21.4.2008 | 11:00
100 ÁR
TIL HAMINGJU VÍKINGAR NÆR OG FJÆR....
Knattspyrnufélagið Víkingur Reykjavík er 100 ára gamalt í dag. Það var stofnað í kjallaranum að Túngötu þann 12. apríl árið 1908. Á fundinn mættu 32 karlmenn.
Í fyrstu stjórn félagsins voru: fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn, Axel Andrésson, þá tólf ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson 11 ára gjaldkeri. Hinir stofnendurnir voru Páll bróðir Axels 8 ára og Þórður Albertsson 9 ára.
Félagið var stofnað fyrir ánægjuna og til þess að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á knetti. Fyrsti gjaldkerinn fékk tvo eyringa og 5 eyringa upp úr vösum félagsmanna upp í bolta, en Egill Jabobsen kaupmaður greiddi upp restina.
Í fyrsta opinbera kappleik Víkinga á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands árið 1914 vannst sigu á KR-ingum 2-1. Verðlaunaskjalið er varðveitt í Víkinni enn þann dag í dag.
Víkingur tapaði ekki kappleik í 10 ár, eða frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918 og skoruðu þeir 58 mörk og fengu á sig sextán. Geri aðrir betur!!
Víkingar fagna 100 ára afmæli félagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er stór stund fyrir alla Víkinga
Einar Guðmundsson 21.4.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.