1.12.2007 | 13:36
Ný álver?
Já búið að vera mikið í umræðunni síðustu mánuðina og árin. Núna er ég búinn að vinna í þessum geira í nokkur ár og það eru álverin og stórframkvæmdir tengdar þeim sem hafa búið til atvinnutækifærin fyrir mig. Þrátt fyrir það þá er ég nú á þeirri skoðun að við ættum aðeins að staldra við og slá á frest nýjum álverum. Allaveganna í bili. Ég heyrði í gær nokkrar tölur varðandi kostnaðinn við að reisa nýjar háspennulínur og eða setja þær í jörð. Áttaði mig þá á hverslags upphæðir hér ræðir. Ef við spáum í línum fyrir Álver í Helguvík þá er áætlaður kostnaður vegna flutningslína í tillögum landsnet 8.8 milljarðar króna. Ef fyrirhugaðar loftlinur á reykjanesi yrðu lagðar sem strengir myndi fjárfestingakostnaðurinn aukast um 7,7 milljarða króna. Þetta er tveimur milljörðum hærri upphæð en kostnaðurinn við að tvöfalda Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði til Fitja. Væru allar línurnar í verkefninu settar í jörð myndi viðbótarkostnaðurinn verða tæpir 32 milljarðar eða ríflega tvöfaldur kostnaður við byggingu tónlistar og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Sjammón!!! Þetta eru feitar tölur hérna og muniðað Landsnet er ríkisrekið fyrirtæki. Veit vel að loftlínur eru ljótar en spáið í hvað er hægt að gera við alla þá fjármuni sem sparast ef þær eru ekki settar í jörð
Hvað þá ef bara angar línur eru settar!!! Jæja
Kommúnistinn hættur í bili!
Fyrirhugað álver í Helguvík
Athugasemdir
Ertu að reyna að láta reka þig?
Örvar Steingrímsson 1.12.2007 kl. 15:05
Sleppa frekar þessu tónlistarhúsdrasli, piffff
Audrey, 1.12.2007 kl. 15:10
Þar er ég ósammála þér Auður - eins og mér finnst gaman að fara á tónleika þarf ég að hugsa mig vel um ef þeir eru í Laugardalshöllinni. Hugsaði mig meira að segja um þegar Norah Jones kom!! Og þá er nú mikið sagt. Það er bara skömm að því að þurfa að halda stóra flotta tónleika, sem greinilega er markaður fyrir, í íþróttahöll sem tekst ekki einu sinni að gera huggulega fyrir tónleikana. Liggur við að maður finni harpixlyktina á meðan maður situr og reynir að njóta þess sem fer fram á sviðinu, sætin eru hrikalega óþægileg og umhverfið ljótt.
Ég er sem sagt mjög fylgjandi því að byggja tónlistarhús...
kágjé, 1.12.2007 kl. 17:14
Já, um að gera að sleppa tónlistarhúsinu og reisa fleiri ljót álver um fallega landið okkar og fæla þannig alla ferðamenn og heimamenn frá.
NOT!!!!
Gunnþóra 1.12.2007 kl. 17:48
Ég er svooo sammála thér Klara. Thad munar øllu ad vera í umkverfi sem manni lídur vel í thegar madur hlustar á tónlist.. Vid krefjumst tónlistarhúss... Verdur ekki krøfuganga?
Erna Braga 1.12.2007 kl. 19:17
Það er verið að byggja það kröfugöngurnar löngu búnar. Greinilega langt síðan þú fluttir til dk
Ég er alveg sammála því líka að geyma að byggja fleiri álver. Er ekkert að segja að það eigi aldrei aftur að reisa álver á Íslandi en finnst allt í lagi að staldra aðeins við og slaka á í geðveikinni. Þetta er orðið of íslenskt - það er óþarfi að gleypa allan heiminn um leið og e-ð gefst vel.
kágjé, 1.12.2007 kl. 22:23
Bíddu af hverju snýst umræðan um tónlistarhúsið? Ég er að tala um hvað það er dýrt að byggja þessar línur og hvað þá að setja þær í jörð. Þið talið bara um kröfugöngur og e-a vitleysu!! Spurning um að eyða þessu áður en einhver í vinnunni sér þetta. Örvar þú ert í útlegð. Vonast samt til að sjá þig í vor á LH!!!
Hjörtur Örn Arnarson, 2.12.2007 kl. 00:11
helst myndi ég vilja fá þetta í jörð ..... ef við eyðum þessum peningum ekki í það þá gröfum við bara enn ein göngin .....og það er svooo skynsamlegt ... ; /
Annars er töluverð pressa á mínu heimili að hengja raflínurnar upp .....og þá með ljósum..... er samt save á meðan aðrir í "nágrenninu" eru ekki búinir.
kv
F
Naboen 3.12.2007 kl. 10:59
haahh ég og Eiki förum að rífa þetta í okkur! Total viðbjóður að hengja upp á þetta hús okkar þegar það er bara hægt að hengja 2 perur í einu.
Hjörtur Örn Arnarson, 3.12.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.