8.9.2008 | 09:32
"Hrikalegur 2008"
Þá er komið að langþráðu átaki hjá mér! Við erum nokkrir vinirnir sem ætlum að taka okkur á og fara að hreyfa okkur eitthvað. Það er enginn annar en sjálfur Biggi í Bootcamp sem ætlar að hafa auga á okkur á meðan átakið stendur yfir. Á miðvikudag eru mælingar og markmið sett. Átakinu á formlega að ljúka 19. des og þá verður mikil uppskeruhátið og þá kemur í ljós hverjir hafa náð markmiðum sínum. Þeir sem ekki ná markmiðunum lenda illa í því. Það get ég vottað!!
Á meðan fitan lekur af okkur og vöðvarnir verða hrikalegir þá ætlar hver og einn að setja sér hliðarmarkmið. Þau markmið tengjast ekkert líkamsræktinni, heldur eru þetta t.d ósiðir sem menn ætla sér að losna við. Þetta er t.d hætta að reykja, hætta að troða í vörina, ná sér í nýja vinnu svo fátt eitt sé nefnt. Ég er ekki búin að setja mér nein markmið ennþá. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp... td. að hætta að taka í vörina. Aðrir hafa fengið sig fullsadda af endalausri neikvæðni og bölvi í mér. Sá maður sagði við mig um daginn að hann hlakkaði mikil til að ég væri búin að byggja, því ég hefði verið leiðinlegur síðustu 2 árin!!!! Eftir enn einn þunglyndis mánudagsmorguninn í morgun, þar sem allir fjölskyldumeðlimir fengu sinn skammt af tuði og nöldri sagði Klara að ég ætti að setja mér jákvæðismarkmiðin eins og mér var bent á. Tjah.. Kannski ætti ég að gera það? Finnst það frekar léttvægt markmið miðað við að aðrir eru að hætta massífri tóbaksfíkn. Og þó?? Get ég hætt að blóta og tuða??
Er þetta raunhæft markmið eða á ég að setja mér háleitari markmið samfara "Hrikalegur 2008" átakinu??? Hver eiga þau þá að vera??
Athugasemdir
Drekka minna kaffi, það átt þú erfitt með.
D
Danni 8.9.2008 kl. 10:31
Það er aldeilis að fólk er að hrúga inn markmiðunum!!! Jú jú vissulega er hægt að drekka minna kaffi mr. D! Geri það bara líka!!
Hjörtur Örn Arnarson, 9.9.2008 kl. 14:11
Fara minna úr ad ofan thegar thú ert í glasi. Nei thú getur thad ekki thegar thú ert kominn med græna "Hulk" bringu eftir át takid
Daddi Mar 9.9.2008 kl. 14:31
Ég legg til að þú gerist minni Vík-ingur og meiri KR-ingur, en það flokkast svosum ekki undir neitt átak. Það er bara fis
Búddi 10.9.2008 kl. 07:53
Elda oftar??
kágjé, 10.9.2008 kl. 19:43
Prumpa meira inní þig
thunder 10.9.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.