19.5.2008 | 13:14
Fjör á helginni
Það má með sanni segja að fjerið hafi tekið öll völd á helginni. Á föstudaginn var vorfagnaður Línuhönnunar.. Virkilega gaman þar og "lagið tekið" Þeir sem voru á staðnum vita um hvað ég er að tala.
Á laugardaginn var svo Elísa systir að halda upp á 40 ára afmælið sitt!!! Til hamingju systa! Þar vantaði ekki upp á fjerið! Ræður með frammíköllum, dansað uppi á borðum, Klara G á tamborínunni og allt eins og það á að vera. Það var eitt sem kom í ljós á laugardaginn. "Hennings syndromið" svokallaða nær yfir nokkrar kynslóðir. Þetta á til að loða við pabba, Magga Bró og jú það verður bara að viðurkennast mig líka. Örn Ingi er svo yngsti Hennings inn sem fær sér tána..
Á laugardaginn kom í ljós, eins og stærri myndin sýnir, að "Hennings syndromið" finnst í honum líka. "Skellur" sagði Elísa mamma hans daginn eftir.
Athugasemdir
Eiga ömmur að fá að sjá svona , verður þeim ekki enn meira brugðið en mömmum þar sem amman á þá alla frumkvöðulinn líka
Björg Magnúsdóttir 21.5.2008 kl. 12:46
Annars grunar mig að Hjössa hafi nú langað að sýna Klöru sætu hún bregst ekki á þessari mynd frekar en öðrum
Björg magnúsdóttir 21.5.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.