Fyrsta skíðaferðin

Skelltum okkur í Bláfjöllin í gær á skíði. Ekki ýkja mikill snjór en þó nægur til að koma liðinu í gírinn!

Hrafn Elísberg vildi ekki láta halda í sig.. vill bara renna sjálfur! Úr varð því nokkur togstreita í fjallinu milli okkar feðga. En allt gekk þetta þó og Ragnhildur er efni í brálæðing eins og bróðir sinn. Hún vill helst ekkert beygja, bara láta sig vaða niður og vona það besta! W00t

Klara G var að fara á skíði í fyrsta sinn í 15 ár!!  Ekki að sjá á henni og "sveif hún um eins og drottning í brekkunum.... "

Ein uppstylling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh, mig langar á skíði. Græt það ekki, þegar snjórinn kemur hérna að svífa um himmelbjerget eins og drottning...

Búddi 10.12.2007 kl. 15:18

2 identicon

Oh, en æðislegt! Ég var nú ekki eins tignarleg og Klara þegar ég fór á skíði í fyrsta skipti í 15 ár í fyrra. Datt meðal annars ofan á Harald þegar við vorum að koma úr stólalyftunni. Þetta fór aðeins með kúlið hjá Faranum sem er ekki alveg vanur að liggja flæktur í klaufalegum konum á fjöllum!

Dísa Pé 10.12.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

ahahah liggja flæktur í klaufalegum konum!!  Þetta hefur verið ákv. skellur fyrir Farann!

Hjörtur Örn Arnarson, 10.12.2007 kl. 16:27

4 Smámynd: kágjé

Ég vil nú aðeins draga úr þessum orðum Hjartar um að hafa svifið eins og drottning í fjallinu - það var eiginlega eins langt frá því og hægt er held ég  Frekar svona silaðist niður nánast í spíkati, innskeif og ekkert kúl í gangi.

kágjé, 10.12.2007 kl. 17:04

5 identicon

....neee ... er búið að opna í bláfjöll.... og hvað, engar sperrur í dag ? ....trúi ekki öðru ....annars hefur þetta ekki verið spennandi ferð ...hehe

kv

F

Naboen 10.12.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband