Mánudagur

Æ þeir eru stundum svolítið erfiðir. Það skal bara viðurkennast! Bústaður um helgina með nefinu og fjölsk. og Bjössa Hák og Maríu. Svaka fínt og alltaf jafn skemmtilegt að komast í bústað. Bústaðaferðin á kannski sinn þátt í að mánudagurinn er erfiður Errm. Talandi um bústaðinn.. þegar ég ætlaði að henda ruslinu frá helginni í gám sem var úti við veg blasti frekar ógeðsleg sjón við mér. Gámurinn var sér merktur fyrir heimilissorp og þegar ég opna hann þá ræðst á mig það svakaleg lykt að öll nasahárin sviðnuðu. Þarna var búið að "henda" 6-9 rollum... og með öllu. Væntanlega sjálfdautt fé sem hefur verið sótt og svo hent í heimilissorpgáminn! Sælllll  djöfulsins vibbi!

Talandi áfram um viðbjóð..djöfulsins viðbjóður var brotið á Da silva um helgina (ekki fyrir viðkvæma).

Tobbi Aðalsteinss að gera "fína hluti" núna! Allt brjálað út af þessum þætti. Verð samt að segja að ég er sammála kallinum. Mér finnst lélegt af þeim drengjum sem reynt var að fá í starfið að draga HSÍ á asnaeyrunum svona. Auðvitað gerir HSÍ þetta kjánalega að reka þetta í fjölmiðlum og staðan vissulega orðin pínleg fyrir þá. En þegar menn setja svaka kröfur og að þeim er gengið þá hefði ég haldið að málið væri dautt! En vona einfalt er þetta víst ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband