona eins og heima!!! Týpískt að um leið og ég sagði að ég væri kominn í átak, þá hefur mig aldrei langað eins mikið í nammi!! fór svona 18 sinnum inn í nammiskáp í gær að ath hvort e-ð væri til!! Svo nenni ég ekki að æfa einn.. Er e-r til??
Best að fara að fá sér e-ð hollt að borða, veitir ekki af eftir skinkusalatið í morgun!! Biggi verður brjálaður þegar hann sér matardagbókina!!
Góða helgi gott fólk!!
Athugasemdir
Það er naumast...bara allt gert opinbert!! En á ekkert að setja inn "fyrir og eftir" myndir?!?!?! Þú ættir að þola það enda hefurðu ósjaldan rifið þig úr að ofan í fjölmenni...
Gangi þér rosa vel...
Tinna 14.9.2008 kl. 18:59
hahah jú ég er ekki eins og fólk er flest.. Eða bara seinþroska... Því ég er að átta mig á því núna að þetta er soldið sjúkt.
Át eins og rotta í dag, æfði ekkert!! Eins gott að næstu dagar verði skárri!!
Hjörtur Örn Arnarson, 14.9.2008 kl. 21:21
Áfram Hjössi ég veit að þegar þú ákveður eithvað þá stendur það ég er búin að heita svolitlu á þig
Björg Magnúsdóttir 15.9.2008 kl. 12:15
Sæll Hjössi feiti.is
Hvernig gengur nú átakið?
Ég skokkaði 4 km í gærkvöldi og mætti svo 20 mín fyrr á fótboltaæfingu í kvöld og skokkaði 3 km. Svo var hressilega tekið á því á æfingunni. Hættur að drekka bjór á virkum, hættur að drekka kók, hættur að borða yfir mig og byrjaður að borða á 3 tíma fresti. Tek samt enn eins og vindurinn í vörina.
Hils
Nonni hrikalegi
Nonni 15.9.2008 kl. 23:44
Úff...bara komin pressa frá mömmu!! hehe...nú er sko að standa sig Hjössi
Tinna 16.9.2008 kl. 09:21
Held með þér í þessu.
Daddi Mar 23.9.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.