10.2.2008 | 21:33
Grey Pólverjinn!!
Í þessu fáránlega veðri sem gekk yfir á föstudaginn sl þá var ég uppí grunni að moka snjóinn í burtu og flýta fyrir bráðnun. Ég fauk niður af sökklinum í einni kviðunni og átti í mesta basli með að fóta mig í þessum veðurofsa. Ef ekki hefði verið fyrir járnin sem standa uppúr sökklinum og ég gat gripið í, þá hefði ég endað úti á Seltjarnarnesi.. slíkur var vindurinn! Ég var sennilega eini maðurinn sem var útivið á þessum tíma og það hægðu allir bílar á sér þegar þeir keyrðu framhjá. Einn Range Roverinn keyrði alveg upp að lóðinni hjá mér stoppaði og jakkafatagengið sem var í bílnum glápti á mig í ca mínútu með skóflu í hönd, reynandi að standa í lappirnar. Ég horfði á þá og las úr augum þeirra.. "grey þessir pólverjar.. þeir eru látnir gera öll skítaverkin í öllum veðrum" Ég var ekki einu sinni á bíl sem hefði getað gefið til kynna að þarna væri ekki enn einn þrællinn að vinna! En vissulega smá örvænting í aðgerðum mínum sem sannaðist að strax um kvöldið byrjaði að snjóa og allt fylltist aftur! Veit núna hvernig pólverjunum líður þegar allir nýríku íslendingarnir keyra framhjá á glæsikerrum sínum.. margir í boði Avant eða Sp...
Athugasemdir
hahahaha. Hjössinn helvíti sáttur á svip á þessari mynd!
Búddi 11.2.2008 kl. 12:22
"Ég var ekki einu sinni á bíl sem hefði getað gefið til kynna að þarna væri ekki enn einn þrællinn að vinna"
það hugsa ekki allir eins og þú Hjössi...
Sævar 11.2.2008 kl. 19:10
Haha
Helgi 12.2.2008 kl. 08:53
Þaað er smá Henningur í þér.........
Guðni Már Henningsson, 14.2.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.