20.7.2008 | 21:53
Jæja.. sumarfríið byrjað!!
Og veðrið orðið ömurlegt!! En það er þó bót í máli að þá nenni ég að hanga uppí húsi. Alltaf að vera jákvæður...
Helginni var eytt í Fljótshlíðinni með fullt af góðu fólki. Frábært veður, góður matur, mikið sungið og brallað. Setningu helgarinnar átti Klara G. "Hvað á þetta að þýða" Smelli inn nokkrum myndum frá helginni. Þær getið þið séð hér.
Nú er bara að taka á því í húsbyggingum.. Allir velkomnir annaðhvort með hamarinn, pensilinn, tuskuna eða bara með einn góðan brandara til að létta mér lundina! Svo bendi ég á að þessi er er til sölu. Sá sem kaupir fær kók og pulsu frá mér í eitt ár.
Ein mynd frá helginni (Þorsteinslundi) fylgir...
Athugasemdir
á hverjum degi í heilt ár??
Sævar 21.7.2008 kl. 00:08
jebb
Hjörtur Örn Arnarson, 21.7.2008 kl. 09:43
Langaði bara að kommenta á hversu skemmtileg þið hjónin eruð og hversu lítið þarf til að átta sig á því að betri vini getur maður vart fundið.
Hils fra Danmark
Nons og BB
Nonni 23.7.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.