Sumarfrí??

Sæl öll. Eða þið sem enn nennið að gera ykkur ferð hingað.

Bloggmál hafa fengið að sitja á hakanum upp á síðkastið. Eðlilega segi ég. Kreisí að gera í vinnunni og húsamálin eru enn til staðar. Lenti svo í því um daginn að tölvan mín (vinnutölvan) hrundi og allt tapaðist. HP er samt enn að reyna að ná í e-ð. Á samt e-ð backup en ekki neitt sem er sérlega nýlegt. Verst er með fjölskyldumyndirnar og húsafolderinn! En vonandi finnst þetta.

Mikið búið að vera í gangi hjá fjölskyldunni upp á síðkastið. Útilegur, fótboltamót, vinna í húsinu, borga mikið af reikningum, Blönduóslöggan...Whistling og svona mætti endalaust halda áfram.

Klara sæta átti afmæli í gær!!!  Til lukku skat! Á meðan flest okkar eldumst með hverju árinu þá finnst mér Klara Gísla verða ferskari dag frá degi.

Eins og fyrirsögnin segir þá var það pælingin að fara með Hjössa mæló síðuna í sumarfrí en allt í einu þegar ég var loksins byrjaður þá langar mig ekkert að hætta. Svei mér þá ef ég reyni ekki að taka mig smá taki og halda áfram að koma með nokkrar lúðafréttir og myndir. Var í útilegu um helgina m.a með fólki sem ég þekki ekki neitt. Sjitt hvað þau halda (vita) hvað ég er ruglaður... Ég er nefnilega maðurinn sem verð aldrei þunnur, vakna alltaf fyrstur, er alltaf með koníak í bílnum, hef aldrei brunnið..... Margfaldur Andrésar Andarmeistari... ó mæ god!! og svona mætti lengi halda áfram... Verst er að Nonna og Svanni æstu mig upp í þessa vitleysu... Eða ég held að ég æsi sjálfan mig upp í þessari vitleysu. En svona er Hjössi Mæló í dag!!! 

Læt svo eina mynd fylgja frá helginni. Ein af fáum myndum sem ég á núna!! Annars eru líka nokkrar myndir af mótinu hérna.

Flottir fótboltastrákar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var skellur með lögguna, hafa þeir ekkert betra að gera. En ljósið í myrkrinu er að ég gaf þér bol þessa helgi s.s. þú fékst hann frítt. Þið getið skoðað bolinn hér http://www.dogma.is/is/mos/286/

 kv. Nonni Mark

Nonni 9.7.2008 kl. 01:19

2 identicon

Hahahahha einn geðveikt að plögga!!

Berglind Bjarnadóttir 9.7.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: kágjé

Hahahaha - góður!!!

kágjé, 9.7.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband