18.6.2008 | 14:12
Ég er hérna ennþá...
Sælar...
Er hér í dauðtygjum bloggsins. Var eiginlega ákveðinn að hætta þessu. Búinn að vera að blogga frá 2004. Þá var það Austurland að glettingi, sem síðar breyttist í Hjössi mæló!!
Svo fyrir slysni las ég stjörnuspá á mbl.is. Þá gat ég ekki annað en hugsað til bloggsins... En hún var e-ð á þessa leið:
Stjörnuspá
Tvíburar: Þú ert nú þegar fullur vonar. Og það sem þú lærir næsta sólarhringinn mun opna augu þín enn fremur fyrir möguleikunum í stöðunni. Kraftaverk geta gerst.
Sææælll þegar maður er farinn að lesa stjörnuspár og vonast eftir að e-ð gerist í framhaldinu þá þarf maður að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. En til að gera langa sögu stutta þá er ég ekki búinn að selja Spóahöfðann og er með Kvíslartunguna á yfirdrætti sem á ættir að rekja til Satans sjálfs.
Annars er það að frétta að við fórum í útilegu um helgina og hún var frábær. Ég, Jón nokkur Nef og Jónsi Stebba renndum af stað í hádeginu á föstudaginn inn í Skaftafell. Þar var lagt í hann og Kristínartindar sigraðir.. Frábær gönguferð það. Við þrír gistum svo í litlu 2 manna göngutjaldi uppi á fjallinu og hallinn sem við sváfum í svipar mikið til fjárlagahallans sem er í gangi þessa daganna. Svo hittum við konur og börn á Klaustri og vorum þar í 3 nætur. Farið að veiða, farið í Jökulsárlón og meira og meira!!! Var ekki með myndavél í ferðinni en er að vinna í að fá myndirnar frá Jónunum tveimur og set þær inn fljótlega. Vel við hæfi að setja inn mynd úr símanum af þeim kumpánum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.