9.3.2008 | 23:01
Fín helgi
Verð að taka smá jákvæðni pakka hérna. Sérstaklega í ljósi þess að í hvert skipti sem ég opna munninn þá er það til að tuða yfir þessu og hinu!!
Byrjum á veðrinu um helgina!!! Ohh þvílíkur munur þegar það er svona fínt. Þrátt fyrir fína veðrið þá var skroppið í IKEA í innréttinga athuganir og kaupa smá. Tók kompuna í gegn og fleira í þessum dúr. Spóahöfðinn fer á sölu í vikunni.
Enduðum helgina á smá snjóþotuferð. Gríðarleg lukka með það og mikið hlegið! Slúttað með grillmat og öl! ohhh svei mér þá ef ég leyfði mér að vonast eftir því að vorið færi nú að koma.. Eða réttara sagt að þessi mikli vetur fari nú aðeins að mildast. Vonum það!!
Ætla aðeins að taka mig á í blótinu og tuðinu.. Það var sagt við mig áðan að ég hefði verið betri maður áður en ég byrjaði að byggja!! Úff stór orð og að mörgu leiti rétt. Merkilegt hvað maður getur latið þetta á sig fá, og ég er rétt byrjaður!! En bara svo að það komi fram þá reyni ég að halda öllum áhyggjum, blóti og öðru fyrir utan heimilið!! Það eru því aðrir sem fá að njóta þess..
Þetta er nú meira kellingatalið!! Jæja Dexter byrjaður... Elska dexter.. Mynd úr snjóþotuferðinni fær að fylgja! Bæjó
Athugasemdir
þetta er allt að koma hjá þér.
Hver ætli hafi komið með þessa fleigu setningu????
Gott að mark c tekið á kommentum.
Traustur vinur getur gert, kraftaverk.
Þinn elskulegi vinur
Jón ...... Nef
Nonni 10.3.2008 kl. 23:21
Já batnandi mönnum er .. jú nó.
Sjáum til hvað þetta stendur lengi. En það er kannski í lagi að tuða smá endrum og eins?? er haggiii?
Over and out...
Hr. Jákvæður
Hjörtur Örn Arnarson, 11.3.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.