12.3.2008 | 09:03
Meiri jákvæðni..
Já það eru gleðitíðindi í dag... Vinna við Kvíslartungu 82 er loksins byrjuð. Þ.e. á húsinu sjálfu! Merkur áfangi og sannarlega langþráður. Núna fara hlutirnir að gerast. Þarf vísu að fara í bankann og væla út meiri lán.. Þetta fer að verða eins og í gamla daga þegar fólk fór í sitt fínasta og hitti bankastjórana í von um að fá 100.000 kall hér og þar.
Svo ætla ég að lýsa eftir einhverjum sem er til í að hækka Toyotuna upp fyrir mig! Viðkomandi þarf að geta gert þetta fyrir páska!! Einhver??
Annars þarf ég að hætta snemma í dag til að sjæna Spóahöfðann.. ljósmyndarinn kemur á eftir til að taka myndir af slotinu! Þyrfti að komast yfir myndirnar og photoshoppa þær aðeins.
Athugasemdir
Settu bara nokkur lens flair inná myndirnar og þá er spóahöfðinn seldur á nó tæm. já og render clouds..
Búddi 12.3.2008 kl. 10:03
ÉG get reddað tjakk og planka, en ef thú vilt hækka hann til frambúdar mæli ég með bílastrekkjara (Fæst í BYKO og er á sama gangi og naglayddarinn og plankastrekkjarinn)
Daddi Mar 12.3.2008 kl. 15:34
noh á að fara í jeppaferð um páskana?
Helen Garðarsdóttir, 14.3.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.