6.8.2008 | 16:19
Nei hæ...
...Hjössi hér!!
Verslunarmannahelgin over og var hún með betra móti þetta árið! Byrjuðum á að bruna í Húsafell í fáránlega góðu veðri. Fórum degi seinna en áætlað af stað og stemmingin í bílnum á leiðinni í Húsafell eftir því. Förum ekkert nánar út í það. Í húsafelli var frábært, hittum fullt af góðu fólki og veðrið eins og það verður best á kosið. Eftir 2 nætur í Húsafelli (föstudag) var farið í bústað á laugarvatni með Æbba og fjölsk. Þar var svakalega gott að vera og vorum við þar í 2 nætur. Þá var ákv að fara heim en á miðri leið vildi ég fara e-ð annað og bílnum snúið við og brunað á Flúðir. Þegar þangað var komið var nú veðrið ekki upp á marga fiska og fólkið sem þar var frekar sjúskí.... Þá var ekkert annað í stöðunni en að bruna bara aftur í bústaðinn til Æbba og Kötlu og ná einni nótt þar í viðbót!! Hef enn ekki nennt í vinnuna en verð víst að fara á morgun. Annars er Bjarni Jóns málaragúrú að koma og hjálpa mér næstu daga. Þið ykkar sem nennið að koma að hjálpa... Hjörtur s:660-1598.
Hendi hér inn myndum fyrir ömmur, afa og þá sem nenna að skoða.
ha'det
Hjössi
Athugasemdir
Hvaða hvaða,
Það er ekki einu sinni nefnt að ég og konan höfum verið á staðnum og heldur engin mynd. Hvað á þetta að þíða?
hils JAV
Nonni 7.8.2008 kl. 00:31
"Hvað á þetta að þýða!"
Ágústa Eva 7.8.2008 kl. 09:55
Sorry kallinn minn. Það var bara engin mynd af ykkur hjónum á vélinni minni.
Ég skal finna e-a gamla og henda inn við tækifæri.
Hjörtur Örn Arnarson, 7.8.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.