Smá brekka...

Sælar..

Lítið bloggað undanfarið en ansi líflegar "umræður" í kommentum. Síðustu dagar hafa verið strembnir. Húsamál ganga illa og um tíma fannst mér allt vera á móti mér. Án þess að ég sé að fara að rekja einhverja sögu þá er hægt að stikla á stóru. Allt annars gott af fjölskyldunni og allir heilir. Það er það eina sem skiptir máli. En vindum okkur að málefnum síðustu daga:

  • Verkfræðingurinn búinn að vera í 4-5 mánuði að drullast til að klára sökkul og lagnateikningar fyrir neðri hæðina. Allt stopp á meðan. Hjössi hótar öllu illu eftir 32 kurteisisbréf. Teikningar skila sér loksins.
  • Þurfti að laga sökklana, því loksins þegar sökkulteikningin kom var hún ekki nægilega vel gerð
  • Jæja loksins eru sökklar steyptir.. Sama kvöld gerir fáránlegt veður og vinnuskúrinn "flaug" á nýsteypta sökklana. Vinnuskúrinn ónýtur en fór betur en á horfðist með sökklana.
  • Gröfukall lofar að byrja að fylla á mánudaginn. Píparinn hefur BARA ÞESSA VIKU. Nei nei gröfukallinn ekki enn mættur og píparinn farinn að ókyrrast heldur betur. Kemst ekki í janúar!!
  • Ekki náðist að gefa út rafmagnsteikningarnar, meistari Ingó fékk þursabit!
  • Ég hættur að sofa fyrir áhyggjum.
  • Og ég er rétt að byrja að byggja.
  • Rafmagnið fór af Mosfellsbæ í brjálaða veðrinu. Uppþvottavélin (3 ára) meikaði ekki sjokkið og dó.
  • Sjónvarpið farið að sýna allt í grænu
  • Toyotan sem ég er með í láni bilar og ég þarf að fara með hana á verkstæði.
  • Volvoinn kominn með enn eina veikina.. þarf að fara á verkstæði.
  • Heimasíminn gaf upp öndina
  • Þvottavélin hætt að nenna að vinda almennilega.
  • Bíllinn sem ég var að kaupa og átti að vera kominn, seinkaði svo mikið og líka vegna veðurs, kemur ekki í tíma til að fá hann fyrir jól.
  • Ég með skítinn upp á bak í vinnunni...
  • Sæll eigum við að ræða þetta eitthvað???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nokkuð annað í stöðunni en að fá sér eina lummu og chilla aðeins ?

Þú lætur nú ekki svona smá ræna þig jólunum.

H.T-bag

Ps. hvað rafmagnstruflanir og fjúkandi skúra varðar, þá er þetta afleiðing að því að búa út í sveit.

H.Tóbak 19.12.2007 kl. 02:51

2 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

H.T-bag.. Flottasta nafnið í bransanum í dag...

Hjörtur Örn Arnarson, 19.12.2007 kl. 09:06

3 identicon

"Ætla ekkert að ræða þetta" en þetta er nú dálítið grátbroslegt.

En líttu á þetta þannig, þetta getur ekki annað en farið uppávið eftir áramót! 

Búddi 19.12.2007 kl. 13:02

4 identicon

úff þetta er ekkert smá!!

Berglind Bjarnadóttir 19.12.2007 kl. 14:22

5 identicon

Þetta með sjónvarpið eru samt pínu góðar fréttir því þá er hægt að fara að kaupa flatt sjónvarp!

Íris 19.12.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: kágjé

Já - sammála Írisi, það eru bara góðar fréttir  verst að það er stundum í lagi og stundum grænt þannig að það verður ekki keypt flatt sjónvarp fyrr en þetta verður orðið ælugrænt ALLTAF.

kágjé, 19.12.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Það verður ekkert keypt. Getum kannski fengið gamla túbu frá Bjarka?

Hjörtur Örn Arnarson, 20.12.2007 kl. 09:57

8 identicon

Þið getið fengið eina 20" túbu frá okkuar hérna. Denver og virkar eins og vindurinn sjálfur, með innbyggðum DVD takk fyrir. Fékkst fyrir 1000 kell í Nettó.

Þessi vildi fá sér nýtt tæki: 

<embed allowScriptAccess="always" src="http://www.shoutfile.com/emb/2B5zzPg3" allowFullScreen="true" width="400" height="300" border="0" type="application/x-shockwave-flash" pluginspage="http://www.macromedia.com/go/getflashplayer" /> 

Búddi 20.12.2007 kl. 13:31

9 identicon

Sorry, þetta er linkurinn:

http://www.shoutfile.com/v/2B5zzPg3/I_NEED_A_DOOVDE_PLAYER 

Búddi 20.12.2007 kl. 13:33

10 identicon

Þetta eru erfiðir tímar í spóahöfðanum heyri ég ......

-Verkfræðingurinn minn finnst ekki .... farinn að halda að hann hafi aldrei verið til.

- Brotist inní bílinn fyrir framan Kirkju ...(Jólaskapið að drepa einhvern), Veskið hennar Ásdísar tekið með símanum og Ipod kortum og fleira skemmtilegt.......

- Daginn Eftir innbrotið komumst við því að þjófarnir höfði líka lagt hald á Leikskólatösku dótturinnar... þannig að hún var send á leikskólann í stígvélum með trefil vegna þess að ÖLL útifötin hennar voru í þessari tösku ...

- Þannig að ef þú (sem lest þetta) er tveggja ára gamalt barn í breiðholtinu sem fær nýtt leikskóla-outfit í jóla gjöf þá skaltu bara njóta þess ..... ég er þér ekkert reiður.

- hliðarrúður í Micru eru víst ekki til ..... fínt núna þegar fer að kólna .... minna að skafa.

Einn pínulítið bitur sem finnur mikið til með fólkinu hinumegin við götuna, en þau eru allavega búin að skreyta.

kv

F

Naboen 20.12.2007 kl. 15:15

11 identicon

Greinilegt að jólaandinn er að drepa suma!!
Okkar tv dó einmitt í byrjun des í fyrra....skrítið hvað svona nokkuð gerist svo oft rétt fyrir jólin...

Ég get nú ekki annað en sagt æ æ við naboen....Hvað er að fólki?! Af hverju kaupir fólk ekki bara frekar happaþrennur í jólagjafir, kostar ekki mikið og gæti kannski orðið besta jólagjöfin sem einhver fær! hver veit..

Annars óska ég ykkur öllum bara góðra jóla og gleðilegra áramóta. Hafið það gott  

Tinna 20.12.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband