Úr einu í annað.

Magnað að veðrið hafi farið í 64 m/s í nótt. Sá að ástandið hafi verið verst við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Hugsaði þá til Júlla hér á LH sem býr þar og með nokkrar nýbyggingar í næsta nágrenni. Heyrði svo í fréttum í morgun að gasgrill hafi fokið inn um glugga einhversstaðar. Þar sem gasgrillið hans Júlla hefur nú farið í nokkrar ferðir sjálft, þá kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri grillið þeirra sem leitaði sér skjóls inni í stofu hjá þeim! Það hreyfði varla vind í Mosó í nótt. Enda svæðið alveg laust við vind og er rómað fyrir einstaka veðurblíðu.

En nóg um veðrið. Sat í sófanum heima í gær og aldrei þessu vant í flíspeysu... Þá lyktar Ragnhildur svona að mér og segir svo.. "það er svona pabbalykt af þér"  ha? pabbalykt? hvernig er hún....  "Æji svona mælinga og gamlingjalykt" Hvað erum við að tala um hérna? Gamlingjalykt....?  Þarf að heimsækja Geira sjampó og versla mér nokkra ilmi!!

Læt svo eina mynd af vinunum Jason og Hrafni Elísberg fylgja.. En þarna eru þeir félagar á leið heim eftir skemmtilega sleðaferð. (Hrafn: pabbi þetta var algör snilld). Grin

DSC00527


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Hjörtur minn. Svona er að vera ekki fæddur á ári barnsins. Eftir þrítugt er þetta bara búið... Girtur upp að öxlum í flíspeysufýlunni...

Búddi 11.12.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gaman að sjá mynd af litla frænda....

Guðni Már Henningsson, 11.12.2007 kl. 13:37

3 identicon

haha heyr heyr Búddi..sumir eru nú nánast komnir yfir síðasta söludag, en EKKI  þeir sem eru fæddir á ári barnsins! Það er alla vega ekki gamlingjalykt af okkur!

Tinna 11.12.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Það var og... Held að þið krakkarnir kvíðið svoooo mikið að verða fullorðin.. Annað en við Daddi og fl .. verðum bara myndalegri með hverju árinu.. Smá gamlingjalykt. en hvað er það svona milli vina!!!

Hjörtur Örn Arnarson, 12.12.2007 kl. 14:11

5 identicon

hahaha..góður Hjörtur!  Það er alveg rétt, þið verðið bara myndarlegri með árunum....
Mér finnst samt fyndið að vera með mælinga og gamlingja lykt...hún er alveg met, hún dóttir þín!

Tinna 14.12.2007 kl. 10:10

6 Smámynd: kágjé

Heyrðu - hvaðan er þetta ár barnsins?? Mér skilst að 1979 hafi verið ár rottunnar... Ég er einmitt fædd á ári drekans (trekants heyra þeir sem vilja heyra það...) sem skýrir auðvitað tignarlegt útlit mitt

kágjé, 16.12.2007 kl. 10:18

7 identicon

Já og þú fannst hjá þér mikla þörf fyrir að láta mig vita af því kl.02.10 í nótt!!! hihi

Þú ert kannski fædd á ári drekans og við rottunnar í kínversku tímatali eða eitthvað þannig en árið 1979 var alþjóðlegt ár barnsins....þú þarft nú ekki annað en að googla 1979 + ár barnsins til að sjá það mín kæra!! hehe

Árið 1979 var tileinkað börnum og nefnt "Ár barnsins".

Þar hefurðu það...

Tinna 16.12.2007 kl. 16:38

8 identicon

Heyr heyr Tinna. Láttu þessa gamlingja heyra það! Það þarf að tyggja allt ofaní þetta lið!

Búddi 16.12.2007 kl. 18:04

9 Smámynd: kágjé

Jæja ok. Ég hélt þið væruð að tala um kínverska tímatalið - skal þá taka mark á ykkur núna. Árið 1976 var einmitt alþjóðlegt ár fegurðarinnar sem skýrir jú ýmislegt um okkur sem fædd erum á því ári

kágjé, 16.12.2007 kl. 22:17

10 identicon

Já já nú er allt í einu hægt að taka mark á okkur!!
En skrýtið....ég finn ekkert þegar ég googla 1976 + ár fegurðarinnar..... hummmmm

Tinna 16.12.2007 kl. 22:32

11 Smámynd: kágjé

Gæti það nokkuð verið af því að þú ert fædd á ári barnsins??

kágjé, 16.12.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband